Vikan - 29.11.1990, Page 20
stjórnmál og þar erum við ekki alltaf sammála.
Það er engin lognmolla á heimilinu þegar rætt
er um stjórnmál en það er líka fljótt aö lygna
aftur. Lestur er okkur hugleikinn og þá sérstak-
lega Sigurði sem varla er kominn inn úr dyrun-
um þegar hann er kominn með bók í hönd.“
Hún segir Sigurð mikinn fagurkera og snyrti-
menni. Börnunum sínum hafi hann verið góður
faðir en uppeldið hafi máski komið meira í
hennar hlut fyrr á árum þegar hann var svo
störfum hlaðinn að hann rétt kom heim til að
sofa.
Slgurður ásamt eiginkonu sinni, Aldisi Benediktsdóttur, og tveim sonum, þeim Kjartani Emil t.v.
Dóttirin er elst barnanna og er i háskólanámi í Finnlandi. Hún er fréttaritari Ríkisútvarpsins þar í landi.
hann við að Sigurður hafi ekki tekið upp
„ameríska" tískufyrirbrigðið í stjórnun - að
vera bossinn með hörkuna að leiðarljósi. Sjálf-
ur segist Sigurður telja sig vera þjón fólksins
en ekki herra því Húsnæðisstofnun ríkisins sé
til að veita fólkinu í landinu fyrirgreiðslu en ekki
fólkið stofnuninni. Hann er vinsæll yfirmaður
og um það getur starfsfólk stofnunarinnar
vitnað. Hann er maður fólksins og treystir því
fullkomlega - tekur aldrei fram fyrir hendur
þess. Enda segja starfsmenn Húsnæðisstofn-
unar vart hægt að hugsa sér Ijúfari yfirmann -
hann gefi sér ætíð tíma til að bjóða góðan dag
og sþjalla smávegis. Þrátt fyrir það bera allir
virðingu fyrir honum. í því felst einmitt hugsjón
Sigurðar, jafnaðarmennskan; enginn er yfir
annan hafinn, hver hefur sitt starfssvið. And-
ann innan stofnunarinnar segir starfsfólkið ein-
stakan. Mannaskipti eru afar fátíð og vitnar
það vissulega um hve fólk er þar ánægt - þrátt
fyrir að laun hjá ríkinu séu ekki upp á marga
fiska.
SKAPSTÓR EN KANN AÐ FARA
MEÐ SKAPIÐ BEITA ÞVÍ RÉTT
Hallgrímur Dalberg, fyrrverandi ráðuneytis-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu, átti um árabil
náin samskipti við Sigurð. Hallgrímur ber hon-
um vel söguna. Hann segir samskipti þeirra
hafa verið góð þó þeir væru ekki alltaf sam-
mála. „En það leiddi aldrei til vonsku á milli
okkar." Hann segir Sigurð sérlega samstarfs-
góðan og vel að sér hvað mál stofnunarinnar
varðar. „Hann er varkár og gætir þess að taka
ekki stórt upp í sig. Hann lætur ekkert út úr sér
nema vera hárviss um að fara með rétt mál. En
hann er skapstór og hefur þann kost að kunna
að fara með skaþið - beita því rétt. Ég tel hann
tvímælalaust réttan mann á réttum stað,“ segir
Hallgrímur Dalberg.
Um Sigurð E. Guðmundsson hefur Jón
Baldvin Hannibalsson eftirfarandi að segja:
„Ég hef ekki þekkt Sigurð E. náið, þó hef ég
haft af honum góð kynni í flokksstarfi fyrir Al-
þýðuflokkinn fyrr á árum. Til starfa hans hjá
stofnun, sem mikið hvílir á, þekki ég lítið. En
það sem kunningsskapurinn staðfestir fyrir
mér er að Sigurður er að upplagi einlægur og
staðfastur jafnaðarmaður eins og hann hefur
verið frá unglingsárum. í umgengni við annað
fólk hefur hann, eftir þvi sem ég best veit, jafn-
an verið hjálpfús, tillitssamur og góðviljaður.
Einkum í garð þeirra sem minna mega sín og
hafa þurft á aðstoð að halda," segir Jón
Baldvin.
„ENGIN LOGNMOLLA Á HEIMILINU
ÞEGAR RÆTT ER UM STJÓRNMÁL"
í einkalífinu hefur Sigurður verið lánsamur.
Hann er kvæntur Aldísi Benediktsdóttur, full-
trúa í hagdeild Landsbanka íslands, og eiga
þau saman þrjú börn. Aldís segir hann Ijúfan
eiginmann og telur sig hafa valið rétt þegar
hún ákvað að deila lífinu með Sigurði. „Hann
er skapstór, sem kemur líklega mörgum á
óvart - en það er fljótt að breytast. Við skiptum
með okkur verkum hér á heimilinu og höfum
bæði gaman af að spjalla, sérstaklega um
ER SÉRLEGA ÆTTRÆKINN OG
HELDUR FJÖLSKYLDUNNI SAMAN
Tvö af systkinum Sigurðar, tvíburarnir Krist-
in Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri hjá Land-
læknisembættinu, og Þorgrímur Guðmunds-
son, lögregluvarðstjóri og formaður Lands-
sambands lögreglumanna, muna vel þá tíð
þegar faðir þeirra veiktist og stóri bróðir tók við
hlutverki heimilisföður. „Siggi var stólpinn sem
við gátum alltaf reitt okkur á. Hann hjálpaði
okkur með heimanámið þegar við vorum að
hefja skólagöngu og við litum mjög upp til
hans. Allar götur síðan hefur hann verið sá
sem við leitum til þegar við þurfum á ráðlegg-
ingum að halda. Hann er sérlega ættrækinn og
heldur fjölskyldunni saman. Það er ekki hægt
að segja annað en sambandið á milli okkar
systkinanna allra sé mjög náið." Þorgrímur
bætir við að þegar fjölskyldan stóð í því að
koma sér upp þaki yfir höfuðið í fyrsta sinn hafi
Siggi bróðir verið driffjöðrin í því - löngu áður
en hann hóf störf hjá Húsnæðisstofnun. „Það
var í gegnum Byggingasamvinnufélagið Fram-
tak sem ég held að hafi verið það fyrsta sinnar
tegundar. Þar unnum við myrkranna á milli og
fluttum síðan inn, öll systkinin ásamt mömmu
og pabba sem í fyrsta sinn bjuggu við öryggi í
húsnæðismálum og var víst kominn tími til,“
segir Þorgrímur.
JÓHANNA: „SIGURÐUR SJÓAÐUR
í AÐ VERJA STOFNUNINA..
Björgvin Guðmundsson, fyrrum borgarfull-
trúi Alþýðuflokksins, er mikill og góður vinur
Sigurðar. Þeir hafa verið samstiga í pólitík frá
upphafi og tilheyra báðir gamla kjarnanum (
flokknum. Björgvin tekur í sama streng og aðrir
viðmælendur blaðsins hvað varðar mannkosti
Sigurðar. Hann segir Sigurð vera einn af fáum
sem kalla megi kjölfestu flokksins. Svo trúr sé
hann Alþýðuflokknum að þrátt fyrir ýmis áföll
hafi aldrei hvarflað að honum að segja sig úr
flokknum - eða ganga í annan eins og títt er
um þessar mundir og hefur ekki verið óalgengt
síðari ár. „Það sýnir hve mikill hugsjónamað-
ur hann er og tryggur hugsjónum sínum. Það
kom líka í minn hlut að koma á sáttum í
flokknum þegar Sigurður féll fyrir Bjarna og þar
tel ég Sigurð hafa vaxið og borið sigur úr být-
um þegar upp var staðið," segir Björgvin.
En látum Jóhönnu Sigurðardóttur félags-
málaráðherra eiga lokaorðin. „Við Sigurður
erum ekki alltaf sammála og okkur hefur greint
á í ýmsu. Til að mynda höfum við ekki alltaf
verið sammála um verkefni og sjálfstæði stofn-
unarinnar. En Sigurður er sjóaður í að verja
stofnunina og gerir það með sóma þegar að
henni hefur verið ómaklega vegið - og ekki
síst hefur hann unnið af samviskusemi og látið
hag stofnunarinnar ganga fyrir." □
20 VIKAN 24. TBL 1990