Vikan


Vikan - 29.11.1990, Qupperneq 23

Vikan - 29.11.1990, Qupperneq 23
í sumum bókum er íkorninn kallaður rotta, nautið vísundur, kötturinn kanína og geitin kind. Kínverjar taka skýrt fram að menn fæðist ekki undir áhrifum tveggja samsíða merkja. Sá sem er til dæmis fæddur 12. febrúar árið 1883 er því hundur en sá sem erfæddur 13. febrúar sama ár er svín. Tímabilin eru miðuð við tungl- komur og tímajöfnun sem hlaupársdagar hafa engin áhrif á. Hins vegar fléttast alltaf tvö og tvö ár saman undir einum frumkrafti eða elem- enti. Hver frumkraftur hefur sterk sérkenni eins og eftirfarandi lýsingar bera með sér. MÁLMUR (ártöl sem enda á 0 og 1 + fyrstu vikur ártala sem enda á 2). Manneskjur sem fæddar eru undir þessum frumkrafti eiga það til að vera eins ósveigjanlegar og einbeittar og stjörnu- merki þeirra leyfir. Þær eru tilfinningaríkar og oft fljótar að taka ákvarðanir. Þær setja sér gjarnan ákveðin markmið og hafa mikinn áhuga á velgengni. Erfitt er að fá þær til að skipta um skoðun þegar þær hafa ákveðið sig, jafnvel þótt fyrirætlanir þeirra mistakist eöa þær reki sig á veggi með skoðanirnar. Þeim hentar vel að skipuleggja mál sín án utanað- komandi áhrifa og hafa tamið sér góða yfirsýn yfir viöfangsefni sín. Vegna þessarar þrjósku fer minna fyrir aðlögunarhæfni í málmi en í öðrum frumkröftum. Á hinn bóginn getur per- sónuleiki þeirra verið segulmagnaður og marg- ir málmhugar eiga gott með að stofna til kunn- ingsskapar. Peningar skipta þá töluverðu máli og eru margir hverjir gefnir fyrir íburð, verald- argæði og jafnvel völd. Málmhugar mættu temja sér meiri málamiðlunarviðleitni og tillit til annarra skoðana en sinna eigin. Frægir málmhugar eru til dæmis: Lucretia Borgia, Walt Disney, Charles de Gaulle, Lud- wig van Beethoven, Stevie Wonder, John Lennon, Ringo Starr, Pablo Picasso, Neil Armstrong, Federico Fellini, Walter Matthau, Peter Ustinov, Alexander Dubcek, Ronald Reagan og Lucille Ball. VATN (ártöl sem enda á 2 og 3 + fyrstu vikur ártala sem enda á 4). Persónur sem stjórnast af áhrifum vatnsins eiga að jafnaði gott með að tjá sig og hafa áhrif á aðra. Hugir annarra virka þá sem farvegir til að koma skapandi hug- myndum vatnsins á framfæri. Vatnshugar stjórnast í aðalatriðum af straumum samúðar fremur en tilfinningasemi. Þeir hafa oft hæfi- leika til að taka eftir réttum tækifærum og not- færa sér þau. Á þann hátt geta þeir hagnýtt sér ýmislegt í fari annars fólks án þess að það taki eftir því. Eins og vatnið getur máð burtu harð- asta stein með tímanum, eins geta vatnshugar náð sínu fram með aðlögun fremur en stjórnun. Margir þeirra hafa lag á að láta annað fólk langa í það sem þá sjálfa langar í. Á hinn bóginn eiga margir vatnshugar það til að velja auðveldustu útleiðirnar. Þegar verst lætur eiga þeir það til að vera hlutlausar og láta aðra sjá um að koma hlutunum (verk. Til að ná árangri ættu þeir að rækta betur hæfni sína til að hafa áhrif á aðra eða treysta betur á innsæi sitt. Frægir vatnshugar eru til dæmis Willy Brandt, Jóhannes Páll II. páfi, Vincent van Gogh, Richard Nixon, Ólafur Noregskonungur, Mae West, Johannes Brahms, Mao Tze Tung, Mary Pickford, Franklin D. Roosevelt, Paul McCartney, Barbra Streisand, Raquel Welsh, John Denver, Bobby Fisher, Leonardo da Vinci, Charles Dickens, Edward Kennedy, Zsa Zsa Gabor, Pierre Cardin, Ava Gardner, Maria Callas, Norman Mailer og Henry Kissinger. TRÉÐ (ártöl sem enda á 4 og 5 + fyrstu vikur ártala sem enda á 6). Trépersónur eða gróðurhugar eru vandir að virðingu sinni og eru yfirleitt með sjálfstraustið í lagi. Þeir hafa næmt verðmæta- mat og oft fjölbreytt áhugamál. Víðsýni er mörgum þeirra í blóð borin og þar af leiðandi geta þeir verið stórhuga og lætur vel að skiþu- leggja fram í tímann. Aftur á móti hættir mörg- um þeirra til að reisa sér hurðarás um öxl og geta því ekki lokið við hafin verk. Þeir hafa gott lag á að fá hæft fólk til að vinna með sér. Líkt og tréð breiðir út greinar sínar eins tekst mörg- um gróöurhugum að beita áhrifum sínum. Þeim tekst til dæmis mjög gjarnan að fá stuðn- ing eða fjármagn þegar þeir þurfa á því að halda til að hrinda hugmyndum í framkvæmd þvi að fólk hefur trú á hæfileika þeirra til að græða á góðum hugmyndum. Aftur á móti gæti þeim hætt til, ef þeim tekst ekki vel upp, að byrja á mörgu en enda fátt. Meðal frægra gróðurhuga eru William Shakespeare, Sidney Poitier, Marlon Brando, Doris Day, Margaret Thatcher, Peter Sellers, Richard Burton, Alec Guinness, Orson Welles, Ingrid Bergman, Salvador Dali, Greta Garbo, Howard Hughes, Nikita Khrushchev, Michael- angelo, Rudolph Valentino, Mick Jagger, Elvis Presley, Elton John, Harry S. Truman, Brigitte Bardot, Winston Churchill, Sophia Loren, Julie Andrews og Woody Allen. ELDURINN (ártöl sem enda á 6 og 7 + fyrstu vikur ártala sem enda á 8). Menn sem fæddir er undir þessum frumkrafti eru líklegir til að hafa sér- staka leiðtogahæfileika. Þeir eru fullir sjálfs- öryggis og eiga gott með að taka mikilvægar ákvarðanir. Þeir eru óhræddir við að taka áhættu, eru ágengir og hafa unun af ævintýr- um. Þeim fellur líka vel að fara ótroðnar slóðir og leitast við að stjórna öðrum með hugmynd- um sínum. Þeim líkar betur að gera hlutina heldur en að tala um þá. Sumir eldhugar eiga til óþolinmæði og tillitsleysi og oft mæta þeir andstöðu ef þeir ætla sér að fara of geyst ( sakirnar. Margir þeirra hafa meðfædda hæfi- leika sigurvegarans og gæti orðið vel ágengt með svolítilli tillitssemi. Þeir eru nefnilega best- ir vina og því er gott að eiga þá að. En eins og eldurinn fer hratt yfir og nærist á því sem er eldfimt - eins er eldfólkiö að mörgu leyti. Meðal frægra eldhuga eru Wolfgang Ama- deus Mozart, Yves St. Laurent, Robert Redford, Dustin Hoffman, Boris Spassky, Frh. á bls. 26 24. TBL. 1990 VIKAN 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.