Vikan


Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 28

Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 28
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON Halló! Þetta er Jón Páll í sjálfvirkum símsvara. Ég er staddur erlendis og kem ekki heim fyrr en þann átjánda þessa mánaðar. Ef þú vilt að ég hafi samband við þig þá skildu eftir skilaboð eftir að hljóðmerkið heyrist. Takk fyrir, bless. Maður mátti svo sem vita að á einhverju sem þessu væri von þegar hringt væri í hinn eina sanna konung aflraunanna, Jón Pál Sigmarsson. Maðurinn ekki á landinu en væntanlegur innan tíðar og það er örugglega biðar- innar virði. Nokkrum dögum síðar hitti ég Jón Pál, hrikalegan allan, að Suðurlandsbraut 6 í Reykjavík þar sem hann vinnur nú myrkr- anna á milli við að koma í stand eigin líkamsræktarstöð eða „einni með öllu“ eins og hann segir sjálfur. REIF KÁLFA OG SINAR TROSNUÐU Við vindum okkur strax í að spjalla um það sem allt snýst um hjá honum, aflraunakeppnir. Frá því fyrir ári, þegar hann keppti á mótinu Heimsins sterkasti maður á Spáni, þar sem hann tapaði titl- inum og varð í þriðja sæti, hefur Jón ekki tapað því sem hann vill kalla alvöru aflraunamót eða stórt aflraunamót. „Viku fyrir mótið á Spáni keppti ég á móti í Finnlandi og meiddist. Þar reif ég kálfa- vöðva og einnig trosnaði upp úr sinafestingum í fingri. En ég gat gengið og hafði eitthvert grip í meiddu hendinni og fór þannig í gegnum mótið á Spáni af því ég hafði titil að verja. Eftir að lenda þar í þriðja sæti voru sárin sleikt eftir bestu getu og haldið áfram að æfa.“ Næsta mót var Kraftur ’89 mánuði síðar og þar keppti Jón við Bretann Jamie Reeves, Bandaríkjamanninn O.D. Wilson, Kanadamanninn Tom Magee og íslendinaana Magnús Ver og Hjalta Árnason sem jafnframt skipulagði mótið og Jón kveður hafa tekist vel. Þar sigraði Jón með naumindum en var þó ekki góður af meiðslunum sem áður eru nefnd. 28 VIKAN 24. TBL. 1990 HEIMSINS STERKASTI Jón Páll er núverandi sterkasti maður heims og heldur titlinum í fjórða skipti, nokkuð sem enginn hefur leikið eftir honum. Auk þess var Jón íslandsmeistari í vaxtar- rækt árin '84, '86 og '88, jafnhliða því að vera heimsins sterkasti maður öll þau ár. 1984 var einnig síðasta árið sem hann keppti í kraftlyftingum og þá setti hann Evrópumet í réttstöðulyftu og i samanlögðu. „Ég á ekki von á að sjá það leikið eftir mér á næstunni að sami maður sé sterkasti mað- ur heims, landsmeistari í vaxtar- rækt og handhafi Evrópumeta í kraftlyftingum, allt á sama árinu," segir Jón, greinilega stoltur af af- rekum sínum líkt og íslenska þjóðin öll. Þess má geta að Evr- óþumet Jóns í samanlögðu var ekki slegið fyrr en á þessu ári og þá aðeins um 2,5 kg. FINNSKAN KEMUR SÉR VEL En aftur í „síðkastið". Jón keppti á alþjóðlegu aflraunamóti í Finn- landi í maí, Nissan Power Cup. „Ég er frægur nokkuð í Finn- landi,“ segir Jón og kfmir. Auk þess segist hann geta talað nokk- uð í finnsku. „Ég get talað við stelpurnar án þess að nota fingra- mál. Það virðist falla vel í kramið hjá Finnum að maður leggi það á sig að læra tungumálið, það eru ekki margir sem leggja út í það.“ Þremur vikum fyrir mótið Sterk- asti maður heims keppti Jón á móti f Jakobstad í Finnlandi en í millitíðinni keppti hann á fjölmörg- um mótum og eiga öll þessi mót það sammerkt að sigurvegari var Jón Páll Sigmarsson frá fslandi. REIF ALLT FRÁ BEINUNUM Eitt af mótunum - og það mót sem Jóni er hvað minnisstæðast vegna slyss sem vinur hans lenti í þar - var haldið í Skotlandi fyrir um það bil þremur mánuðum. Mótið, Scottish Power Challenge, var haldið á George Square í Glasgow og er talið stærsta afl- raunamót ársins 1990. Þar voru margir keppendur og keppt í mjög mörgum greinum. „Grein- arnar voru svo erfiðar að aðal- málið var að komast í gegnum mótið. Beina- og sinastyrkur keppenda var reyndur til hins ýtr- asta,“ segir Jón alvarlegur í bragði og í svip hans má lesa að von er á einhverju meiru í þess- um dúr. Eftirvæntingin gerir vart við sig í maga mínum þegar ég lít á Jón þar sem hann situr þögull og horfir í gaupnir sér. - Nú, segi ég og rek þar með kurteislega á eftir honum, ég vil fá að vita meira. Loks byrja orðin að streyma upp úr þessu heimsþekkta kjöt- fjalli og hann segir mér af alvar- legu slysi sem varð á mótinu á Georgstorgi. „Góðvinur minn, Jamie Reeves, var að keppa í því að velta bílum þegar hann sleit upphandleggsvöðvann (bicep) gjörsamlega frá beini með sinum og öllu. Vöðvafestingarnar hreinsuðust af. Hann gekkst undir aðgerð strax daginn eftir og sögð- ust læknarnir aldrei hafa séð jafnsterklegar sinar og vöðvafest- ingar í nokkrum manni. Við þetta setti nokkurn beyg að mönnum og sýnir hversu gífurlegt álag fylgir keþpni í mótum sem þessum. Hann er nú búinn að ná sér það mikið að hann er farinn að æfa og keþþa aftur, töluvert frá sinu besta hvað armstyrk varðar nú þremur mánuðum eftir slysið, þrátt fyrir að læknar hafi ráðlagt eins til eins og hálfs árs hvíld frá æfingum og keppni." Greinilega hefur atvikið komið við Jón og segir hann það aðeins hafa verið spurningu fyrir hvorn þeirra þetta kæmi þar sem þeir hafi báðir verið veikir fyrir á þess- um líkamshluta. LÆTSVALA STRAUMA LEIKA UM STUÐARANN Á svokölluðum Víkingaleikum skipuðu þeir Jón, Magnús Ver, Hjalti, Daninn Henning og Finninn Markku lið Víkinganna. Kepptu þeir við heimsliðið og að sjálf- sögðu unnu Víkingar frækinn sig- ur að hætti forfeðra sinna en allir komust að sjálfsögðu lífs af. Jón Frh. á næstu opnu „Ramboinn á Suöurlandsbraut- inni!“ Jón verður varla svona ófrýnilegur á svipinn þegar hann tekur á móti nýjum viðskiptavinum enda slíkt viðmót ekki gott fyrir viðskiptin. JÓN PÁLL SIGMARSSON HVERGI BANGINN: ER TIL í TYSON EF HANN ÞORIR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.