Vikan


Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 30

Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 30
GLEFSUR ÚR SMIÐJU Q Q o oo po L_U o o oo cz. O £L Einn af athyglisverðustu gamanleikurum Banda- ríkjanna um þessar mundir er Steve Martin. Margir muna eftir honum úr myndinni All of Me þar sem sál forríkrar piparjónku tekur yfir helming líkama hans og nýjasta mynd hans, Dirty, Rotten Scoundrels, hefur fengið geysigóðar viðtökur víða um lönd. Steve Martin var annars sprenglærður heimspekingur þegar hann fór að koma fram sem grínisti í sjónvarpsþátt- unum Saturday Night Live. Hann hefur alltaf samið sitt eigið efni og þegar hann hafði gefið út nokkrar grín- plötur og var farinn að leika í kvikmyndum settist hann niður og skrifaði bókina Cru- el Shoes. Það var árið 1977. ( henni eru nokkrar stuttar sögur og fáránlegar athuga- semdir. Ekki er vist að bæk- ur hans hafi sést í bókabúð- um hér á landi og ekki er víst að allir botni mikið í þeim en hér eru tvær stuttar frásagnir úr fyrstu bók hans, Cruel Shoes. GRIMMIR SKÓR Anna vissi að hún varð að fá nýja skó í dag og Carlo hjálpaði henni að máta alla skóna í búðinni. Carlo sagði þreytulega: „Ja, þetta voru allir skórnir sem við höfum.“ „Ó, þú hlýtur að eiga eitt par í viðbót." „Nei, ekki eitt einasta par...Ja, við höfum grimmu skóna en enginn gæti viljað..." Anna greip fram í: Ó jú, leyfðu mér að sjá grimmu skóna.“ Carlo varð tortrygginn á svipinn. „Nei, Anna. Þú skilur ekki. Grimmu skórnir eru...“ „Náðu í þá!“ Carlo hvarf inn í bakher- bergið eitt augnablik og kom svo til baka með venjulegan skókassa. Hann opnaði hann og tók upp úr honum óhugn- anlegar hvitar og svartar bomsur, báðar á vinstri fót. Önnur þeirra var með snún- um framhluta með aðskildum hólfum sem létu tærnar vfsa í ólíklegustu áttir. Hin var aðeins fimmtán sentímetra löng og bogin inn á við eins og ruggustóll með skrúf- stykki og rakvélarblöðum til að halda fætinum föstum." Carlo sagði hikandi: „Nú sérðu hvers vegna...þær eru ekki fyrir mennska..." „Færðu mig í þær.“ „En...“ „Færðu mig í þær.“ Carlo vissi að það þýddi ekkert að þræta. Hann kraup niður og þrælaði Önnu í bomsurnar. Það heyrðust ótrúleg öskur. Anna skreið að speglinum og hélt blóðug- um fótunum upp svo að hún JÓN PÁLL Frh. af bls. 28 vann einnig fleiri og smærri afl- raunamót í Finnlandi, Skotlandi og Englandi. „Stóra-Bretland er eiginlega vagga sportsins. Þar fara flest mót frarn," segir Jón og rær sér, greinilega óþreyjufullur eftir því að geta farið að gefa sér tíma tii að TAKA Á aftur, það er að segja taka á lóðunum. „Þar fyrir utan hef ég keppt á fjöldan- um öllum af Hálandaleikum þar sem menn kasta þungum áhöld- um, lóðum, símastaurum og sleggjum, íklæddir skotapilsum." Um það hversu stranglega hann fylgi reglum heimamanna um nærklæðnað segist hann að sjálf- sögðu klæðast samkvæmt hefð- inni. „Það er svo frískandi og svalir straumar leika um stuðar- ann,“ segir Jón, strákslegt bros færist yfir allt andlitið. Það segir manni að nú hafi honum dottið eitthvað sérlega sniðugt í hug og hann velti því fyrir sér hvort hann eigi að láta það flakka. - Hvað? spyr ég. Jón Páll hefur tekið ákvörðun og nú verður ekki aftur snúið. „Veistu af hverju Skotar tóku upp á því að klæðast pilsum?" spyr hann mig og ég kveð nei við sannleikanum samkvæmt. „Til þess að kindurn- ar heyri ekki í rennilásnum!" Nú var gert örstutt hlé á viðtalinu meðan við jöfnuðum okkur á þessari gamansögu Jóns og hann sýndi krosslagða vísifingur og löngutöng hægri handar. Síð- an héldum við ótrauðir áfram. ,Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál!“ sagði Jón á eftirminnileg- an hátt fyrir nokkrum árum. í dag er þetta gott og gilt íslenskt máltæki sem á vel við þessa mynd. REIF VÖDVA OG SINAR í BÁTSLYFTU „Nú síðast fyrir mánuði vann ég titilinn heimsins sterkasti maður í Finnlandi og mun reyna að verja hann á næsta ári.“ Hvernig skyldi vera með æfingar og undirbúning hjá manni sem aldrei stoppar lengi á hverjum stað og er sífellt á þönum um heiminn? „Ferðalög erlendis eru ekki góður undirbún- ingur fyrir mót. Ég verð að vera heima og æfa á fullu." En Jón gekk heldur ekki heill til skógar þegar hann náði titlinum aftur. „í þriðju greininni, sem fólst í því að lyfta báti, reif ég brjóstvöðva og sinafestingar í öxl og mér fannst ég eftir það ómögulegur allur. Það er hægt að heimfæra þetta á hnefaleika. Það má segja að ég hafi verið sleginn niður í hverri einustu lotu en náð að standa upp á talningu eða verið bjargað af klukkunni og þar af leiðandi verið undir á stigum svo um mun- aði en ekki gefist upp og trúað á að ég næði rothöggi á andstæð- ingana - sem tókst á síðustu sek- úndunum í síðustu lotu.“ Talandi um hnefaleika segist Jón vera mikill áhugamaður um þá. „Og af því að maður verður ekki ríkur á því að velta bílum eða draga trukka þá datt mér i hug að athuga með að komast inn í hringinn og berja menn lög- lega fyrir peninga eða vera barinn ella. Ég talaði við umboðsmann hnefaleikamanna í Skotlandi og hafði hann litla trú á því að svona stór og mikill maður ætti nokkra möguleika í hringnum. Ég varð því að sanna ágæti mitt fyrir hon- um hreinlega með nokkrum vel útilátnum pústrum. Þá sagðist hann jafnvel geta komið mér í hringinn með Frank Bruno, þeim sem Tyson sló nýlega niður, í sambandi við góðgerðarstarfsemi eða þess háttar. En ég meiddist á mótinu á Spáni og ekkert varð úr þessum áformum." Jón segist oft fara á hnefa- leikaæfingar í Englandi með áðurnefndum vini sínum, Jamie Reeves. Þá tók Jón einu sinni æf- ingu með þjálfara í Skotlandi. „Þar lét hann mig berja sandpoka í fimm þriggja mínútna lotum og að því loknu lét hann mig elta sig í hringnum þrisvar sinnum þrjár mínútur. Þar eltist ég við hann og barði á honum þar til yfir lauk og þá var ég svo örmagna að mér fannst ég hafa 80 kílóa handlóð í hvorri hendi. Ég gat ekki einu sinni kastað upp, svo útkeyrður var ég.“ JÓN PÁLL TIL í SLAGINN EF MIKE TYSON ÞORIR! „Ég hef mjög gaman af öllum íþróttum þar sem maður er á móti manni,“ segir Jón og skyldi eng- an undra því að hann virðist geta lumbrað á öllu og öllum sem í hann þora. „Ef ég fæ nokkurra vikna undirbúning og Tyson þorir þá er ég til!“ segir hann án þess að hika og ég trúi honum. Jón er nýkominn frá Englandi þar sem hann keppti í Newcastle á mótinu World Muscle Power Championships. Það mót vann hann nú í fjórða skipti sem er ein- stætt í sjálfu sér en þetta mót er metið annað sterkasta aflrauna- mótið, á eftir mótinu Heimsins sterkasti maður. „Ég keppi ekki meira á þessu ári þar sem ég er að setja upp eigin líkamsræktar- stöð og er í því frá átta á morgn- ana til tólf á kvöldin. Ég hef lagt allt undir nema beran botninn, á hann til góða,“ segir Jón og hlær við. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.