Vikan - 29.11.1990, Side 33
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON
BÓKMENNTIR:
Vel launuð kvennastörf!
og árið 1956 sendi önnur am-
erísk kona, Grace Metalious,
skáldsöguna Paylon Place frá
sér. Það ár seldust sex milljón-
ir eintaka af bókinni og fimm-
tán árum síðar höfðu tólf millj-
ónir selst. Höfundarlaun af
þessari einu bók eru á annan
milljarð króna. Ensku konurnar
Fay Weldon, Margaret
Drabble, Marilyn French og
Doris Lessing, sem ekki eru
beinlínis þekktar fyrir reyfara
eða lúxusrómana, eru líka
orðnar vellauðugar. Einn mest
lesni rithöfundur Norðurlanda
er Astrid Lindgren og frá
Suður-Ameríku er það Isabel
Allende.
Satt að segja er auðugasti
rithöfundur heimsins í dag
kona; Barbara Cartland. Hún
hefur skrifað fimm hundruð
bækur og hefur iðulega verið
fljótari að skrifa hundrað blað-
síðna róman en venjuleg
popphljómsveit er að hljóðrita
tíu laga plötu. Hún hefur halað
inn að minnsta kosti fjörutíu
milljarða króna - fjörutíu þús-
und milljónir - með skrifum
sínum svo að starf rithöf-
undarins virðist vera undan-
tekning frá þeirri reglu að
kvennastörf séu illa launuð.
Höfundar ísfólksins og Bjarn-
arfólksins eru til dæmis báðir
konur og hafa grætt vel á skrif-
um sínum.
Margir af auðugustu rithöf-
undum heimsins nú á dögum
eru konur. Agatha Christie
skildi eftir sig nokkra milljarða
króna þegar hún dó og enn
eru bækur hennar að seljast.
Þar að auki fá erfingjarnir
drjúgan skilding árlega í höf-
undarlaun af leikritum og kvik-
myndum byggðum á sögum
hennar.
Þótt Percy Bysshe Shelly
sé eitt af dáðustu Ijóðskáldum
breskra bókmennta var það
seinni konan hans, Mary
Shelly, sem gerði sér lítið fyrir
og skrifaði eina skáldsögu
sem er frægari en allt sem lár-
viðarskáldið orti. Skáldsagan
hennar heitir Frankenstein.
Danielle Steele, sem skrifar
um lúxuslíf í Ameríku, er inn-
an við fertugt en hefur þegar
önglað saman nokkrum millj-
örðum króna fyrir bækur sínar
Rithöfundurinn Judy Collins er
talin efnaðri en systir hennar,
leikkonan Joan Collins, sem þó
veit vart aura sinna tal.
PARFUM
pour
FEMMES
JOOP!