Vikan


Vikan - 29.11.1990, Síða 36

Vikan - 29.11.1990, Síða 36
TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON Hér sést samskonar hjól og við prófuðum. Athyglisvert er hvernig allt skjökt og hökt hverfur alfarið og svo getur verið gott að hafa loftkælinguna innbyggða. Hreysti í Skeifunni Ijáði okkur prufuhjólið. aö fyrir líkamsræktarstöövar en hentar náttúrlega einnig á heimili ef verðið er ekki til fyrir- stöðu. LOFTMÓTSTÖÐU H JÓL PRÓFAÐ Strax og ég hóf að stíga hjólið fann ég að hvergi á stigferlin- um er fyrirstaða eða hökt. Stígandinn er jafn og þétturog meira að segja þarf að hafa fyrir því að stöðva snúninginn vegna þess að ekkert heldur í við hjólið nema loftmótstaðan ein. Engin bein þyngingarstig eru á hjólinu heldur verður erf- iðara að stíga það eftir því sem snúningurinn verður hraðari og loftmótstaðan eykst. Það sem kalla mætti stýri - en er vitaskuld ekki stýri í þeim skilningi - er þannig úr garði gert að það hreyfist með fót- stigunum. Það er tvískipt og hreyfist sitt á hvað. Mér fannst helst aðfinnsluvert aö ekki er hægt að rjúfa tengsl fótstiga og stýris og nota stýrið til að styðja sig meðan hjólað er. Aftur á móti er hægt að tylla fótunum á þar til gerðar stoðir framarlega á hjólinu og róa með stýrinu. Einnig er hægt að vinna á móti fótstigunum með efri hluta líkamans með því aö halda við hreyfingar stýrisins. Það eykur mjög notagildi hjóls- ins sem líkamsræktartækis, bæöi fyrir efri og neðri hluta líkamans. Mörgum finnst einnig kostur að mótstöðuspaðarnir geta verkað sem loftkæling fyrir þann sem hjólar. Hjólið með spöðunum er opið og feykir loftinu með sér þannig að ágætur blástur myndast. Hægt að fá þar til gerðar hlífar ef menn vilja losna við blástur- inn. HVAÐ KOSTA ÞREKHJÓL? Markið við Ármúla hefur einnig boðið hjól af þessu tagi frá bandaríska framleiðandanum DP. Þegar þetta er ritað eru þau þó ófáanleg en væntan- leg. Þar af leiðandi reyndist ekki unnt að prófa þau en þau munu byggjast á sömu grund- vallarhugmyndinni. Á báðum hjólunum eru mælar sem meðal annars mæla snúning, vegalengd og hitaeininga- brennslu, auk þess er púls- mælir á dýrari gerðunum. Ekki fengust nákvæmar upplýsing- ar um verð hjólanna í Markinu en reiknað er með verðbilinu 23.000-40.000 kr. Til eru ýmsar gerðir hefð- bundinna þrekhjóla. Hreysti er með hjól frá Weider á 23.655 kr. og í Markinu eru hjól frá Kettler sem kosta 15.725- 42.500 kr. Varla þarf að taka fram að töluverður munur er á að stíga það ódýrasta og það dýrasta. Sá munur felst f hönnun á slaghjóli og fleiru. Auk þess eru dýrari hjólin búin ýmsum mælum umfram þau ódýrari. Þá er Breska verslun- arfélagið við Faxafen að fá sendingu af þrekhjólum af gerðinni Body Sculpture. Þau byggjast á hefðbundnum hug- myndum og eru búin ýmsum mælum, svo sem púlsmæli og fleira. Verðið verður um það bil 22.000 kr. Hér er aðeins stiklað á stóru á þessum markaði og hvetjum við þá sem hugsa sér til hreyf- ings til að fara á milli verslana 3. hluti Að þessu sinni ætlum við að velta þrekhjól- um og notkun þeirra svolítið fyrir okkur. Eflaust finnst einhverjum þarflaust að fjalla um þrekhjól þar sem þau eru langt frá því að vera nýtil- komin sem líkamsræktartæki. Það er þó öðru nær þar sem þróunin er ör og það sem var nýtt fyrir nokkrum árum er nú orðið á eftir. Við lítum á helstu nýjungar á þessu sviði og ger- um grein fyrir gildi hjólanna til líkamsræktar. ÞREKHJÓLIN OG BAKIÐ Helsti kosturinn við þrekhjól sem líkamsræktartæki er að það er einfalt í meðförum. Flest höfum við einhvern tím- ann á ævinni lært að hjóla og stundað það af kappi, sérstak- lega á yngri árum. Á þeirri þjálfun byggjum við, mismun- andi mikið þó. Ef ætlunin er að fá sér þrekhjól er úr þónokkr- um tegundum að velja og best að fara á stúfana til að prófa tækin. Flest hjólin eru þannig að svokölluðu slaghjóli er snúið með því að stíga fótstig. Einnig er hægt að fá hjól með róðrarstýri en þá er stýrið dregið að sér og ýtt frá meðan hjólað er. Á sumum hjólum er hægt að nota stýrið eitt sér og það getur verið heppilegt þar sem álag á bakið eykst ef fæt- urnir eru hreyfðir um leið. Bak- ið hjálpar okkur að halda jafn- vægi meðan við hjólum og ef við hreyfum efri hluta líkam- ans eykst álagiö á bakið. Þetta álag er þó ekki svo mikil að fólk, sem ekki er bakveikt, sé í hættu. Öðrum er ráðlagt að fara varlega í allar æfingar þar sem álag á bak er eitthvað að ráði. Best er fyrir þá sem eitthvað er að í baki að sitja beinir í baki á hjólinu og styðja höndum á læri. Loftmótstöðuþrekhjól má knýja áfram hvort heldur sem er með því að nota handleggi, bak- og brjóstvöðva eða á hinn hefðbundna hátt. SLAGHJÓL EÐA LOFTMÓTSTAÐA Slaghjólið, sem sumir kalla reyndar kasthjól, gerir útslagið um hvort hjól telst gott eöa slæmt. Gott slaghjól getur hjálpað manni yfir það erfið- asta þannig að stöðugur stíg- andi næst þegar hjólað er. Þá erum við því sem næst laus við höktið sem oft vill gera vart við sig þegar við þreytumst og flestir kannast við. Það nýjasta í þessum tækjum eru hjól þar sem byggt er á loftmótstöðu. Þá eru engin slaghjól eða reimar, aðeins stórt hjól með spöðum sem vinna á móti loft- inu. Ég fór til þeirra í Hreysti í Skeifunni þar sem svona hjól er til sölu og fékk að prófa. Hjólið, sem ég prófaði, er bandarískt, af gerðinni Schwinn. Þetta hjól kostar 67.790 kr. og er aðallega ætl- Þrekhjól og œfingabekkir 36 VIKAN 24. TBL 1990
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.