Vikan


Vikan - 29.11.1990, Qupperneq 37

Vikan - 29.11.1990, Qupperneq 37
Þetta hjól, sem Breska verslunarfé- lagið flytur inn, byggist á hinu hefðbundna slaghjóli. Á þessu hjóli eins og reyndar fleiri tegund- um er m.a. tæki sem mælir hraða hjartslátt- ar, púlsmælir. og fá að prófa, bera saman verð og gæði og velja síðan það sem besf hentar. Mennirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir og það sem einum hentar getur verið ómögulegt fyrir annan. ÆFINGABEKKUR FRÁ KETTLER í Markinu við Ármúla var ný- lega tekin upp ný sendingu af æfingabekkjum. Vikan fór á Hefðbundin útfærsla frá Kettler en mjög fjölbreytt og býður upp á marga möguleika. í bekknum má gera helstu æfingar fyrir alla stóru vöðvahópana. stúfana og prófaði einn bekkinn, svokallaðan Classic. Eins og nafnið ber með sér stendur þessi nýja útfærsla á gömlum merg. Það sem þó er ekki alveg klassískt er svokall- að fiðrildi eða „peck deck“ en það er æfing fyrir brjóstvöðva. Þessi búnaður á bekknum reyndist furðu vel. Þó þótti mér „dragið" heldur stutt þannig að ég náði ekki fullri hreyfingu út úr æfingunni. Reyndar er ég þá að miða við þartil gerð tæki og ekki beint hægt að bera þau saman við alhliða æfinga- bekk sem ætlaður er til heima- brúks. Á bekknum er hægt að æfa lærvöðva bæði að framan og aftan en aftur rak ég mig á að ekki náðist full hreyfing á allan vöðvann, þó næg til þess að ég fann að æfingin gerði gagn og tók á rétta vöðva. Þá er á bekknum dragvél þar sem hægt er að æfa bakvöðva og réttivöðva upphandleggs. Bekknum fylgir stöng sem bognar niður til endanna og þannig næst gott átak á bak- vöðva. Ekki má þessi stöng þó vera styttri. Það sem helst verður að hafa í huga þegar stöngin er notuð er að hægt sé að teygja úr vöðvunum áður en byrjað er að draga. Athugið að ég segi teygja úr en ekki teygja á vöðvunum og með því á ég við að vöðvarnir séu í þeirri stöðu að átakið nái yfir þá alla jafnt, ekki mest ein- hvern tiltekinn hluta þeirra. Halla má bæði baki og setu og eykur það fjölbreytni æf- inga sem gera má í bekknum. Með því að lyfta bakinu upp í um það bil 45 gráður næst betra átak á efri hluta brjóst- vöðva í bekkpressu og með því að lyfta verður þægilegra að gera þá æfingu. Hægt er að renna stangarstoðunum aftur þannig að þægilegra verður að gera bak- og brjóstæfingar en þetta kostar náttúrlega ein- hverja fyrirhöfn. Bekkurinn gefur kost á mjög fjölbreyttum æfingum og býður upp á ýmsa möguleika en geldur ( ýmsu fyrir fjölbreytn- ina. Það þykir mér þó ekki úr- slitaatriði þar sem þokkaleg áreynsla á alla stærstu vöðva- hópana, það er brjóst, bak og læri, fæst ef æfingarnar eru gerðar á réttan hátt. Fram- leiðandinn, þýska fyrirtækið Kettler, gefur upp fimmtán mismunandi æfingar sem hægt er að gera í bekknum, það er að segja þegar búið er að kaupa á hann lóð og stang- ir sem ekki fylgja með í verð- inu sem er 41.050 kr. Ég vil eindregiö hvetja þá sem hyggjast fá sér slíkan bekk til að kynna sér vel æfingarnar sem hægt er að gera í bekknum. Best er að fara í líkamsræktarstöð, fá til- sögn reynds leiðbeinanda og vera undir handleiðslu hans nokkurn tíma. Þótt þetta virðist allt saman tiltölulega einfalt leynast víða atriði sem fólk gerir sér ekki grein fyrir. Þá er tilvalið fyrir þá sem hafa að- gang að reyndum mönnum að fá þá til að æfa með sér heima í bekknum og læra þannig að fara með bekkinn. Förum um- fram allt varlega af stað. Stig- mögnun er besta aðferðin til að ná árangri. Norsku Stil ullarnærfötin Híý og notaleg nvenær sem er. Dæmi um verð: Buxur einf. fóðr.* Bolir einf. fóðr.* 1819- 1876- 2334- 2495- Stuttermaboiir kr. 2058— * fóðruð með mjúku Dacron efnl. Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 24. TBL 1990 VIKAN 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.