Vikan


Vikan - 29.11.1990, Page 38

Vikan - 29.11.1990, Page 38
Appelsínuhúð - ekki lengur vandamál 7. Framan á lœrum og mjöðmum Liggið á hlið, grípið í ökklann og teygið fóttinn aftur. Hugsið um að draga fótinn aftur en ekki út til hliðar. 3ÆFINGAR FJÓRÐI HLUTI ÆFINGA ÁGÚSTU JOHNSON Iþessum þætti sýnum við teygjuæfingar. Vel samsett teygjuæfingakerfi teygir á öll- um vöðvahópum líkamans en ekki aðeins þeim hlutum sem mest eru notaðir. Teygið ró- lega og markvisst til að ná hámarks liðleika. ÞAÐ SEM HAFA ÞARF í HUGA: 1. Teygið aldrei á köldum vöðvum - hitið ávallt upp áður en teygt er á. 2. Gerið ekki fjaðrandi teygjuhreyfingar. Teygið smátt og smátt inn í og út úr teygjunni. 3. Teygið þar til þið finnið vel fyrir teygjunni en ekki fyrir sársauka. 4. Einbeitið ykkur að því að slaka á þeim vöðvum sem teygt er á. Andið djúpt og rólega. 5. Haldið teygjunni í 30-60 sek. til að ná framförum. 6. Teygið ávallt á vöðvaandstæðum, t.d. vöðva framan á læri og aftan á læri. 7. Gott er að klæðast bómullargalla þegar teygjur eru gerðartil að halda vöðvunum betur heitum. 8. Teygið daglega og umfram allt eftir allar æfingar. 9. Það tekur tíma að ná árangri og verða lið- ugur. Þú verður að sýna þolinmæði. María Galland no. 81 Slimming Vector frá Maria Galland er mun auöveldara í notkun en áöur hefur þekkst um sambærileg- ar vörur. Frábær árangur á stuttum tíma. Sölustaðir: Clara, Laugavegi/Kringlunni; Gloría, Njarðvík; Soffía, Hlemmi; Apótekið Vest- mannaeyjum; Topptískan, Aðalstræti; Hygea, Laugavegi, Apótek Garðabæjar; Stúdói Hallgerður; Snyrtistofan Rós, Engihjalla; Snyrtistofa Sigr. Guðjóns, Eiðistorgi. 4. Neðri hluti baks Liggið á bakinu, takið undir hné og togið læri að brjósti. Þessi æfing teygir einnig á vöðvunum aft- an á lærunum. 1. Háls Hallið höfðinu til hliðar og veltið höfðinu rólega fram, höku niður á brlngu og hallið svo niður á hina hliðina. Hallið ekki aftur, það getur hugsan- lega sett óþarfa álag á hálsliðina. Hallið aðeins til hægri, fram og vinstri.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.