Vikan


Vikan - 29.11.1990, Page 52

Vikan - 29.11.1990, Page 52
Viltu leika golf á fallegasta golfvelli Evrópu - eða halda jól í Austurríki í vetur? iö ættuö að koma hing- að í desember, sagði Gabriela Fink hjá ferða- málaráði Innsbruck við nokkra blaðamenn sem höfðu stuttan stans í Innsbruck nú í haust. - En hvers vegna í desember? spurðum við. - Jú, þá ríkir svo mikil jólastemmning í borginni. (gamla borgarhlutanum er úti- markaður, fólk gengur á milli búða og söluborða og syngur jólasöngva og dreypir á heit- um jóladrykk og svo er hér á hverju ári sérstök sýning helg- uð Jesúbarninu í jötunni. göngutúr um elsta hluta borg- arinnar þar sem ekki er leyfð umferð ökutækja fyrr en seint á kvöldin. Eitt af því sem fyrir augu bar var hið fræga Gold- enes Dachl eða litla gullþakið sem Maximilian keisari lét reisa. Þetta eru eiginlega yfir- byggðar svalir og þarna sat keistarinn við hátíðleg tæki- færi með konum sínum þrem- ur og fylgdist með því sem fram fór á torginu fyrir neðan. Þakið er lagt á þriðja þúsund gullhúðuðum koparskífum. Skammt þarna frá er veitinga- Gamli bærinn í Innsbruck. Þaö er eins og húsin hallist en í raun hefur aðeins verið - hlaðið utan á veggina neðan til svo þeir þoli betur jarðskjálfta. Við þessi orð Gabrielu rifj- aðist upp fyrir mér að Heims um ból, bæði lag og Ijóð, er einmitt upprunnið í litlu þorpi einhvers staðar í þröngum dal í Ölpunum, reyndar nær Salz- burg en Innsbruck en það breytir ekki öllu. Það var árið 1818 sem séra Mohr, prestur- inn í litla þorpinu, orti Ijóðið og síðan var þaö kennarinn Franz Xaver Gruber sem samdi lagið. Það hlýtur að vera gaman að hlusta á Aust- urríkisbúana ganga um göt- urnar í Innsbruck syngjandi þennan jólasöng og það ef til vill í jólalegri ofankomu. En það var ennþá sumar þegar við vorum í Innsbruck og við brugðum okkur í Igls, eltt af ferðamannaþorpun- um í nánd við Innsbruck. Hér fara menn á skíði á veturna en iðka golf og annars konar útivist á sumrin. 52 VIKAN 24. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.