Vikan


Vikan - 29.11.1990, Page 54

Vikan - 29.11.1990, Page 54
í ólympíuborginni Innsbruck hafa tvívegis veriö haldnir vetrarólympíuleikar, árið 1964 og 1976. Frh. af bls. 53 í Evrópu. Þaö er sögö stór- kostleg upplifun að leika golf þarna í rúmlega þúsund metra hæð yfir sjávarmáli, í kristal- tæru fjallaloftinu. Reyndir golf- meistarar kenna þeim sem það vilja að sveifla kylfunum og það sem meira er, þarna Hið fræga Goldenes Dachl eða litla gullþakið. Á þessum svölum sat Maximilian keisari með eiginkonum sínum og virti fyrir sér mannlífið á torginu fyrir neðan. Það er vel gert við ferðamenn í Austurríki bæði í mat og drykk og matur er þar ekki sérlega dýr. Og ferðamenn geta skemmt sér við ýmislegt, hvort heldur þeir heimsækja landið að sumri eða vetri. Meðal annars er mjög gaman að horfa á fólk f fallegum þjóðbúningum stiga dans og syngja. getur hver sem er komið við á sérstöku æfingasvæði fyrir þá sem ekkert eða lítið kunna fyr- ir sér í golflistinni og fengið að reyna hvað í þeim býr og það á ódýran hátt. Það kostar að- eins nokkur hundruð krónur að leigja sér kúlur og kylfur, svo er hægt að sjá hvort golfíþrótt- in eigi við mann og fara síðan út í meiri fjárfestingu síðar ef ástæða þykir til. Blaðamenn- irnir fengu tilsögn kennara og sumir urðu býsna æstir og vildu tæpast hætta þegar þeim varð Ijóst að þeir gátu hitt golf- kúluna. Þeir sem minni áhuga höföu settust bara niður og fengu sér hressingu og óttuð- ust mest að golfkúlurnar lentu á matardiskunum hjá þeim, svo ómarkviss voru skot félaga þeirra niðri á vellinum. Þar sem jólin eru nær okkur en næsta sumar er rétt að benda fólki á að Innsbruckbú- ar bjóða upp á ýmislegt óvenjulegt i skammdeginu. Það er hægt að bregða sér þangað í svokallaða Advent- singen in Tirol-ferð eða Berg- weihnacht in Tirol sem út- leggst nánast Aðventusöngur eða Fjallajól í Tíról. Fimm daga dvöl í Innsbruck í fjalla- jólaferð getur kostað 15 til 25 þúsund krónur á manninn eftir því hvers konar hótel verður fyrir valinu. Þess má geta að Gabriela Fink sagði okkur að meðalferðamaður í Austurriki væri sagður eyða um átta hundruð austurrískum shilling- um á dag eða um fjögur þús- und krónum enda er hægt að finna mjög ódýra gistingu i Austurríki og matur er þar heldur ekki dýr miðað við það sem við eigum að venjast. Jesúbarnið, heilagur Nikulás og púkinn Krampus í Innsbruck Jólamánuðurinn er svo sannarlega skemmtilegur tími í Innsbruck og þá er mikið um að vera í Gamla bænum. Frá því síðast í nóvember og fram að jólum er markað- ur á torginu fyrir framan Gullna þakiö. Kaupmenn selja alls konar jólavörur og mat í tjöldum sem reist eru á torginu. Börnin hlakka mikið til 5. desember en þá er heilagur Nikulás á ferð og færir þeim gjafir, en því miður fer hann ekki einn. Með honum er púkinn Krampus sem er þjónn hans. Foreldrar hafa lengi notfært sér trúna á Krampus og börnin lofa að vera góð og þæg um leið og þau heyra hann nefndan. Þegar heilagur Nikulás og Krampus koma til Innsbruck er farið í skrúðgöngu um borgina þar sem þeir eru í fararbroddi og auk þess heill herskari engla. Innsbruck er, eins og allir vita, í Tíról og þar hefur fólk alltaf haft mikinn áhuga á Jesúbarninu og jötunni og ekkert heimili þar um slóðir lætur þetta tvennt vanta í jólaskreytinguna. Tiroler Volkskunstmuseum setti upp fyrir nokkrum árum sýningu þar sem hægt er að skoða jötur og jesúbörn sem fólk hefur búið til í aldanna rás. Er þetta mikið og fallegt safn. f safninu má sjá Hirðingi færir Jesúbarninu lamb en hjá standa þau María og Jósep. hvernig jötugerðin hefur breyst eftir því sem árin liöu. Fyrst er vit- að til þess að jesúítamunkar hafi sett upp jötu meö Jesúbarni í kirkju sína í Innsbruck árið 1608 og hefur þessi hefð, sem tengist jólunum, haldist æ síðan. (safninu í Innsbruck eru jötur og jesú- börn meö austurlensku yfirbragði en þar eru líka jötur sem greinilega eru gerðar uppi í austurrísku Ölpunum og sýna okkur Jesúbörn sem minna á ósköp venjuleg sveitabörn. Tvívegis í desember er farin í Innsbruck sérstök skrúðganga helguð Jesúbarninu. Sú síðari er á Þorláksmessu. Þá ganga menn um götur klæddir eins og hirðingjar, bændur og englar og sauðkindur eru einnig með í förinni en fremst fer asni sem dreg- ur vagn með Maríu, Jósep og Jesúbarninu í jötunni. Þeir sem kunna að eiga leið um Innsbruck eða nágrenni á þessum árs- tíma mega ekki láta þessa jólasiði austurríkismanna fram hjá sér fara. 54 VIKAN 24. TBL1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.