Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 58
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON
Islenskt ilmker frá Bergís hf. Hvert óhappið rak annað í framleiðslu þessara vöru - þar til nafninu hafði verið breytt úr
ilmálfur í ilmker...
ÞRENNS
KONAR
RÓMANTÍK
Undanfarin misseri hafa
ilmjurtir og ilmker gengiö
eins og eldur í sinu um
Bandaríkin. Ilmjurtirnar hafa
líka veriö vinsælar í Englandi
og víðar í Evrópu. Ferðamenn
hafa tekið eftir ilmkerum jafnt á
hótelum sem í heimahúsum og
nú eru þau nýkomin til íslands.
Ilmker er skrautmunur; tvö
leirker hvort upp af öðru. f
neðra kerinu er kerti sem lýsir
út um nokkur op og hitar jafn-
framt upp efra kerið en í því eru
skrautlegar ilmjurtir og blóm í
vatni sem hitnar af kertalogan-
um. Við það senda jurtirnar
þægilegan ilm frá sér. Þetta er
því kertaljós, ilmur og blóm í
einni heild eða þrenns konar
rómantík.
VORU ÁLFAR ÞAR
AÐ VERKI?
Það hlaut að koma að því að
þessi látlausa samstæða yrði
loksins sett á markað hér á
landi. Ingibjörg Bergsveinsdóttir
hjá Bergís hf. og dóttir hennar,
Guðrún Magnúsdóttir, höfðu
séð ilmker í Bandaríkjunum en
hvergi í Evrópu. Þess vegna
datt þeim í hug að láta fram-
leiða þau hér á landi og eru þau
nú eingöngu framleidd fyrir
Bergís hf. Þetta er því íslensk
framleiðsla með enskum ilm-
jurtum. Þar sem svona sam-
stæða er nýjung hér á landi
vantaði heppilegt nafn á hana.
Það varð því úr að kalla hana
ilmálf en nafnið átti þó eftir að
valda talsverðum erfiðleikum
eða eins og Ingibjörg orðar
það:
„Við vorum með sýningu á
þessum hlutum á Akureyri og
datt í hug að kalla þá ilmálfa.
Við vorum ánægð með nafnið,
settum það í tölvurnar okkar og
1 alls staðar. En þá fór að koma
“ upp hvert óhappið á fætur öðru.
o Við erum auðvitað engar álfa-
1 trúarmanneskjur en okkur
fannst þetta óneitanlega dálítið
skrýtið. Þaö týndist heil sending
af ilmjurtum í pósti, annar kassi
fór til Þýskalands og það tók
mánuð að fá sendingu sem átti
aö koma innan tveggja vikna.
Svo fóru kerin að brotna, allt
brotnaði og sprakk í leir-
brennsluofninum en það hafði
aldrei komið fyrir áður. Það var
alltaf eitthvað að koma fyrir svo
að við fórum að velta því fyrir
okkur hvort þetta hefði eitthvað
með álfatrúna að gera. Kannski
þoldu þeir ekki hitann. Jæja, við
fórum að kalla þetta ilmsvepp
og settum það nafn í tölvurnar.
Svo var ég að fara með þetta út
í íslenskan markað til að sýna
þeim og var búin að ganga
mjög kirfilega frá nokkrum sýn-
ishornum. En kannski vorum
við ekki allskostar ánægð með
nafniö ilmsveppur svo við fór-
um aftur að velta þvi fyrir okkur
hvort við ættum ekki að kalla
þetta ilmálfa. Mér fannst
alger fjarstæða að trúa því að
einhverjir álfar gætu haft áhrif á
þetta. En þá valt einn kirfilega
búinn pokinn á hliðina og kerin
58 VIKAN 24. TBL. 1990