Vikan


Vikan - 29.11.1990, Page 60

Vikan - 29.11.1990, Page 60
íslensk börn njóta yls og einkum ilms frá llmkerinu. Fyrir nokkrum árum voru ilmjurtir einkum keyptar til gjafa í Englandi, en nú eru þær orðnar hluti af heimilisinnkaupunum. Jólaskraut úr hvítum, hrábrenndum leir. Hægt er að hengja það á jólatréð og jafnvel á jólapakkana... brotnuðu. Þá datt Guðrúnu, dóttur minni, í hug að kalla þetta ilmker og síðan höfum við ekki orðið vör við nein óhöpp." ALGENG Á HÓTEL- HERBERGJUM ERLENDIS Kerin eru framleidd í Gliti og Leirkerasmiðjunni Ási og eru þau öll handunnin. Hægt er að fá þau í ýmsum litum, svo sem hvít, Ijósbrún, bleik, blá og svört. Einnig er hægt að fá þau með eða án myndskreytingar. Ilmjurtirnar eru hins vegar fluttar inn frá fyrirtækinu House of Despina í Englandi sem sér- hæfir sig í ræktun þeirra. Þarna eru stokkrósir, upprunnar í Súdan, draumsóleyjar frá Tyrk- landi, blá malvablóm frá íran, bindikambar frá Indlandi, sól- Efra kerið er fyllt af vatni sem hitnar við kertalogann og þá fara jurtirnar að ilma. Viljir þú láta ilminn endast ennþá lengurer hægt að fá viðeigandi olíur. blómablöð frá Austur-Evrópu, lofnarblóm frá Frakklandi og svo mætti lengi telja. Þessar jurtir eru hollar umhverfi sínu og koma í mismunandi litum og gerðum. Fyrir jól verður til dæmis hægt aö velja úr tugum tegunda með viðeigandi nöfnum; Jól, Eftirlæti jóla- sveinsins, Jólalög, Mistilteinn, Paradís og Bláa lónið svo að fátt eitt sé nefnt. Einn poki af ilmjurtunum kostar örlítið meira en sígarettupakki út úr búð en nægir í sex áfyllingar sem end- ast vikum saman. Fyrir nokkr- um árum voru þær einkum keyptar til gjafa í Englandi en nú eru þær orðnar hluti af heim- ilisinnkaupunum. Efra kerið er fyllt af vatni sem hitnar viö kertalogann og þá fara jurtirnar að ilma. Ólíkt reyk- elsi leggst ilmurinn ekki á um- hverfið og verður aldrei íþyngj- andi. Vilji menn láta hann end- ast ennþá lengur er hægt að fá viðeigandi olíu. Vatnið gufar smám saman upp og því verð- ur aö bæta við það af og til. Ilm- urinn dreifist með uppgufuninni sem er reyndar svo hæg að hún sést ekki en þegar vatni er bætt við er áríðandi að það sé heitt. Kalt vatn slær á mildan ilminn og gæti auk þess sprengt kerið. Ilmkerin er hægt að nota hvar sem er. Þau eru algeng á hótelherbergjum erlendis og sumir hafa sett þau inn á baö- herbergi þótt þeim sé fyrst og fremst ætlað að framkalla róm- antíska stemmningu. JÓLASKRAUT ÚR HRÁBRENNDUM LEIR Af öðrum nýjungum frá Berg- ís sf. má nefna jólaskraut úr hvítum, hrábrenndum leir. Skrautið má hengja á jólatré, hvítt eða litað að smekk hvers og eins. Það er líka upplagt til aö setja á jólapakkann sem merkimiða. Þá sakar ekki að hella svolítilli ilmolíu á til dæmis jólahjarta og skrifa á það Til... Frá... og kannski ártal jólanna líka því að síðan má hengja það á jólatréð ár eftir ár. Hrá- brennslan gerir það að verkum að skrautið sýgur í sig ilminn og heldur honum í sér. Ilmkerin og leirskrautið fást nú um allt land og það er rétt að geta þess að leiðarvísir fylgir með. Þegar ilmkertið er komið á sinn stað er hægt að strá ilm- jurtunum í vatnið í efra kerinu, kveikja á tekertinu í því neðra og - eins og segir í leiðarvísin- um - „Eftir u.þ.b. 10-15 mínút- ur fyllist herbergið af unaðsleg- um ilmi.“ 60 VIKAN 24. TBL. 1990

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.