Vikan


Vikan - 29.11.1990, Qupperneq 62

Vikan - 29.11.1990, Qupperneq 62
SMÁSAGA EFTIR KNUD E. ANDERSEN Flóttinn frá hversdagsHífinu Hún glúpnaði alveg undan háðslegu augnaráði hans: Svo frúin hefur fengið sér nýjan hatt! Við erum bara farin að bera okkur ríkmannlega! Ha-ha, en hvað þú lítur asnalega út. Strax og hún heyrði útihurðina skella á eftir honum fór hún að skipta um föt. Með skjálfandi höndum tók hún vín- rauða silkikjólinn - kjörgripinn - út úr skápnum, dró bætta, gráa léreftskjól- inn yfir höfuðið settist fyrir framan spegilinn og fór að nudda rauðum farða á kinnarnar. Hún fann hvernig hjartað barðist í brjósti hennar og hún reyndi að róa sig með því að brosa. í kvöld yrði hún að vera róleg og örugg - ensk hefðarkona fram í fingurgóma. Leik- stjórinn hafði sagt, að hún gæti það vel ef hún herti upp hugann. En það var stundum erfitt, þegar hún hafði staðið allan daginn í hálfdimmri, mollulegri búðinni og selt vindla, sígarettur, blöð og öl og deilt öðru hvoru um það við Henrik, hvort gam- all viðskiptavinur hefði fengið rétta tegund eða af hverju það vantaði nokkra aura í kassann. Og þegar maður var með allan hugann við setningar hefðarfrúarinnar og reyndi að lifa sig inn f hlutverkið með Sir Robert - við vaskinn bak við hengið - þá... Þegar hún lét kjólinn falla yfir höfuðið og fann mjúkt silkið koma við sig, varð henni hugsað til Albrechtsens. Fyrsta kvöldið hafði hann stansað við rimlana í leikfimisalnum og kinkað virðulega kolli til hvers um sig, svo Ijós- ið lék I svörtu, sléttkembdu hárinu. Ef Henrik grunaði - slagæðin í hálsi hennar sló ört við tilhugsunina - nei, þau höfðu til allrar hamingju gert með sér samning. Þegar Henrik spilaði billiard, mátti hún fara í bíó og þegar það kom fyrir að hann spurði um myndina, gat hún alltaf svarað, því hún las sýningarskrárn- ar. Nú var hún búin að finna merkilegra og þýð- ingarmeira viðfangsefni, sem Henrik vissi ekki aö var til. í þessari nýju tilveru voru engir kassaskellir, enginn uppþvottur og gólfþvottur, heldur draumar og leyndar þrár sem urðu að ævintýri á hverjum miðvikudegi og hún var sjálf þátttakandi í. Leiðinlegu brúnu stengurnar og gráa reipið f leikfimisalnum þar sem þau æfðu, hurfu þegar Albrechtsen tilkynnti að æfingin gæti byrjað. ( huganum steig hún inn í ríkulega stofu í Wilsonhöllinni, þar sem Godtfredsen póstafgreiðslumaður bauð henni riddaralega arminn og var ekki lengur sá Godtfredsen sem sat allan daginn bak við rimlana og afgreiddi frímerki heldur Sir Robert sem eyddi tfma sín- um á hestbaki, við vín eða með konum. Hún leit á klukkuna á náttborðinu - nú yrði hún að fara að flýta sér! Hvar var hatturinn sem Henrik vissi ekki að hún hafði keypt? Ungfrú Möller fannst hann svo Parísarlegur og Albrechtsen hafði hrópað upp, þegar hann sá hann: Þér eruð eins og heimskona meö þenn- an hatt, frú Bagge! Svo tók hún marglita hálfs- klútinn og snjáðu kápuna sem var orðin of lítil á systur hennar. Loks var hún tilbúin og greip í flýti saman- vöfðu pappírsrúlluna og fallegu hanskana. Hún var strax komin í gott skap. Hún slökkti Ijósið í svefnherberginu, opnaði fram á ganginn - og stansaði. Heyrði hún eitthvað? -Æ - lykli var stungið í hurðina á búðinni. Eitt augnablik var eins og hjarta hennar hefði hætt að slá, en svo hamaðist það eins og það ætlaði að springa. Hún gat hvorki hreyft hönd né fót til að forða sér. Hún stóð bara eins og lömuð f dyrunum og hlustaði á fótatakið niðri í búðinni. Hernrik dró alltaf annan fótinn síðan hann fékk gigtina. Nú kom stór og svart- ur skuggi upp stigann. Hún kipptist við þegar hann kveikti Ijósið. -Stendurðu þarna í myrkrinu? þrumaði hann. - Já... ég... - Klukkan er yfir sjö og ég hélt að þú værir farin í bíó. Þegar hún svaraði ekki hélt hann áfram: - Karl varð allt í einu veikur og þeir gátu ekki lát- ið mig vita. Svo var eins og hann sæi hana skyndilega og augnahvarmarnir drógust saman: - Hvað er að sjá þig? Þú ert öll útmök- uð. Ertu að fara í veislu? Af hæðnisbrosinu réð hún, að það datt honum ekki í hug. - Nei, ég...(hvers vegna hafði henni ekki dottið í hug að þetta gæti komið fyrir). Hún greip til fyrstu afsökunarinnar, sem henni datt í hug: María er ein heima í kvöld. Ég lofaði að líta inn til hennar. Stór og feitur slútti hann yfir hana. Hjá hon- um hafði hún einu sinni leitað skjóls. En óttinn sem heltók hana rak allar gamlar minningar á brott. Það sem einu sinni hafði verið tryggur og traustur varnarveggur gegn köldum og ógnandi heimi, var nú orðið að fangelsismúr, sem lok- 62 VIKAN 24. TBL. 1990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.