Vikan


Vikan - 29.11.1990, Page 63

Vikan - 29.11.1990, Page 63
aöi hana inni svo henni fannst hún vera aö kafna. En hún hafði aldrei þorað að rífa sig lausa; hún vissi ekki hvert hún gæti farið og konur á hennar aldri áttu ekki um margt að velja. Hún hafði tekið þann kostinn að flýja inn í draum- ana og reynt að gleyma um stund. Auglýsing- in: „Áhugasamt fólk óskast til leiksýninga. Leikfélagið Melpomene," hafði vísað henni á hæli þar sem hún gat leitað skjóls gegn búð- inni, heimilinu og Henrik. Hún glúpnaði alveg undir háðslegu augna- ráði hans: Svo frúin hefur fengið sér nýjan hatt! Við erum bara farin að bera okkur ríkmann- lega! Ha-ha, en hvað þú lítur asnalega út. Nú fannst henni það líka. Hvers vegna varð allt svona lítilfjörlegt og hlægilegt, þegar Henr- ik leit á það og brosti þessu háðslega brosi? - Hvað ertu með þarna? Ósjálfrátt reyndi hún að fela það - það mátti hann ekki sjá, en hann var búinn að grípa utan um bláu pappírsrúlluna. - Slepptu þessu, hvæsti hann gremjulega, þetta eru þó ekki leyniskjöl ríkisins... Lady Cynthia, á það að vera þú? Hann bar orðið lady fram eins og það var stafað (hvað mundi Al- brechtsen segja um það?). Hún sá hvernig hann naut þess að kvelja hana. - Þú ert svei mér falleg lady. Svo breyttist röddin allt í einu og varð kuldaleg og þrum- andi: Þú hringir auðvitað og segir að þú verðir ekki með í þessu. - Henrik, sagði hún skelfd, það verður frumsýning á laugardaginn. - Hún verður þá án þín. Það var engu líkara en að þessi rauðbirkni, æðaberi maður stækk- aði þangað til hann virtist fylla herbergið. Hún sá reiðina og fyrirlitninguna i svip hans. Hún heyrði ekki lengur hvað hann sagði. Aðeins ein hugsun komst að: hætta við það...hætta þegar aðeins voru tveir dagar til frumsýningarinnar. - Henrik, sagði hún biðjandi, ég get ekki svikið þau núna. Hann geiflaði munninn eins og hann ætlaði að skyrpa einhverju út úr sér. - Vitleysa, ætl- arðu að gera þig að fífli á þínum aldri? Þú sem gætir átt fullorðin börn. Hann teygði fram höfuðið eins og hann ætlaði að stanga hana. Hún hrökk undan. Þarna kom það? Læknir- inn hafði þó sagt að hún mundi ekki geta átt börn eftir að hún missti fóstrið. - Geturðu ekki notað miðvikudagsfríin þín betur? - Nei, nú yrði hún að bera hönd fyrir höfuð sér. Hún var þó manneskja - ekki þræll. - Þú spilar billiard, sagði hún. - Já, en það er skynsamlegur leikur. Ætl- arðu að hringja? Hún stirðnaði og langaði til að hljóða: Nei, Henrik það get ég ekki gert. Þú mátt ekki taka þetta frá mér líka. Hún skildi ekki, hvernig hún hafði fengið hugrekki til að segja þetta, en nú gat hún ekki þagnað: Þú hjálpaðir mér þegar ég stóð ein uppi eftir að mamma dó, en þú beygðir mig líka undir vilja þinn - niðurlægðir mig og gerðir allt, sem mér var einhvers virði, hlægilegt. Þessi stóri, feiti maður stóð þarna og starði á hana. Ekkert varð ráðið af svip hans. - Ég geri allt fyrir þig, Henrik, hjálpa þér í búðinni, sé um heimilið, stoppa sokka og bý til mat, en ég get ekki fórnað öllu lífi mínu fyrir þig - þú hefur engan rétt til að krefjast þess. Allt í einu veitti hún því athygli að hún var komin framhjá honum, framhjá þessu stóra flikki í jakkafötunum og nú stóð hún í stigan- um sem lá niður í búðina og sá móta fyrir af- greiðsluborðinu, kössunum og flöskunum í myrkrinu niðri. Nú tóku allir þessir gamalkunnu hlutir á sig aðra mynd; þeir voru orðnir að tákni þvingunar og óbærilegra leiðinda. - Hefurðu lokið máli þínu? röddin kom inn- an úr birtunni að baki hennar. - Nei, ég hef ekki lokið máli mínu, Henrik, röddin skalf af hræðslu en orðin brutust fram á varir hennar. - Nú fer ég og þú skalt ekki reyna að stöðva mig. Ég ætla að fara - nú ætla ég að vera með. Hún staulaðist gegnum myrkrið. Nú var hún komin að dyrunum og skugginn bak við hana stækkaði. Hún þreif í hurðina- loksins lét hún undan og hún fann kalda goluna leika um and- lit sitt... Henrik hafði stansað á miðju búðargólfinu. Þegar hurðin féll að stöfum, fór kippur gegnum þennan stóra og feita líkama. Allt varð svo hræðilega tómlegt í kringum hann og í kyrrð- inni fannst honum hann heyra allt líf sitt falla í rúst. En úti í kvöldrökkrinu lyfti grannvaxin kona höfðinu og gekk áfram, fyrst með hikandi skrefum en síðan ákveðin. Hún var öll í upp- námi, nútíð og fortíð runnu saman og framtíðin var henni hulin, en hún var viss um eitt: nú gæti hún leikið lady Cynthiu. IILSANDER Feel i ng Man 24. TBL.1990 VIKAN 63

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.