Vikan - 29.11.1990, Side 64
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON
HÖFUÐPAUR HIPPANNA
GERIST TALSMAÐUR TEKKA
I EFNAHAGSMALUM
Invention árið 1968.
Arið 1966 kom hljóm-
sveitin Mothers of In-
vention fram á sjónar-
sviðið með plötuna Freak Out.
Nafn plötunnar varð að orðtaki
meðal enskumælandi hippa
og höfuðpaur hljómsveitarinn-
ar, Frank Zappa, varð frægur
fyrir ýmis uppátæki, svo sem
að láta dreifa veggspjaldi með
mynd af sér með allt á hælun-
um á klósettinu. Um svipað
leyti gerði hann sér lítið fyrir á
hljómleikum hjá The Monkees
og labbaði upp á svið til að
pissa á söngvarann sem hann
hafði, vægast sagt, lítiö álit á.
Margt hefur breyst síðan, ekki
síst Frank Zappa sjálfur.
Flann rekur nú nokkur fyrir-
tæki sem heita nöfnum eins og
Marko Polo nu-
tímans, öðru
nafni Frank
Zappa, menning-
arsendiherra og
fjarmalaraðgjafi
Tékkóslóvakiu.
Zappa hefur
verið
kvæntur
Gail í 23 ár
og starfar
hún
dyggilega
við hllð
eiginmanns-
ins.
Barking Pumkin Records
(Geltandi grasker hljómplötur),
Honkei Home Video (Garg-
ara-heimilismyndbönd), Int-
ercontinental Absurdities
(Samheimsálfulegt rugl),
Munchkin Music (Japlkennd
tónlist) og Why Not? (Því ekki
það?). Hann þykir sleipur í
fjármálum og hefur að undan-
gengnum málaferlum fengið
einkarétt á allri músík Mothers
of Invention. Nýlega gaf hann
hana alla út (50 LP-plötur) á
geisladiskum og yfir hundrað
þúsund eintök af pakkanum
hafa þegar selst. Hann verður
fimmtugur á þessu ári og hefur
komið ár sinni vel fyrir borð.
Öll fyrirtæki hans þrífast vel,
hann býr í glæsilegu húsi á
fagurri hæð með góðu útsýni
yfir Los Angeles ásamt konu
sinni, Gail, og fjórum börnum.
Gail sér um bókhaldið og er
opinber umboðsmaður hans.
Hann reykir að vísu sígarettur
en hefur aldrei á ævinni notað
áfengi eða önnur eiturlyf. Um
þessar mundir finnst honum
meira gaman að hlusta á tón-
list eftir Webern og Stravinsky
en rokkmúsík og annað popp.
Fyrir rúmum tveim árum fór
hann til Rússlands til að kanna
jarðveginn fyrir viðskipti milli
Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna og nýlega útnefndi Vacl-
av Havel, forseti Tékkóslóvak-
íu, hann sem fjármálaráðgjafa
og menningarkynni tékkneska
ríkisins. Hlutverk hans er fyrst
og fremst að kenna Tékkum
svolítið á markaðsbúskap og
hvernig hægt er að hagnast á
góðum hugmyndum. Havel
forseti hefur reyndar viður-
kennt að hafa mikið hlustað á
tónlist Zappa. Til dæmis hefur
hann alltaf haldið mikið upp á
plötuna Bongo Fury.
Frank Zappa er vel mennt-
aður í viðskiptafræðum og að-
hyllist hagfræðikenningar
Adams Smith. Hann hefur átt
hlutdeild að þokkalegum versl-
unarsamningum milli Rússa
og Ameríkana og hyggst meö-
al annars virkja menningu
Tékka til útflutnings og dreif-
ingar um víða veröld. Hann er
þegar kominn nokkuð áleiðis
með að opna það sem hann
kallar neytendabanka í Prag
en viðurkennir að um 55
prósent Austur-Evrópumanna
séu hræddir við að söðla alveg
um frá kommúnisma yfir í op-
inn markaðsbúskap. Hann fer
sér því að engu óðslega en
hefur þó sett plötur sínar á
markað í Tékkóslóvakíu. Þeir
sem hvað best hafa fylgst með
Frank Zappa undanfarið segja
að hann sé fullkominn dipló-
mat og samningalipur eftir því,
enda eru menn í fjármála-
heiminum vestra farnir að
kalla hann Markó Póló nútím-
ans. Hann fær 5 prósent af öll-
um samningsupphæðum sem
hann er viðriðinn á milli Tékka
og annarra þjóða og á meðan
hann þjónar þessu nýja sendi-
herrahlutverki sínu blómstra
fyrirtækin hans fimm í Banda-
rfkjunum.
64 VIKAN 24. TBL.1990