Vikan - 29.11.1990, Blaðsíða 74
JÓIAFÖNDUR OG SKRAUT
FÖNDUR OG SKRAUT
Desembermánuður er handan við horn-
ið og stutt í annríkið við jólaundirbúning-
inn. Hér á eftir fara rúmlega tuttugu hug-
myndir, ýmist til jólagjafa eða skrauts,
sem lesendur Vikunnar geta útbúið sjálfir.
Svo að segja allar hugmyndirnar má
útbúa með litlum tilkostnaði því mest af
efninu má finna annaðhvort í Öskjuhlíð-
inni eða úti í matvörubúð. Hér eru líka
hugmyndir að einhverju að stinga upp í
sig á meðan föndrað er og við gleymum
ekki athafnaþrá yngstu lesendanna.
Skemmtið ykkur vel!
JÓLAGJAFIR
BARNANNA
í þessa fallegu, ámáluðu taupoka má setja ilmjurtir en svo er líka
hægt að hugsa sér þá sem umbúðir utan um fína gjafasápu.
Gefið mynd af ykkur sjálfum í litríkum ramma sem þið hafið mál-
að sjálf.
Kertastjaki er falleg gjöf og hér sjást ýmsar útgáfur af stjökum úr
saltdeigi - allt frá einföldu jólahjarta upp í alvöru jólaengil.
Það er auðvelt að skreyta kaffikrúsir með lakki og þær verða
góðar og persónulegar gjafir.
MÁLAÐIR ILMJURTAPOKAR
Efni: Hvítt bómullarefni, Pentel lita-efniskrít, silkibönd.
Aðferð: Klippið út 12x30 sm stykki og leggið það tvöfalt á lang-
74 VIKAN 24. TBL 1990
veginn. Teiknið fallega mynd öðrum megin. Þegar teikningin er
tilbúin er hún lögö á hvolf á silkipappír og síðan er straujað yfir
röngu efnisins til að liturinn festist. Saumið hliðarnar saman,
snúið pokanum og fyllið hann af þurrkuðum ilmjurtum eða ilm-
sápu. Bindið saman með stórri silkislaufu.
MÁLAÐAR KAFFIKRÚSIR
Efni: Hvítar krúsir, tómstundalakk, pensill.
Takið eftir! Litirnir eru vatnsleysanlegir stutta stund svo hreinsa
ber penslana í vatni fljótlega eftir notkun. Bletti á að fjarlægja
samstundis með rökum pappír.
Aðferð: Málið einn lit á í einu og skolið pensilinn vel milli lita-
skipta. Blóm og blöð eru gerð með nettum pensilstrikum. Á
doppóttu krúsinni eru doppurnar settar á með pensiloddinum.
Krúsirnar þola léttan uppþvott í höndunum en ekki uppþvottavél.
KERTASTJAKAR ÚR SALTDEIGI
Uppskrift að saltdeigi,: 8 dl hveiti 3 dl fínt salt, 3 dl volgt vatn, 1-2
msk. matarolía
Blandið öllu saman og hnoðið. Það má bæta í annaðhvort meira
vatni eða meira hveiti svo deigið verði hæfilega seigt.
Önnur efni: Bökunarpappir, flysjunarhnífur, prjónn (til að búa til
augnholur), kökukefli, hvítlaukspressa (til að útbúa englahár),
jólakerti og jafnvel form til að skera út kökumyndir.
Aðferð: Mótið kertastjakana eftir þeim sem þið sjáið á myndinni.
Framhald á bls. 78
TEXTI: PÓRDÍS BACHMANN