Vikan - 24.11.1938, Qupperneq 5

Vikan - 24.11.1938, Qupperneq 5
Nr. 2, 1938 VIK A N 5 Bónorð fyrir arum Sagan um það, þegar Hinrik VII. langaði til að kvongast. Prinsessa með yfirvaraskegg —? HINRIK VII. Englandskonungur er ekki eins kunnur og sonur hans, Hinrik VIII., sem lét taka tvær af eiginkonum sínum af lífi, þær Önnu Boleyn og Katrínu Howard. Hinrik VII. var sá fyrsti af Tudor-ættinni, sem náði völdum í Englandi, er hann hafði sigr- ast á Ríkarði konungi III., sem hann lét myrða. Þegar Hinrik VII. var orð- inn ekkjumaður, langaði hann til þess að giftast aftur. Ráð- gjafar hans réðu honum til þess að gera dóttur Neapel konungs að konu sinni, því að það töldu þeir heppilegast fyr- ir utanríkispólitík Englands. Hinn aldni konungur var til- lögunni samþykkur, en vildi samt ekki kaupa „köttinn í sekknum“. Því sendi hann þrjá trúnaðarmanna sinna, — sem hann mat mikils sem kven- þekkjara, — til Neapel og skyldu þeir virða prinssessuna gaumgæfilega fyrir sér. Áttu þeir síðan að gefa konungi ná- kvæma skýrslu um árangur- inn. Þessum þrem hirðmönn- um, Frances Marayn, James Braybroke og John Stile, var fenginn skriflegur leiðarvísir í hendur, sem gaf til kynna, hvað þeir ættu að athuga, og um hvað skýrsla þeirra skyldi vera. Þetta skjal og sömuleiðis skýrslan um bónorðsförina frá árinu 1506, — eða fyrir 432 ár- um, — eru enn til og lýsa mjög nákvæmlega, hvað konungur- inn, 61 árs að aldri, lagði mesta áherzlu á, þegar hann gekk með þessa giftingar- þanka í höfðinu. Einkennileg spurningaskrá. 1 fyrirskipuninni var einkum brýnt fyrir sendimönnunum að virða hirðhaldið vel fyrir sér og að lýsa því nákvæmlega í öll- um smáatriðum. Því næst vék skjalið að Charlottu prinsessu. Þeir áttu að komast að, hversu mörg tungumál hún talaði, hvernig útlit hennar væri, skapferli og hugsanagangur. Og því næst koma hin einstöku atriði og spurningar: 1. Sendimenn eiga í návígi að virða fyrir sér yfirlit prinsessunnar. 2. Hörundslitnum á að lýsa nákvæmlega. 3. Nákvæmar lýsingar á augum, augna- brúnum, augnahárum, lögun augnanna, og augnasteinum. Hvort prinsessan hefir undirförult og flóttalegt augna- ráð, eða hreint og einarðlegt. 4. Mjög þýðingarmiklar eru varir og tenn- ur. Eru varimar þunnar eða þykkar, mjúklegar eða samanhertar og vonzku- legar? Eru tennurnar heilar eða óhuggnanlega skemmdar? 5. Athuga skal neflínuna, nefbroddinn, nasirnar og nefbeinið. Er nefið breitt eða þunnt, fíngert eða stórkarlalegt ? 6. Hversu hátt og breitt er ennið? 7. Eru handleggirnir grannir eða kjöt- miklir, stuttir eða langir? 8. Rannsaka skal hendur hennar, glófa- lausar, og lýsa í minnstu smáatriðum. Eru þær breiðar eða grannar, beina- miklar eða þvalar? Finguma skal at- huga sérstaklega. Áríðandi er, hvort fingurnir eru gildir eða frammjóir. 9. Samvizkusamlega skal aðgæta, hvort hálsinn er stuttur eða langur, hvort hann myndar fagra línu, eða situr keyrður niður á milh herðanna. Hvort hálsinn sé íbjúgur og höfuðið lítið eitt framlútandi og bendi þannig á sterkar holdlegar fýsnir. 10. Hefir prinsessan yfirvararskegg eða ekki? 11. Stærð og lögun brjóstanna á að lýsa nákvæmlega, að svo miklu leyti, sem séð verður vegna fatanna. 12. Sendimenn verða að komast eins ná- lægt prinsessunni og unnt er og hefja samræður við hana, til þess að komast eins nálægt munni hennar og gott framferði leyfir. Þeir verða að finna andardrátt henn- ar og dæma, hvort hann er þægilegur eða ekki. Hvaða ilm er að finna úr munni hennar ? 13. Athuga skal stærð prins- essunnar og spyrja hvort hún noti kvöldskó. Ef svo er, skal einn sendimann- anna reyna að ná í einn slíkan kvöldskó og skrifa niður hjá sér nákvæmlega rnál af honum. 14. Reyna skal með mestu gætni að komast að, hvort prinsessan hefir líkams- lýti. Hvort hún er heilsu- góð eða þjáist af einhverj- um sjúkdómi. 15. Einskis skal ófreistað til þess að komast að raun um, hvort prinsessan hefir ekki verið í þingum við Aragoníukonung, sem er náfrændi hennar. 16. Sendimenn eiga að athuga, hvernig lífi prinsessan lifi, hvort hún drekkur gjarna, vín eða vatn og hvort hún borðar mikið. 17. Erindrekarnir eiga að svip- ast um eftir bezta málara í landinu og láta mála mynd af prinsessunni. Ef myndin líkist ekki nóg, verður málar- inn að gera aðra mynd. Ef hún heppn- ast ekki, verður að fá annan málara, svo að sönn og rétt mynd verði gjörð af prinsessunni. Svo langt náðu leiðbeiningar konungs, sem að því er virðist, var smámunalegur og hótfyndinn og vissi ekki, að það er ekki eins mikið komið undir einstökum atrið- um í fari konunnar og heildaráhrifunum. Framh. á síðu 20. Hinrik VII.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.