Vikan - 24.11.1938, Page 12

Vikan - 24.11.1938, Page 12
12 VIKAN Nr. 2, 1938 Degar Gissur ætlaði að spjalla við Met' Gissur gullrass: Ég er að hugsa um að bjóða hr. Metúsalem heim til 'mín, til að tala við hann um verzlunarmál. 1 klúbbnum er alltaf svo margt um manninn. Gissur gullrass: Það er bezt, að ég nefni þetta við Rasmínu! Hún mun áreiðanlega hafa gaman af að hitta hann og henni þykir mikið betra, að ég sé heima! Gissur gullrass: Þér er ekkert á móti skapi, ■ að hann komi hingað, Rasmína mín? Rasmína: Ég er stórhrifinn! Hann er al- þekktur kauphallar-burgeis og fínn maður. Rasmína: Ég œtla að bjóða hingað hjónun- um Þórs, Brún, Hólm og mörgum fleiri, en þó sérstaklega minni ágætu vinkonu, hinni and- styggilegu frú Tildran. Það fer í taugamar á henni, að Metúsalem skuli heimsækja okkur! Gissur gullrass: Rasmína, ef þú ætlar þér að bjóða öllu þessu hyski, þá fæ ég engan frið. Rasmína: Æ! Haltu þér saman! Þú getur talað við hann seinna. Halló! Emð það þér, kæra frú Tildran! Rasmína: Hér verður fjöldi fólks í kvöld, María! Við verðum að hafa smurt brauð og ljúffengan ábæti! María: Já, frú! Rasmína: Vandið þér nú reglulega til þess! Erla: Mamma, finnst þér það nokkuð verra, að ég hefi boðið nokkmm vinum mínum heim í kvöld! Rasmína: Nei, ekki vitund! Því fleiri, því betra! Rasmína: Jú, þér megið til með að koma. Ungfrú Svala ætlar að syngja og síðan syngj- um við tvisöng, hún og ég. Gissur gullrass: Guð minn góður. Þvilíkt kvöld Frú Hraundahl: Við ætluðum rétt að líta inn, en úr því að það eru gestir, förum við strax! Rasmína: Nei, nei, gjörið þið svo vel! i Ungfrú Svala (syngur): Ég er sem bláa blómið, svo blíð og hrein og skær . . . Hr. Þrándur (hugsar): Vesalings stúlkan! Blá er hún, en blíð og skær! Frú Þjótta: Hafið þér séð frú Sveins? Hugs- ið þér yður, hún er í sama kjólnum og í fyrra! Frú Grettla: Ef ég væri eins ljót og hún, myndi ég hvergi koma! Ungfrú Skrafla: Þér hljótið að hafa hræði- lega mikla ánægju af öllum þessum gestum? Gissur gullrass: Já, ungfrú, þeir eru mér til -hræðilegrar — hm — hræðilegrar ánægju.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.