Vikan - 24.11.1938, Page 14
14
VIKAN
Nr. 2, 1938
f
Eustacio Rivera:
til kynna, að þær væru ekki á lausum
kjala.
Frumskógurinn
— Ein þeirra benti okkur á hengirúm,
þar sem maður hennar lá. Hún kreysti
mjólk úr brjóstunum og vildi þannig gera
okkur skiljanlegt, að hún væri nýbúin að
og leyndctrdómar hans.
1 síðasta blaði Vikunnar birtist grein eftir E. Rivera undir fyrir-
sögninni Æfintýrið frá Suður-Ameríku. - Þessi grein, sem hér
fer á eftir, er nokkurskonar framhald af þeirri frásögn og
verður niðurlag þessarar greinar í næsta blaði.----
Síðar munum við skýra nokkuð frá rithöfundinum, Rivera sjálfum.
/ YKKVIÐURINN er fagur ásýnd-
A ar, og þar virðist ríkja kyrrð
og friður brosandi jurtagróðurs. En þar
er einnig, ef betur er að gáð, allt morandi
í lífi, sem ekki er staðbundið eins og jurt-
imar, og innan um það ber einna minnst
á mannverunum.
Bústaðir þeirra leynast þó hér og þar
í skógunum og á gresjunum milli Andes-
fjallanna og stórfljótanna í Brasilíu.
Cauca- og Meta-fylkin hafa frá ómuna-
tíð verið heimkynni villtra eða hálfsiðaðra
Indíánaættkvísla, sem lifa frumstæðu lífi,
hver á sinn hátt. Að eiga skipti við þá
er oft hættulegt, og ef illa tókst til, gat
það þýtt hræðilegar pyntingar og dauða.
Arturo og félagar hans áttu fyrir hönd-
um óralangt ferðalag, mörg hundmð kíló-
metra yfir þessi óvistlegu hémð. Leið-
sögumaður þeirra var „Pipa“ gripaþjófur.
Hann hafði verið fangi Indíánanna í meira
eh 20 ár og kennt þeim þá það, er hann
vissi um menningu hvítra manna. I stað-
inn hafði hann fræðst mikið um hagi Indí-
ána. Hann þekkti lifnaðarhætti og siði
þeirra ættkvísla, sem á leiðinni bjuggu, og
kunni tungur þeirra.
Ferðalangamir koma í Indíánaþorp
nokkurt, þegar dagsett er orðið, og er
þeim boðið inn í kofa höfðingjans.
— Þorpsbúar vora ljúfir á manninn,
undirförulslegir, hálfskelkaðir. Þeir líkt-
ust hver öðrum eins og ávextir af sama
tré. Þeir gengu naktir fram fyrir komu-
menn með gjafir sínar: einskonar bjúgald-
in, sem þeir nefndu „cambures“, og man-
jok á pálmablöðum, og helltu af þeim á
gólfið, þar sem allir gátu vel séð til. Sumir
komu með reyktan fisk. Við gengum á
móti villimönnunum og eftir nokkurt sam-
tal, sem að mestu samanstóð af nútíðar
hluttaksorðum og einsatkvæðisorðum á
spænsku, ákváðum við að þiggja gistingu.
Ég spurði af forvitni, hvar konur þeirra
væru, því að engin þeirra lét sjá sig, en
Pipa flýtti sér að segja mér, að slíkar
spurningar ætti ekki að bera upp við af-
brýðisama Indíána. Væru þeir mótfallnir
því, vegna gamallar reynslu, að konur
þeirra kæmu allsnaktar fram fyrir hvíta
menn, því að þeir væru alla jafna svo
áleitnir og albúnir að hrifsa þær frá þeim.
Síðar myndu gamlar Indíánakonur koma
inn og fara að snurfusa í kring um okkur
til að sannfærast um, að við værum al-
vöragefnir menn, sem hægt væri að mæla
með. Tveim dögum síðar komu frúrnar
fram á sjónarsviðið, klæddar eins og Eva
í paradís, en heldur óásjálegar með tærð,
hangandi brjóstin, sem slettust til í takt
við göngulag þeirra. Á strýhörðu, upp-
settu hárinu bára þær leirkrukkur fullar
af beiskri „chicha“, sem er mjög áfengur
drykkur búinn til úr maís, og buðu þær
okkur að drekka þennan vökva af stútn-
um . . .
Pipa var hróltur alls fagnaðar á þessu
fremur ömurlega ferðalagi. Hann hafði
það til að skemmta hinum einstæðingslegu
æfintýramönnum með því að spila á
„maraca“ — indíánska belgflautu — og
söng hann þá með Indíánavísur eða þulur,
sem áttu að lýsa ástarraunum nautgripa-
þ jófanna:
Á sunnudaginn sá ég hana í kirkjunni,
á mánudag varð ég ástfanginn,
á þriðjudag tjáði ég henni ást mína,
á miðvikudag vorum við gefin saman,
á fimmtudag yfirgaf hún mig,
á föstudag saknaði ég hennar,
á laugardaginn skildi ég, hvernig í öllu lá
og á sunnudaginn var ég á hnotskóm
eftir annari,
því að einlífið á ekki við mig.
Engin áhrif hafði kvæði gripaþjófsins á
Arturo og þunglyndi ásótti hann út af
hvarfi Alicíu.
Nú fóru þeir um lönd Indíána, sem ekki
voru hræddir við að hafa konur sínar með
sér til fundar við hvíta menn. Hópuðust
þeir utan um Arturo og félaga hans. Giftu
konurnar studdu hægri hendinni á öxl ein-
hvers karlmannsins, og gáfu á þann hátt
ala barn. Þegar Indíánakonan finnur, að
stund hennar er komin, fer hún inn í skóg-
inn og elur þar barnið ein og hjálparlaust,
kemur svo innan skamms aftur vel þvegin
og fær bónda sínum króann. Faðirinn legst
strax í rúmið og neytir ekki matar, en
kona hans bruggar handa honum meðul
gegn uppköstum og höfuðveiki . . . Mað-
ur ungu konunnar hafði trjáblöð vafin um
höfuðið. Bað hann letilega um, að sér væri
rétt hnotskál með ,,chicha“ drykk til þess
að lina „þrautir“ sínar. Allar ógiftu meyj-
arnar höfðu flúið inn í skóginn og mátti
hver okkar sem var velja þá, sem honum
leist bezt á, svo framarlega sem ættar-
höfðinginn vildi fallast á ráðahaginn. En
hvílíkur barnaskapur að halda, að bros
okkar og gullhamrar hefðu nokkur áhrif
til þess að mýkja hjörtu þessara ungu
stúlkna. Við þær dugði ekkert annað en
að hlaupa þær uppi í frumskóginum og
neyta aflsmunar, svo að þær efuðust ekki
um yfirburði okkar . . .
Yfirleitt höfðu þessar indíánsku ætt-
kvíshr ennþá engin kynni af siðmenning-
unni; þær trúðu ekki á neina guði, áttu
engar þjóðhetjur eða forvígismenn, ekkert
föðurland eða átthaga, engar minjar frá
fortíðinni og engar vonir um framtíð.
Indíána-„ball“! — Það var heldur en
ekki uppi fótur og fit, þegar halda átti
„ballið". Yfir fimmtíu Indíánar sóttu
skemmtunina; þeir voru á öllum aldri,
málaðir í framan, tattóveraðir og með
ósiðlega tilburði. Þeir hópuðust niður á
árbakkana umhverfis leirkrukkurnar, sem
hinn gerjaði „chicha‘‘ mjöður var geymd-
ur í. Þegar áleið daginn, voru þeir búnir
að safna saman mörgum ,mojojoyes“, en
það eru stórir ormar með loðna bauga,
sem hafast við upphringaðir í fúnum trjá-
berki. Þeir khpu hausana af þeim milli
tannanna, eins og reykingamaður, sem
bítur oddinn af vindli sínum, og sugu í sig
innihaldið, sem er líkt og smjör á bragð-
ið, og struku síðan skrápnum um hárið á
sér til að gera það gljáandi.
Ungu stúlkurnar vora hreyknar af þéttu
brjóstunum sínum og hár þeirra gljáði,
eins og væri það olíuborið. Þær skreyttu
það með marglitum páfagauksfjöðram og
um hálsinn höfðu þær perlufestar.
Ættarhöfðinginn hafði htað andlit sitt
með smjörlit og hunangi, og hann andaði
að sér dufti af „yopo“jurtinni í gegn um
Framh. á bls. 21.