Vikan - 24.11.1938, Blaðsíða 15
Nr. 2, 1938
VIKAN
15
Hattatízkan
líkist nú mest því sem hún var um alda-
mótin.
Efnin, sem mest eru notuð í hatta, eru
antilópufilt, hárfilt og velour.
Aðaltízkulitirnir eru grænt og blátt.
Hattarnir eru skreyttir skinnum (refa-
hausum o. fl.), slæðum, sem ná alveg fyrir
andlitið og alla vega litum fjöðrum.
Einnig eru mikið notaðir hattar og hand-
skjól úr skinni.
Svona
ekki svona.
tkki svona Ef Þér erað
mittismjoar
en mjaðma
breiðar, eiga
kjólarnir
ekki að falla
alveg að. —
Þeir mega
vera þröng-
ir niður í
mitti, en þaðan verða þeir svo að víkka.
Þá kemur mittið vel í ljós, en mjaðmirn-
ar ekki.
fc.kki svona
Eitt þýðing-
armesta at-
riðiðíklæða-
burði er að
kunna að
velja liti
kjólanna
eftir andliti
og háralit.
Ef þér eruð
dökkhærðar, klæðir yður bezt ljósir o£
bjartir litir.
?von&
Snyrting (Make-up).
Dag- og kvöldsnyrtingar eru mjög ólík-
ar. Andlitssnyrting að degi til fer fram á
eftirfarandi hátt: Andlitið er fyrst hreins-
að vel og vandlega. Þá er borið á það nær-
andi krem og því nuddað vel inn í hör-
undið. Síðan er mestur gljáinn þurrkaður
burt, borinn kinnafarði á kinnarnar og
þess vel gætt, hvar hann lítur eðlilegast úr.
Forðast verður of sterka liti í dags-
birtu..
Því næst er borið andlitsduft á andlitið,
það látið hggja augnablik á því og síðan
jafnað með bómull. Andlitsauft, sem sezt
hefir á hár og augnabrýr er burstað burt.
Ef augnaskuggi er notaður á daginn, er
grár eða brúnn litur beztur.
Ef um langleitt fólk er að ræða, þarf
kinnafarðinn að vera nálægt nefinu, en lít-
ið eitt má bera undir hökuna, því við það
verður andlitið kringluleitara. En á breið-
leitu fólki fer betur að rauði liturinn sé
utarlega á vöngunum og lítið eitt á hök-
unni, það mjókkar andlitið. Einnig er hægt
að hylja hrukkur á andlitinu með rauða
litnum. Ljóshærðum stúlkum fer bezt
grænleitt andlitsduft, en þó verða þær að
gæta varúðar við notkun þess. Dökkhærð-
um stúlkum fer bezt bláleitt andlitsduft.
Skilyrði fyrir því, að snyrtingin takist
vel, er þó fyrst og fremst það, að húðin
sé heilbrigð. Ef hún er veik, ætti fyrst að
lækna hana. Annars er ekki hægt að -hafa
full not af snyrtingunni, nema því meiri
varúðar sé gætt.
Húsráð:
Sítrónur eru til margra hluta nytsam-
legar:
gera þvottavatn ferkst,
slökkva þorsta,
eyða líkþornum,
lækna hósta,
minnka hjartslátt,
draga úr sviða eftir bruna,
eyða vörtum,
hreinsa og þurrka hár,
væta sprungnar hendur,
eyða freknum,
ná bleki af fingrum,
fæla flugur frá kjöti og fiski.
stífa eggjahvítu, þegar verið
er að þeyta hana,
viðhalda gljáa á látúni,
hreinsa gula skinnskó.
Edik: er gott við hiksta,
eyðir mari,
hreinsar vel óhreinar hendur,
er gott við þvölum höndum.
Samkvæmis- eða danskjólar
eru flestir úr silki, tafti, tyll, blúnduefni,
flaueli, sléttu eða rósóttu, segir nýasta
Parísartízka.
Þeir eru undantekningarlaust flegnir,
ermalausir, aðskornir í mitti og mjög víðir
að neðan, allavega litir — einlitir og rós-
óttir. Létt blúnduefni eru mikið notuð með
öðru vísi litu tyllfóðri.
Við danskjóla eru einnig notuð allskon-
ar slá, en fallegust þykja stutt, víð, erma-
laus loðslá.
Kvöldkjólar
eru bæði stuttir og síðir úr ýmsum efn-
um, ýmist úr þungum, ,,möttum“ ,,crepe“-
efnum í öllum litum eða flaueli (velour).
Kvöldkjólarnir eru allir háir í hálsinn,
og á það vel við hina nýju hárgreiðslu, þar
sem hárið er greitt upp í hnakkanum. Þess-
ir kjólar eru skreyttir með perlu-útsaumi
og ,,paillettum“. Þá eru og skinnlegging-
ar á sumum.
Nýlega voru gefin saman í hjónaband Kristín
Sigurðardóttir verzlunarmær og Þorgrímur Krist-
insson, bifreiðarstjóri. Heimili þeirra er á Blóm-
vallagötu 11. Loftur tók myndina.