Vikan - 01.12.1938, Page 9

Vikan - 01.12.1938, Page 9
1 Nr. 3, 1938 VIK AN Bókmenntir Guðrún Lárusdóttir: Sólargeislinn hans og fleiri sögur. Steindórsprent h.f. 1938. D ÓK þessi, sem er um 140 bls. að stærð, hefir að geyma 9 sögur, sem sumar hafa áður birzt í blöðum, en aðrar ekki komið út fyrri en nú. Hefir sonur höfund- árins, Lárus Sigurbjömsson, valið sögum- ar og skrifað stuttan formála fyrir þeim. Mun það ekki ofsagt, sem þar stendur, að sögurnar séu „sprottnar af ríkri frásagn- arþörf, börnum og unglingum til ánægju og leiðbeiningar, en ívaf þeirra alvara og trú —“. Frú Guðrún hafði ríka hneigð til bókmennta og afkastaði furðanlega miklu á því sviði, þrátt fyrir mikið annríki og mörg áhugamál önnur, eins og kunnugt er. Mun margt enn óprentað eftir hana af ritgerðum og sögum, og myndu hinir f jöl- mörgu unnendur fagna því að það yrði gefið út áður en langt um líður. Sólargeislinn hans og fleiri sögor em sérstaklega sniðnar við hæfi þroskaðra barna og unglinga. — Margar skemmti- legar myndir (teikningar) prýða bókina. Sveinn úr Dölum: Fyrir austan mána, Sólmey og Draumur Dísu litlu. Þrír æfintýraleikir. Bókaverzl. Guðm. Gamalíelssonar 1938. HAÐ er virðingarvert af bókaforlagi að ráðast í útgáfu jafn margra leikrita og bókverzlun Guðm. Gamalíelssonar hefir gert á þessu ári, þar sem mjög mikill skortur er á góðum leikritaútgáfum. Nú eru leikrit fyrst og fremst ætluð til leiks, en það er mjög mikill misskilningur, að leikrit þurfi að vera leiðinleg aflestrar. Góð leikrit eru skemmtilestur, sem tekur fram flestum skáldsögum, og þá bregst það ekki að sömu leikrit eru vel fallin til sýninga. Nú eru ævintýraleikir Sveins úr Dölum engan veginn lýtalausir, en þeir eru blæ- fagrir og hollasta viðfangsefni fyrir böm og unglina, t. d. þar sem leikrit eru leikin af skólabörnum. L. S. Jakobína Johnson: Kertaljós. tJrvalsljóð. ísafoldarprentsmiðja h.f. 1938. jKETTA er falleg bók, smekkleg og yfir- ^ lætislaus, — í fáum orðum sagt: ein af þeim bókum, sem gaman er að hand- leika. Um bókina að öðru leyti er það að segja, að ýmsir munu opna hana með nokkurri forvitni .Hér heima er nafn skáldkonunn- ar öllu meira þekkt heldur en kveðskapur hennar og fer það að vonum, þar sem ekki hefir gefizt kostur á að kynnast honum fyrr á einum stað. Væntanlega hættir mönnum einnig til að gera að fyrra bragði meiri kröfur til höfundarins, er þeir minn- ast þess, að hann var boðinn hingað fyrir þremur árum í viðurkenningarskyni fyrir bókmenntaafrek sín. Býst ég við að mörg- um sjáist yfir það, að þó frú Jakobína Johnson geti engan veginn talist stórskáld, og geri víst heldur ekki kröfur til að vera talin það, þá er það, sem hún hefir gert, svo merkilegur og ánægjulegur vitnisburð- ur um þrautseigju íslenzks þjóðernis, ís- lenzks máls og menningarviðleitni, að sér- hver viðurkenning væri í alla staði rétt- mæt og æskileg. Það er heldur ekki svo, að um ljóð skáld- 9 konunnar sé yfirleitt minna vert en um Ijóð margra annarra íslenzkra góðskálda, sem hlotið hafa alþýðuhylli. Flest þeirra eru orkt af mikilli smekkvísi og ríkri skáld- hneigð, og öll eru þau gagnsýrð af ást á íslenzkum erfðum og norrænum anda. Bezt eru þó þau kvæði, sem innblásnust eru af móðurlegri samúð og viðkvæmni, tilfinn- ingum, sem höfundinum virðast mjög eig- inlegar. Nægir í því sambandi að benda á kvæði eins og Vögguljóð og Ég veit, er veður breytist. Hvorugt þessara kvæða lætur mikið yfir sér, en engum, sem þannig yrkir, verður neitað um að hann sé skáld. Það er ísafoldarprentsmiðja h.f., sem gefið hefir bókina út og gert það af frá- bærri smekkvísi eins og áður segir. T. G. Kristján Jónsson: Misskilningurinn. Gleðileikur í fjórum þáttum. Bókaverzl. Guðm. Gamalíelssonar 1938. I^RISTJÁN Jónsson, sem einatt var kall- ^ aður Fjallaskáld, var um skeið eitt vinsælasta ljóðskáld þjóðarinnar þó hvorki entust honum aldur né örlög til að verða slíkt skáld, sem efni stóðu til. Hitt hafa færri vitað, að geymst hefir í handriti leikrit eftir Kristján, sem nú er komið út. Það er skrifað í skóla og leikið þar á sín- um tíma, en var fyrst fyrir fáum árum „uppgötvað“ af Lárusi Sigurbjörnssyni, sem er manna fróðastur í öllu er við kem- ur íslenzkri leiksögu. Leikritið var síðan flutt í útvarpinu undir stjórn Lárusar og þótti hið skemmtilegasta, og nú hefir hann enn búið leikritið undir prentun, en Guðm. Gamalíelsson gefið það út. Er það um leið fyrsta heftið í ódýru, ísl'enzku leikrita- safni, sem gert er ráð fyrir að út komi, sérstaklega með þau félög og einstaklinga út um land fyrir augum, sem fást við leik- sýsingar, en sem hingað til hafa búið við skort á hæfilegum viðfangsefnum. Verð- ur næsti leikur í þessu safni annað gam- alt skólaleikrit, „Skammkell“, eftir Árna Helgason í Görðum. Eins og segir í formála útgefandans er þetta leikrit Kristjáns „borið uppi af græskulausri kímni og æskuf jöri“, og mun öllum þeim, er halda tryggð við ljóðmæh höfundarins, þykja fengur í að eignast þetta æskuverk hans. Bréf lil ung-frú X. Oss þykir mjög fyrir því að hafa valdið yður bókmenntalegum kvíða og áhyggjum út af því að oss skyldi verða það á að setja inn í grein í síðasta tbl. nafn á víðfrægu skáldverki (Kapi- tólu), í stað annars, sem er ekki síður heims- frægt, sögunnar Quo Vadis. Getum vér ekki gef- ið aðra skýringu á þvi en þá, að fleiri geti verið utan við sig en prófessorar. Það er iika, eins og þér áttuð tal um, mjög bagalegt að i sama blaði skuli fæðingarstaður Halldórs K. Laxness vera tileinkaður Kjósinni, og biöjum vér yður, Mos- fellssveitina og alla aðstandendur afsökunar á þessari hreppaskiptingu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.