Vikan - 01.12.1938, Qupperneq 17
Nr. 3, 1938
VIKAN
17
Frá heimkynnum
KÁTSJÚKSMIS
Hér lýkur grein kolombiska rithöf-
undarins E. Rivera um leyndar-
dóma frumskógarins.
Á hverri kátsjúkvinnslustöð er stórt
hreysi eða kumbaldi, sem á mállýzku
manna í Amazónfrumskógunum nefnist
,,caney“; er hann byggður úr bjálkum með
hálmþaki og er hvorttveggja í senn íbúð-
arhús og birgðageymsla. Þessi bjálkahús
eru aldrei skilin eftir mannlaus, því að þar
er gúmmíið geymt ásamt matarforðanum
og áhaldabirgðum, og þar búa flokksstjór-
arnir með skylduliði sínu. Verkafólkið er
aðallega innfæddir menn, börn frumskóg-
arins, og hvítir menn eða kynblendingar,
sem ráðnir eru samkvæmt landsvenju í
að minnsta kosti tvö ár í senn. Hver verka-
maður hefir sinn reikning hjá fyrirtæk-
inu, þar sem allt er fært inn, sem honum
er lánað, t. d. verkfæri, matvara Og aðr-
ar nauðsynjar, og frá því er svo dregið
kátsjúkið — græna gullið — sem hann
leggur inn. Húsbóndinn ákveður verðið.
Aldrei fær neinn kátsjúkvinnslumaður að
vita, hvað það kostar, sem hann tekur út,
né hvað honum er greitt fyrir það, sem
hann leggur inn, en framkvæmdastjóri
fyrirtækisins kemur því æfinlega svo fyrir
í reikningslok, að hann á hjá verkamönn-
unum, en þeir ekki hjá honum.
Plokksstjórarnir kunna líka margskon-
ar aðferðir til að féfletta verkamenn þá,
sem eru undir þeirra stjórn. Þeir stela af
kátsjúki þeirra svo lítið ber á, safna því
í forðabúr neðanjarðar og selja það svo
á laun til gúmmíkaupmanna. Þeir ræna
jafnvel konum þeirra og dætrum og verzla
með þær. Þá verkamenn, sem þeim er illa
við, senda þeir í þá staði, sem lægst liggja,
vitandi að þar er mjög lítið kátsjúk í trján-
um, og ef þeir geta ekki komið með það
magn, sem krafist er, gefst tækifæri til
að skamma þá, hýða og jafnvel skjóta á
þá úr winchester (byssu). Það er
nóg að segja, að þessi eða hinn hafi flúið
eða dáið úr hitabeltisköldu —- hvorttveggja
er svo algengt, — og auk þess er frum-
skógurinn stór og enginn hægðarleikur að
rannsaka, hvað er hið sanna.
En verkamennirnir sjálfir eru engir
englar. Þeir stela oft hver frá öðrum. Sum-
ir ráða sig í þessa vinnu með það eitt fyrir
augum, að fá tækifæri til að ráða óvini
sína af dögum, eða koma á annan hátt
fram hefndum á þeim í frumskóginum.
Aðrir eru þrælasalar í hjáverkum, selja
félaga sína þeim iðjuhöldum í nágrenn-
inu, sem vantar vinnukraft og hæst bjóða
fyrir hann. Eigendurnir hafa leyfi til að
taka alla þá fasta, sem ekki hafa nægileg
skilríki eða ástæður fram að færa fyrir
veru sinni á umráðasvæði þeirra. En nú
er altítt, að þeir séu rændir einmitt þeim
skilríkjum. Er þá fanginn látinn vinna á
stöðinni á meðan ekki fæst vitneskja um
fortíð hans eftir skjalfestum heimildum.
En þær heimildir koma bara aldrei fram.
Ár og dagar líða, og aldrei tekur þrælk-
unin enda, nema fanganum takist að
strjúka og sleppa undan kúlnaregni eftir-
leitarmanna.
Þannig hafði Silvia þrælkað í sautján ár!
Einhver alræmdasti þrælahaldarinn á þess-
um slóðum var Korsíkumaður, stroku-
fangi frá Djöflaey, frönsku sakamanna-
nýlendunni. Gekk hann undir nafninu Ca-
yenne.
Blöðin í borgunum vekja stundum máls
á hinum ömurlegu kjörum verkamannanna
þarna uppi í landinu. Þrátt fyrir illan að-
búnað, er menntun þeirra furðu góð, og
flestir eru læsir og skrifandi. Blöð, sem
þeim berast, ganga á milli þeirra og verða
svo slitin af lestri, að þau fara í graut.
Eftirlitsmaður var eitt sinn sendur þang-
að ^ipp, en honum var sagt, að rauðu rák-
irnar eftir svipuhöggin á bökum karlanna
væru af völdum trés, sem nefndist ,,la
mariquita“: ef þeir settust í forsælu þess,
kæmu þessar rákir á hörundið. Aðrar upp-
lýsingar voru eftir þessu. Eftirlitsmaður-
inn varð öllu að trúa og fór við svo búið;
tók aðeins loforð af fyrirliðunum að lag-
færa þetta eða hitt, sem auðvitað var ekki
haldið.
Útlendingar koma þar örsjaldan og
færri sleppa þaðan lífs. Eitt sinn var þar
á ferð hópur franskra vísindamanna, sem
tóku þátt í rannsóknarför um þessi héruð.
Fengu þeir ýms sönnunargögn upp í hend-
urnar um það, að verkafólk ætti þar að
búa við hin verstu kjör og pyntingar. En
fyrirliðarnir á kátsjúkvinnslustöðvunum
sáu svo um, að forstjóri fararinnar og öll
sönnunargögnin fóru afleiðis og komu
aldrei fram. —
Eftir því sem nær dró kátsjúksvæðinu,
varð skógurinn þéttari og ekki um hann
farandi, nema eftir fljótunum. Nú tók hinn
virkilegi Amazón-frumskógur við.
— I fyrsta skipti á æfi minni fékk ég
nú að líta hinn ómannúðlega skóg í allri
hans ógn og stórfengleik. Óhemju tré eru
fangar æfintýralegra vafningsviða, sem
tengja þau við pálmana langt í burtu og
hanga niður í vingsandi bugðum eins og
illa strengd net. I þessi hengirúm vafnings-
jurtanna safnast margra ára birgðir af
skrælnuðu laufi, fuglahreiðrum og aldin-
um, unz þau slitna niður af þunganum og
hvolfa úr sér á jörðina öllu innihaldinu,
blindum skriðdýrum, illa lyktandi sala-
möndrum og loðnum köngulóm. Allsstaðar
smeygir ,,matapalo“ — viðarbaninn —
öngum sínum utan um trjábolina, límist
við þá, stingur þá og sýgur úr þeim merg-
inn, unz þeir verða visnir og líflausir.
,,Mauraplönturnar“ (bachaqueros) svo-
nefndu spúa trilljónum af eyðandi rauð-
maurum, sem flæða í breiðum fylkingum
yfir skóginn og éta allt upp til agna, sem
fyrir þeim verður á leið þeirra niður í
jarðholurnar, er þeir að lokum hverfa nið-
ur um. Termítarnir naga trén og grafa
þau sundur, unz þau verða jafn ógeðsleg
útlits og útsteyptir holdsveikis- eða sára-
sóttarsjúklingar á síðasta 'stigi veikinnar;
þeir naga æðar trjánna og gera börk
þeirra að dufti, unz þeim tekst að fella
þau snögglega, með laufkrónu, sem enn
er lifandi.
Jörðin heldur áfram að framleiða. Á
gröf risatrésins skýtur nýtt jurtalíf rótum
með leifturhraða. Fræin sveima um allt í
heitum skugga forsælunnar, samhliða
hrollköldum gusti dauðans og tæringar-
hita tímgunarstarfsins. Iivar er að finna
í þessu ljóðrænan unað þægilegrar, öruggr-
ar, kyrrlátrar tilveru ? Hvar eru hin marg-
litu fiðrildi, sem líta út eins og gagnsæ
blóm? Hvar eru hinir undursamlegu fugl-
ar og hjalandi lindir? Það er allt saman
aumkunarleg ímyndun skáldanna, sem
þekkja ekki annað en Iífsþægindi, frið og
öryggi við arineld siðmenningarinnar.
Hér eru engir næturgalar, sem syngja
um ástir, engir skemmtigarðar á la Ver-
sailles, engin rómantísk útsýn. Aðeins
kvak í vatnssjúkum froskum, þyrnótt
kjarr á mannafælnum hæðum og mýra-
flákar með fúadýjum, sem eitra loftið með
uppgufun sinni. Aðeins sníkjujurtir, sem
strá yfir grassvörðinn dauðum hunangs-
flugum, kynstrum af ógeðslegum blómum,
sem engjast sundur og saman með kyn-
ferðislegum blettum og gefa frá sér kvoðu-
kenndan ilm, er gerir menn ölvaða, eins
og áfengur drykkur: hin lúmska „slöngu-
jurt“, sem blindar skógardýrin með dún-
laufi sínu; ,,la pringamosa“, einskonar
brenninetla, sem hleypir bólgu í hörundið,
ef við hana er komið; ,,curuju“plantan —-
með berjaklasa, sem líkjast kúlum af öll-
um regnbogans litum, en hafa þó ekki ann-
að inni að halda en ætandi ösku; villivín-
viðurinn, sem gefur ekki af sér vín, held-
ur laxerolíu; ,,coroso“jurtin með hinum
beisku aldinum sínum, o. s. frv.
Og á nóttinni sjást furðuleg ljós og
óþekktar raddir heyrast. Þess á milli er
grafarþögn yfir allt. Það er dauðinn, sem
fer hljóðlega um héraðið, eins og ósýnileg
sláttuvél; en í hverri skár kviknar líf á