Vikan


Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 3
Nr. 28, 1939 VIKAN 3 irolio, sn nri kmri Oinitlilis. Síðari grein Óskars Magnússonar um æfiferil Cládíusar keisara. í fyrstu gekk allt vel. Cládíus las vel og reiprennandi og fólk klappaði honum lof í lófa. Þá kvað við allt í einu feikna hár brestur. Hefðarmaður einn, sem var annálaður fyrir ístru sína, hafði sezt á fremsta bekk. Bekkurinn þoldi ekki þung- ann og mölbrotnaði, ístrubelgurinn hlunk- aðist á gólfið og velti öllum næstu bekkj- um og þeim, sem á þeim sátu. Var hlegið dátt að óförum aðalsmannsins, og Cládíus hló einnig óspart. En þegar hann ætlaði að byrja á nýjan leik að lesa upp, stamaði hann svo mikið, að hann varð að athlægi og varð að hætta. Var hæðst mikið að þessu upplestrarkvöldi Cládíusar, og varð það almælt í Róm, að hann' væri tæplega með fullu viti. Þegar Ágústus dó, 14 árum eftir Krists fæðingu, varð Tíberíus, föður- bróðir Cládíusar, keisari í Róm. Cládíus reyndi nú að koma sér á framfæri við föðurbróður sinn, en í stað þess að veita honum embætti, sendi Tíberíus honum vasapeninga ásamt háðbréfi þess efnis, að hann mætti nota þessa skildinga til að skemmta sér fyrir á jólunum. Vesalings Cládíus sá nú, að öll sund voru lokuð. Hann hristi ryk Rómaborgar af fót- um sér og fluttist út í sveit, þar sem hann átti hús, og dvaldi þar nær því í 20 ár. Sventóníus segir, að hann hafi samið sig að siðum sveitamanna, lagt lag sitt við fólk lítillar ættar og gerzt bæði drykkju- rútur og spilafífl. Slíkt er áreiðanlega ofsögum sagt. En Cládíus hefir sennilega verið bæði vínkær og matkær eins og venja var á þeim tím- um. En hann var ekkert einsdæmi, því allir siðapostular þeirra tíma þrumuðu á móti ofáti og ofdrykkju, sem keyrði úr hófi á 1. öld eftir Kr. f. Var venja í veizlum í Róm, að menn gengu frá borðum er þeir gátu ekki troðið meiru í sig, og kitluðu kverkarnar með fjöður og spjóu. Gengu síðan inn aftur, og átu og drukku eins og ekkert hefði í skorist. Sennilega hefir þessi dvöl Cládíusar í sveitasælunni verið hamingjusamasti hluti æfi hans. IJti í sveitinni gat hann í friði og ró fengist við rannsóknir sínar og rit- störf, og hið kyrrláta líf átti betur við hinn hógværa og friðelskandi lærdóms- manii en ys og þys heimsborgarinnar. 1 æsku hafði Cládíus verið tvisvar opin- berlega trúlofaður. 1 fyrra skiptið slitnaði upp úr trúlofuninni, í seinna skiptið dó unnusta Cládíusar á sjálfan brúðkaups- daginn. Þegar hér er komið sögunni hafði hann verið tvívegis giftur, en skilið við báðar konur sínar. Hann þótti f jöllyndur 1 ásta- málum eins og aðrir ættmenn hans. Innan keisaraættarinnar í Róm voru eiturmorð og skyndileg mannalát tíðir við- burðir. Allir meðlimir ættarinnar reyndu að rífa tiÞsín eins mikil völd eins og hægt var að fá. Keisarárnir óttuðust sífellt rýt- inginn og eiturbikarinn og tortryggðu alla, og þó einkum sína nánustu. Þannig fór það, að flestir ættingjar Cládíusar gengu ungir fyrir ætternisstapann. Sumir höfðu framið sjálfsmorð að boði keisarans, aðrir höfðu verið drepnir á eitri, kyrktir eða sveltir til bana. En Cládíus slapp, því að ættmenn hans álitu hann hálfvita og töldu hann hættulausan með öllu. Árið 37 dó Tíberíus keisari, föðurbróðir Cládíusar. Eftirmaður hans var Gajus Caligúla, son- ur Germanicusar, bróður Cládíusar. Cali- gúla var mildur fyrst í stað, en umhverfð- ist bráðlega og varð hinn versti blóðhund- ur og harðstjóri. Ber öllum saman um, að hann var brjálaður, og hann framdi hvers- kyns ódæði og sóaði fé ríkisins, sem Ágúst- us og Tíberíus höfðu sparað saman í 68 ár. Caligúla minntist Cládíusar, föðurbróð- ur síns, kallaði hann til Róm og gerði hann að ræðismanni, og neyddi hann til að kaupa æðstaprestsembætti við stórfé. Var Cládíus hafður að háði og narri við hirð Caligúla, og breytt við hann eins og hann væri hirðfífl. Var hann almennt kallaður Cládíus ,,frændi“. Var það skemmtun Cali- gúla, að láta loka dyrum borðsalsins, ef Cládíus kom of seint til miðdegisverðar, og láta svo þjónana leiða hann inn bak- dyramegin með hrundningum og pústrum. Cládíus var þá nær fimmtugur og þoldi orðið illa víndrykkju. Valt hann oft út af sofandi undir borðum, og höfðu gestirnir með keisarann í broddi fylkingar það sér að gamni, að kasta í höfuðið á honum döðlusteinum, brauðskorpum og öðru því- líku. Stundum tóku þeir ilskóna af honum og bundu þá á hendur hans og kitluðu hann á nefinu með strái, svo að hann nuddaði skítugum skónum í andhtið í svefnrofunum. Eitt sinn var Cládíus sendur í broddi fylkingar sendinefndar einnar til að óska Caligúla, sem þá dvaldi á Frakklandi, til hamingju með sigra hans og afrek, sem aðallega voru í því fólgin, að hann seldi á uppboði ættargripi sína, stal og rændi og féfletti þegna sína. Caligúla var staddur við Rhónefljótið, þegar sendi nefndin kom, og tók þannig á móti þeim, að hann lét taka formanninn, Cládíus föðubróður sinn, og fleygja honum í ána í öllum fötunum. Vesalings Cládíus svamlaði við illan leik til lands, en Caligúla hló dátt að óförum hans. Caligúla lýsti því yfir síðasta árið, sem hann lifði, að hann væri guð, og lét hvar- vetna reisa líkneskjur af sér og byggja sér musteri. Ágústus keisari hafði verið tekinn í guðatölu, er hann var dauður, en Caligúla vildi ekki bíða svo lengi. Hann gerði Cládíus „frænda“ að presti við Cali- gúla-musterið í Róm og neyddi hann til að borga offjár fyrir embættið, svo að Cládíus varð að selja hús og heimili og taka stórlán til að sleppa hfandi úr klóm vitfirringsins. Caligúla neyddi ömmu sína, móður Cládíusar, til að fremja sjálfsmorð, af því að hún hafði ávítað hinn goðborna keisara fyrir glæpi hans. Við könnumst öll við Hamlet, sem Shakespeare gerði ódauðlegan. Hann létzt vera brjálaður og slapp því úr klóm föð- urbróður síns. Cládíus var einskonar Ham- let. Hann sagði frá því seinna, þegar hann var orðinn keisari, að hann hefði gert sér upp heimsku og gert sem mest úr líkams- lýtum sínum, því að annars hefði hann verið drepinn fyrir langalöngu. Allt þetta sýnir, að Cládíus var meira en í meðallagi skynsamur, og að hann hef- ir verið einn þeirra manna, sem eru seigir eins og svipuól og geta frá barnæsku þolað ótrúlega mikið mótlæti án þess að láta bugast. Um þetta leyti hafði Cládíus kvongast í þriðja sinn. Hét kona hans Messalína og Cládíus og Agrippína. Tiberíus og Livía. var af tiginni aðalsætt. Mikill aldursmunur var á þeim hjónum, því að Cládíus var þá nær fimmtugur, en Messalína aðeins 17 ára. Hún var kvenna fegurst, en með af- brigðum lauslát og fjöllynd í ástamálum,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.