Vikan


Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 15

Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 15
Nr. 28, 1939 VIKAN 15 Jolán Földes: Það, sem komið er af sögunni: Barabás loðskinnaskraddari flyzt með konu sína og þrjú böm frá Budapest til Parísar. — Fyrsta fólkið, sem þessir nýju Parísarbúar kynn- ast, eru tveir útlendir flóttamenn, þeir Liiv og Bardichinov. Er annar Rússi, en hinn Júgoslavi. Þeir em rabbsamir karlar, er öllum vilja vel. — Eitt kvöldið bætist grískur flóttamað- ur í hópinn, Papadakis að nafni. Síðar bætast tveir menn enn í hópinn, Vassja, sem öllum hjálp- ar, og Anna verður ástfangin af, og Fedor. — Vassja smitar alla af starfsgleði. En skyndilega syrtir að. Vassja verður fyrir bílslysi og deyr. Barabásfjölskyldan flyzt í aðra íbúð í Veiði- kattarstræti. — Anna gerist saumakona. — István er Ungverji. Hann hefir ráð undir hverju rifi um að verða sér úti um atvinnuleysis- ■styrki. — Anna og Barabás fara til Suður-Ame- ríku i von um betri kjör. Jani er orðinn ástfang- inn af stúlku, sem Albertine heitir og er fiðlu- leikari. — Barabás og Anna fara heim til París- ar. Anna fær vinnu aftur á saumastofunni. Nú er Barabásfjölskyldan hamingjusöm, þó að ekki .sé nema svolitla stund. — Barabás hefir líka fengið vinnu. — Loksins heimsækir Albertine Barabásfjölskylduna. ■— Nú streyma Þjóðverj- ar til Parísar. Cathrina kynnist einum þeirra, Giinther Volkmar, docent. Hún býður honum til Barabásfjölskyldunnar, til að kynna hann og ■Önnu, sem ekki verður beint ástfangin af honum. — Jani er nú orðinn fullveðja. Hann afsalar sér ekki frönsku borgararéttindunum. — Anna og Klárí hafa miklar áhyggjur út af því, að Albert- ine og Jani verði aldrei hamingjusöm. -— Barabás- systkinin þrjú eiga hvert sitt leyndarmál, sem þau minnast ekki á. Klárí hittir unnustu Vassja, Jani Elemér Hallay og Anna Fedor. Leyndarmál önnu er þannig, að það varir. Hún hittir Fedor oft og hjálpar honum. Einn daginn voru konung- urinn í Júgóslafíu og franski utanríkismálaráð- herrann myrtir. Fyrst missir Barabás atvinnu sína, síðan Anna. Barabás og Anna fara heim til Ungverjalands. Þau eru nú í Budapest. Anna fær stopula atvinnu, en faðir hennar ekkert. Hér skýtur István upp sem kvikmyndatökumanni. — Mig langar auðvitað ákaflega mikið til að hitta þig . . . gamlan vin frá París. Hann lækkar röddina. Það hlýtur einhver að vera hjá honum, hugsar Anna. — Við skulum sjá. í dag er ég vant við látinn, líka á morgun. Hinn daginn þarf eg að sitja á fundi í kaffihúsi. Hann stend- ur yfir í klukkutíma eða svo. Síðan gætum við talað saman á eftir. Þú ert vonandi ekki vant við látin? — Nei! I hvaða veitingahúsi ? István nefnir eitthvert nafn. Anna hefir aldrei heyrt það. — Hvar er það? — Þú hefir verið hér í tvo mánuði og veizt það ekki, segir István óttasleginn. — Á Körut auðvitað, á horninu á Wessel- enyigötu. Eigum við að segja hálftíu til tíu ? — Já, andvarpar Anna. Hálftíu til tíu er dálítið seint. Hún kærir sig alls ekkert um, að faðir hennar viti um fund þeirra Istváns. Faðir hennar er ef til vill enn reiður út af þeim áhyggjum, sem István olli honum. Það gerir ekkert til. Hún kemst áreiðanlega undan því. Hún leggur af stað klukkan tæplega níu. Það er heppilegri tími til þess að hitta vin- konu. Hún sér István hvergi í veitinga- húsinu, svo að hún sezt niður og dreypir á kaffinu sínu. Hún fær sér ekkert blað, en starir á dyrnar. Nei, hún er ekkert æst á meðan hún bíður hans. En hún bíð- ur hans með velvild, næstum vináttu, og hún brosir að hugsunum sínum. Þegar hún elskaði hann, beið hún hans venjulega með hatri og ótta. Þegar klukkan er stundarfjórðung yfir tíu, kemur István. Hann kinkar kolli að þremur borðum, við það fjórða nemur hann staðar, og augu hans reika um sal- inn. Hann kemur auga á Önnu, veifar til hennar og gefur henni merki um, að hann komi strax. Anna finnur, að hún roðnar. . — Hvað er langt síðan hún hefir séð hann? Sex eða sjö ár? István hefir ekk- ert breytzt. Sennilega hefi ég breytzt miklu meira, hugsar Anna dálítið gremjulega. Hún hefir gert sér far um að líta vel út. Hún hefir málað sig meira en venjulega og dundað lengi við að laga á sér hárið. En ég er hrukkótt fyrir neðan augun, hugs- ar hún. Þá var ég ekkert hrukkótt. — Hér er ég! István sezt við hlið henn- ar. — Hvernig líður þér, Anna? — Og fundinum? István verður rétt sem snöggvast vandræðalegur. Síðan svar- ar hann glaðlega: — Ég frestaði honum. Ég frestaði hon- um þín vegna, svo að ég gæti talað við þig í ró og næði. Jæja, lofaðu mér að sjá Þig- Anna brosir. Fundurinn hefir verið fyr- irsláttur. István hefir aðeins sagt það af því, að honum finnst það fínt. ■— Þú ert þreytuleg, segir István og hristir höfuðið. — Ég er ekki ánægður með útlit þitt. Augu þín eru þreytuleg, og samt eru þau það fallegasta í andliti þínu. — Það er aldurinn, István, segir Anna og hlær. — Já, hrukkurnar, segir hún við sjálfa sig. — Segðu mér eitthvað um sjálf- an þig, István. Þú ert orðinn mikill maður, sé ég er. István er lítillátur og bandar hendinni frá sér: — Ég er að láta útbúa aðra kvikmynd núna. Auðvitað get ég ekki sjálfur lagt allt féð í hana — ekki strax. En það verð- ur seinna. Ég hefi áhrifamikla auðmenn að baki mér. Og ég er kvæntur. Veiztu það? — Nei, það vissi ég ekki, István. — Ég hefi verið f jögur ár í hjónabandi. István tekur veskið sitt upp og sýnir henni mynd með þessum venjulega svip ungs föður. — Telpurnar mínar. Anna skoðar myndina, en hún sér hana ekki. Það er móða fyrir augum hennar. — Og þetta er móðir þeirra. István sýn- ir henni aðra mynd. Síðan bætir hann við og er hreykinn: — Tengdafaðir minn er fínn maður. — Hún er lagleg, segir Anna. — Og þú? István beygir sig að Önnu. — Ertu gift? Nei? Ég man, hvað þú varst þrá . . . Ég vildi að ég vissi, hvers vegna. Og svo? Ég vona, að þú hafir verið mér trú. — Eins og hundur, segir Anna brosandi. — Nú skrökvarðu, ljósið. En það er nú hægt að laga þetta allt. — Nei, það er ekki hægt, István. — Jæja, svo að þú ert alltaf jafn þrjózkufull. Og samt elskaðir þú mig, kjáninn þinn. — Já, ég elskaði þig. Segðu mér nú, hvenær þú fékkst atvinnu við kvikmyndir. István horfir undrandi á hana. — Manstu það ekki? Ég byrjaði í París og var útlærður þar. Anna roðnar. István hefir tvisvar sinn- um staðið á leiksviði í Joinville, og samt er hann svo eðlilega undrandi. — Jæja, en hvenær byrjaðir þú hér heima? István segir henni glaðlega sögu sína. Neitun hennar virðist engin áhrif hafa á hann. Ef til vill hefir honum ekki verið alvara, hefir aðeins sagt það til að særa ekki tilfinningar hennar. Hann hefir meira gaman af að tala um lífsstarf sitt. Orðin renna blátt áfram af vörum hans, tölur leiftra, háar tölur og mikilfengleg nöfn. István er hvoru tveggja mjög kunnugur. — Ég hefi ákaflega mikið að gera. Stundum vinn ég sextán tíma á sólarhring. Það er mikil ábyrgð, sem á mér hvílir. Ekki aðeins gagnvart þeim mönnum, sem styrkja mig, heldur líka siðferðileg ábyrgð. Og þar eru margir svikarar! Og svo leik- ararnir! Ef maður á að gegna heiðarlegu starfi, verður að fórna öllu. Það er gott, að ég skuli geta það. Ég þreytist aldrei. Þeim finnst öllum ég vera réttur maður á réttum stað. Önnu þykir vænt um, að verið getur, að allt sé satt, sem hann segir. Það eru til menn, sem hafa farið viltir vegar í æsku sinni, en hafa síðan ratað á rétta braut og ekki farið út af henni aftur. Til eru þeir menn, sem hafa lært að vinna síðar í líf- inu, en þeir eru ekki margir. István lýkur við að segja æfisögu sína og spyr síðan Önnu, hvað hún geri. -— Eruð þið öll sezt hér að?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.