Vikan


Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 14

Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 14
14 V IK A N Nr. 28, 1939 Fegurð og tízka. Konur á mllli fertugs og fimmtugs. Þessi létti strandkjóll er nú mikið notaður á baðstöðum í stað baðkápu. Gsetið að vextinum, herra minn! Ef maðurinn yðar er í þann veginn að fá ístru, getið þér rólegar ráðlagt honum þessa æfingu á morgnana. Indæl sumarblússa úr léttu ísaumuðu efni, sem minnir mest á fínan ísaum. P yrir aðeins tuttugu og fimm árum, var ekki „snyrting“ álitin vera fyrir konur milli fertugs og fimmtugs, en var að- eins álitin vera fyrir ungar stúlk- ur, en alls ekki fyrir konur, sem væru farnar að eldast. Nú er litið allt öðrum augum á þetta, og manni finnst það ekkert nema eðlilegt, að ömmur iðki leikfimi og íþróttir! Kinnafarða og andlits- duft nota ekki einungis ungar stúlkur, heldur einnig rosknar konur. Og í rauninni er það ekki nema rétt og sanngjarnt, því að æskan þarfnast ekki eins mikið hjálparmeðala og ellin og fylgi- fiskar hennar. Þjáningar og áhyggjur hafa sett djúpar hrukk- ur í andlitin og gert augun þreytu- leg. Nú er það í tízku, að mest sé um vert að líta eins vel út og hægt er. Þessi regla er auðvitað ekki fremur en allar aðrar reglur án undantekninga, en yfirleitt er óhætt að segja, að þessi regla gildir jafnt fyrir unga sem gamla. Hvað eiga þá konur, sem eru farnar að eldast, að gera til þess að halda sér vel? Fyrst og fremst að halda sér liðugum með reglulegum leikfimisæfingum. Það er ágætt ráð að gera leikfimisæfingar fyrir framan opinn glugga í tíu mínútur á morgnana. Veljið léttar æfingar, sem þið getið haft réttar. Það er betra en erfiðar og rangar. Því næst skuluð þið fara í kalt steypibað. Ef þið hafið ekki bað, skuluð þið þvo ykkur upp úr bala, því að það er nauðsynlegt. Gætið þess, að göngulag og hreyfingar séu yfirleitt eins frjáls- mannlegar og léttar og unnt er. Ef þið hafið van- ið ykkur á vaggandi göngulag er erfitt að lag- færa það. Það hefir held- ur enga þýðingu að halda andlitinu unglegu, ef vöxt- ur og hreyfingar koma því upp, hver aldurinn er, eða jafnvel auka hann. Alt það, sem minnzt hef- ir verið á um hirðingu húð- arinnar, gildir einnig fyrir fertugar konur------og þó -----! Það verður að fara varlega í sakirnar. Kinna- farði og varalitur mega ekki vera sterkir. Þar að auki verðið þið að gæta þess, að fegurðarlyfin eigi við húðina og háralitinn. Þið verðið að forðast allan bláleitan lit í kinnafarða og varalit. Rauðleitt and- litsdfut er og hættulegt, Klæðileg- sportdragt úr gráu kamgarni. Vestið er með rennilás niður úr. en gulleitt ágætt. Konur á þessum aldri ættu að ganga í daufum lit- um, svo að engin hætta sé á, að snyrtingin sé í ósamræmi við klæðn- aðinn. * 1 æsku minni, þegar hringt var dyra- bjöllunni, sagði ég: „Þama kemur ham- ingjan". En á seinni árum kemur frekar óttablandin tilfinning yfir mig og ég hugsa: „Nú kemur óhamingjan". Schopenhauer. * Það, sem er að flestu fólki, er að það hugsar með óskum sínum, vonum og ótta, í staðinn fyrir að hugsa með heilanum. Walter Duranty. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Svava Ámundadóttir og hr. Pétur B. Ölafsson, starfsmaður hjá Isafoldar- prentsmiðju.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.