Vikan


Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 9

Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 9
Nr. 28, 1939 VIKAN 9 Örið á augnabrúninni. Stefán Agnars sat við skrifborðið og þuldi hálf upphátt úr velktri skruddu: — Slímhúðin (mucosa) í skeifugörn- inni (duodenum), er með einlægum þver- fellingum (volvulæ conniventes) og í öll- um görnunum, mjógirninu og blágirninu (intestinum tenue s. jejunum et ileum) er hún þakin óteljandi sognöbbum (villi). — IJh — þessi latínuhrærigrautur, hann getur gert mann brjálaðan. Stefán Agnars stóð upp og skellti aftur bókinni. — Intestinum tenue s. jejunum et ileum. Hann náði sér í sígarettu og kveikti í henni. Síðan fleygði hann sér aftur á bak í legubekkinn, sogaði djúpt að sér reyk- inn og spúði honum fallega út um annað munnvikið og nasirnar. Það var blár, fínn reykur. Stefán Agnars var læknanemi í háskól- anum, — skrifað stud. med. Það var fínt, — en það var bara svo hundleiðinlegt að sitja yfir skruddunum. — Hann teygði makindalega úr sér í legubekknum. Þá var barið léttilega á hurðina. — Æ — aldrei friður til að láta fara notarlega um sig litla stund. — Kom inn! Hægt, næstum hikandi, voru dyrnar opn- aðar, og stúlka í blárri kápu steig inn fyrir þröskuldinn. Það var Dóra. — Komdu sæll! — A-ha, dæsti hann, — alltaf kemur þú þegar verst stendur á, ég ætlaði að hvíla mig í eftirmiðdaginn. — Það stendur víst alltaf illa á, þegar ég kem. Ef þú ert að lesa, þá trufla ég þig, en ef þú ert ekki að lesa, þá veld ég þér ónæði. Það leið þreytuskuggi yfir fölt, fíngert andlit hennar. Á hægri augnabrúninni var gamalt ör. Það lá á ská niður í miðja augnabrúnina og var dálítið þrútið og rauðleitt. Það skar svo vel af við hvítan hörundslitinn, að það hlaut að vekja at- hygli. Kannske var persónuleiki hennar samandreginn í þessu eina öri. Þegar hann stóð ekki upp, né bauð henni sæti, þá tók hún sér sjálf sæti í skrifborðsstólnum. — Þú veizt það, Dóra, að ég er ekkert gefinn fyrir heimsóknir, sagði hann ólund- arlega. — Það eru nú víst ekki þær, sem þér leiðast, — nema þegar ég á hlut að máli. Hann setti upp strangan svip og leit á hana með kæruleysislegu yfirlæti. — Ég hefi oft sagt þér það, að þú ættir alveg að spara þér þessar komur hingað. Þær eru ekki til neins, — hvorki fyrir þig né mig, — nema til að valda leiðindum. — Ó! Stefán, mér þykir alltaf jafngam- an að hitta þið, — bara tala við þig. — Manstu í gamla daga, þegar við gengum SMÁSAGA eftir ÁRMANN KR. EINARSSON. saman niður hjá Stekkjarvatni . . . Rödd hennar var næstum annarlega angurvær. — Æ! ég er orðinn hundleiður á þessu eilifa manstu — manstu, sagði hann hrana- lega. Hún drúpti höfði og þagði. Þrátt fyrir allt, gat hann ekki varizt því, að minning hins liðna tíma rann ljós- lega yfir hug hans. Það var fyrir fjórum árum, þegar hann dvaldi í sveitinni, — þegar han var heilt sumar á heimili Dóru. Það var svo friðsælt upp við faðm f jallanna, tært og hreint loft, ilmur úr grasi, — fullkomin andstæða við höfuðborgina. Þá sá hann Dóru í fyrsta skipti, kynntist henni, og þau urðu vinir. Hún var eins og sjálft sveitalífið, — fá- brotin, en svo hrein og fölskvalaus í sinni eðlilegu, óafvitandi fegurð. Svo ung og þróttmikil, eins og hinn kjarnmikli, en skammvinni gróður íslenzka sumarsins. Á kyrrum, draummildum kvöldum geng- um við svo oft saman niður hjá vatninu. Stundum settumst við í grashvamminn hjá Álfaborgum, og nutum þess að vera hamingjusöm börn í ríki hinnar ósnortnu náttúru. Úti á spegilskyggðu vatninu syntu svanir. Döggvað grasið var enn ilmsterkara og sýndist dökkgrænna í húm- slikju kvöldsins. Úti við sjóndeildarhring- inn blánuðu f jöll í f jarska. Og Dóra, — þetta brotabrot af náttúr- unni sjálfri, — kanske var hún mér hug- stæðust af öllu þessu. Einfaldi, útflúrs- lausi baðmullarkjóllinn hennar, — mér fannst hann betur viðeigandi og fegurri en nokkur tízkubúningur gleðikvenna í skrautsölum borgarinnar. Og örið á augna- brúninni, mér fannst það blátt áfram eðli- legt, eitthvað, sem tilheyrði hinni óbrotnu og ósnortnu fegurð hennar, eins og hóf- spor í grassverði eða sprunga .í steini. Hún sagði mér frá því atviki, er hún var dálítill telpuhnokki og datt og hjó í sundur á sér augabrúnina. Þannig liðu ljúfustu sumarkvöldin. Við sátum saman í hvamminum hjá Álfaborg- um, eða reikuðum á milli sofandi blóma. Mér fannst þetta allt líkast undarlegum, heillandi draumi. Og sumarið leið. Ég fór suður til borg- arinnar. — Við Dóra hlutum að skilja. Síðan hefi ég aldrei dvahð í fögru sveit- inni hennar Dóru. En árin liðu. Dóra yfirgaf æskuheimili sitt og fór til höfuðborgarinnar. En þar átti hún ekki heima, í svo gjörólíku um- hverfi. Og hún gat ekki samlagazt því, hún var eins og rótslitið blóm. Hinn lát- lausi, laðandi yndisþokki náttúrubarnsins hvarf algerlega í ryki hinna steinlögðu stétta. Og hversu dýrt er auðmjúk einlægni og sakleysi metið á vettvangi borgarlífsins ? Stefán Agnars strauk hendinni yfir enn- ið, eins og hann vildi þurrka burt þessar hugsanir, sem ósjálfrátt höfðu þyrpzt fram í huga hans á svipstundu. Þarna á móti honum sat Dóra þögul og niðurlút, — svo nátengt var þetta sjálf- um veruleikanum. Var þessi fölleiti svipur ungmærin hans góða, sem sat hjá honum í hvamminum fagra við Stekkjarvatn fyrir fjórum ár- um? — Uss, enga viðkvæmni, hugsaði hann með sjálfum sér. Hann reis á fætur og mælti í skipandi tón: — Nú verð ég að biðja þig að fara. Ég má til með að lesa undir morgundaginn. Hún leit upp og horfði á hann alvarleg- um, vonsviknum augum. — Já, ég skal fara. Ég skal reyna að þoka mér úr vegi, svo að þú komist áfram, — og verðir hamingjusamur. Hann sagði ekki neitt, en hnyklaði brýrnar, gekk fram að hurðinni og opnaði hana. — Vertu sæll. Ég get ekki gert að þess- ari þrá minni, — þó ekki sé nema að sjá þig., Ég kem bráðum aftur. — Láttu það nú bíða, mælti hann í sama tón og áður. — Sæl. Og hurðin féll að stöfum. Jæja, dæsti hann, þá er hún nú farin. Ég hefi kannske verið óþarflega harður og ókurteis við hana. Lesa! Nei, takk, ég nenni nú ekki aldeilis að fara að kyrja í skruddunum. Ég skrepp út í kvöld til að skemmta mér. Hann tók saman opnar bæk- urnar á skrifborðinu og stakk þeim í bóka-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.