Vikan


Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 11

Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 11
Nr. 28, 1939 VIK A N 11 MOSKVA - hcifuðborg bolsévismans Hjarta stærsta ríkis í Evrópu. Hvað vitum við Islendingar um Moskva, höfuðborg stærsta ríkisins í Evrópu, borg með 6—7 milljónum íbúa. Flestir kannast raunar við bolsévikkaforingjann Stalin, Rauðatorgið og Kreml, en litið annað. Þeir, sem ferðast víða um lönd reka sig æfinlega á eitthvað, sem þeir telja sérkennilegt fyrir hvert einstakt land. Margir tala um fallega klæddu dömurnar í París og Höfn, íþróttafólkið í London og einkennisbúningana í Þýzkalandi. En hvað er þá það, sem Moskva býður auga gestsins, sem er sérkennandi fyrir Rúss- land? 1 raun og veru ekkert. Fyrstu dagarnir í Moskva munu flestum útlendingum vera sár kvöl og vonbrigði. Fólkið er frem- ur illa klætt, flestir búðargluggar fullir af ryki, ekkert fólk á götunum nema það, sem er á hraðri ferð eitthvað áfram. Allt Nýir verkamannabústaðir í Moskva. Lenin og Stalin, upphafsmenn hins nýja Rússlands. Rauðatorgið og Kremlhöllin. Rússnesk flugkona i þjónustu flughersins, búin fallhlíf. byggðir nýir, og verður þess skammt að bíða, að hún verði ein glæsilegasta höfuðborg álfunnar. Hin glæsilega neðanjarðarbraut, sem lögð hefir verið undir alla borgina, á sinn mikla þátt í því að minnka um- ferðina á götunum ofan- jarðar. Hún er ekki aðeins stórvirki heldur beinlínisný- tízku listaverk og allar ný- byggingar' svipa meira til New York en annara Evrópuborga. - Moskvabúar eru glaðlyndir og blóðheitir, en þó margir dreymandi. — Á dramatisk- um augnablikum, i leikhúsum og söng- leikahúsum geta þeir orðið trylltir af hrifningi, og stappa þá fótum í gólfin. 1 Moskva sézt aldrei yngra fólk en 16—18 ára. Á veitingahúsum ganga eldri menn um beina, í búðum eru rosknar konur og karlar. Sendi- sveinar sjást þar ekki. Æskan er í skólum, og verka- fólkið í verksmiðj- um og iðnaði. virðist hafa einhvem ákveðinn tilgang, jafnvel gamla konan, með litla barnið á handleggnum, sem veður yfir þvert Rauðatorgið, er líka að fara eitthvað ákveðið. Rauðatorgið liggur í hjarta borgarinnar líkt og „Unter den Linden'" í Berlín eða Öpemtorgið í París. En á fögru september- kvöldi, þegar sæta þarf lagi til þess að komast slysalaust yfir Óperutorgið i París eða Unter den Linden, er gott tækifæri fyrir elskendurna í Moskva að kyssast undir bliki af Rauða safímum á Kremlmúmum, því enginn sér til þeirra, nema ef Lenin gamli gægist upp úr gröf sinni. Það líður oft góð stund rhilli þess að bifreið ekur yfir torgið. En öll bíó, leikhús, söngleikahús og konsertsalir eru fullir af fólki, ungu og gömlu — og af öllum stéttum. Moskva er byggð upp úr gömlu þorpi, óskipulega og illa. En hin síðari ár hafa heilir borgarhlutar verið lagðir i rústir og Skrautkerjaiðnaður í Kákasus.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.