Vikan


Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 10

Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 10
10 VIKAN Nr. 28, 1939 hilluna. Síðan lagfærði hann vandlega á sér hálsbindið, fyrir framan spegilinn, og náði í frakaknn sinn og hattinn. Stefán Agnars stud. med. var glæsilegur maður.-------Það er gaman að skemmta sér úti í borginni á kvöldin. Þrjár vikur liðu. Á þeim tíma hafði Dóra aldrei komið að heimsækja Stefán. Hann var farinn að halda, að hún ætlaði að taka orð hans til greina, að vera ekki með þess- ar heimsóknir. Það var líka ekki undar- legt, þó að hún trénaðist upp á þessu óvel- komna rölti heim til hans. Annars kom honum Dóra sjaldan til hugar, þegar hún varð ekki á vegi hans. Stefán Agnars var á leiðinni heim til sín. Hann leigði herbergi vestur í bæ, í stóru, gömlu timburhúsi. Það var kalt í veðri og hráslagalegt og slabb á götunum. Stefán bretti upp frakka- kragann og gróf hendumar djúpt ofan í vasana. Honum var ónotalega hrollkalt. Það var að byrja að rökkva, — grásvartir skuggarnir teygðu sig lymskulega út úr hverju skúmaskoti. Loks var hann kominn heim. Það var gott að komast í húsaskjól. Hann gekk upp stigann, herbergið hans var á annari hæð. Hann opnaði herbergis- hurðina, — en hvernig vék þessu við? I skrifboðsstólnum sat stúlka. Hún var með hatt og í kápu, eins og" hún væri ný- komin utan af götu og biði hans. Stúlkan tók ekki undir við hann, en stóð á fætur. Hún var eitthvað svo annarleg og föl í andliti. Með rólegum hreyfing- um hneppti hún frá sér kápunni, innan- imdir var hún í hvítum kjól, eða það líkt- ist öllu meir víðum slopp. En . . . hvað . . . hvað var þetta? — Stefán fölnaði upp og starði skelfdum aug- um á þessa einkennilegu stúlku. — Hvíti hjúpurinn virtist gegnsær. — Það sást inn í uppsprett kviðarholið, blóðtrefjar og rauðleitt hold, — og kviðarholið var tómt, það vantaði öll innyflin. Stefán riðaði á fótunum og það ætlaði að líða yfir hann. Undarlegur, dimmur þytur dunaði fyrir eyrum hans, og hann skynjaði lága rödd: — Ég sagði þér, að ég ætlaði að koma bráðum aftur. Þá þekkti hann þennan nábleika, þján- ingarfulla svip. Það var Dóra. Hann hafði staðið eins og lemstraður, hvorki getað hreyft hönd né fót. Nú seild- ist hann eftir kveikjaranum og kveikti Ijós. Svipurinn var horfinn. Stefán Agnars náði sér í vatn að drekka. Kaldir svitadropar sátu á enni háns, hon- um leið illa. Samt var hann ekki beinlínis hræddur, eftir að þetta var um garð geng- ið. Hann gekk óstyrkum skrefum að legu- bekknum og lét fallast niður á hann. Hann gat ekki hugsað. Hann gat ekki ályktað neitt skynsamlegt. Hann vissi ekki, hvað hann hafði setið lengi í hugsanavana leiðslu, þegar hann heyrði ískrandi marr í stiganum. Það var gamall timburstigi. Stefán Agnars spratt felmtraður á fætur. Hvað gat þetta verið ? Hver var að læðast í myrkrinu fyrir utan ? Gat það verið . . . þetta hræðilega . . . Dóra? Eða var þetta misheyrn, aðeins hans æstu taugar, sem voru í uppnámi? I hræðslutitrandi óvissu hélt hann niðri í sér andanum og hlustaði. Þey, — þey. Jú, marr og létt fótatak í myrkrinu fram á ganginum. I annað skipti þetta kvöld var eins og ískalt magnleysi læsti sig um hverja taug í líkama hans. Áður en hann fengi ráðrúm til neins, var drepið á dyr og hurðin opnuð. Stefáni létti stórlega, — í dyrunum stóð Áskell, námsbróðir hans í Háskólanum. — Sæll og bless. En hvað er að sjá þig, maður. Ertu veikur? Þú ert eitthvað svo torkennilegur í útliti. — Nei, ég er ekkert veikur, mælti, Stefán og reyndi að láta sem ekkert væri. — Gerðu svo vel og komdu inn. Áskell settist. Hans fyrsta verk var eins og endranær að draga upp sígarettuveskið. Stefáni var kærkomin nærvera kunn- ingja síns, eftir hinn voveiflega viðburð. Þeir spjölluðu saman um hitt og þetta. En samtalið gekk stirt af Stefáns hálfu. Hann var enn eigi laus undan dulmagni hinnar ógnþrungnu forspá. Áskell starði á hann, og hló síðan. — Svei mér þá, maður gæti haldið, að þú hefðir verið á andafundi og fallið í ,,trans“. Þú ert bleikari en sjálfur dauð- inn. — Bull. Mér er dálítið illt í höfðinu. — Þú hefðir mátt spjara þig, ef þú hefðir verið í mínum sporum í dag. Ég var í fyrsta sinn viðstaddur líkskurð. — Bráður kemur röðin að þér. Ja, ekki að verða krufinn, vonandi, — en að lærá að gramsa í dauðra mann kjúkum. — Hvað voruð þið að rannsaka? — Prófessorinn taldi það afar sjaldgæft og merkilegt tilfelli, mjög illkynjað inn- vortis. Það dró stúlkuna til bana á tæpri viku. Innyflin voru tekin úr kviðarholinu og rannsökuð. — Hv-hvaða stúlka var þetta? Stefáni tókst naumast að dylja hugaræsing sína. — Ég veit ekki, hvað hún hét. — En hvernig leit hún út? spurði Stefán með sömu ákefð. — Æ! hvað heldurðu að ég muni það. Hún hafði stórt ör á augabrúninni. Það fór kipringur um munn Stefáns og orðvana sársauki leið um vitund hans. Síð- asti þátturinn frá því ég marði í sundur rót blómsins upp við f jöllin. Því gerði ég það? Mál tilfinninganna verður ekki þagg- að niður — og það kvelur menn. Japanski forsætisráðherrann, Baron Hiranuma, sem um þessar mundir á i mörgum og löngum fundarhöldum við hermálaráðherra sinn og utan- ríkisráðherra í tilefni af ástandinu í Kina og styrjöld Japana þar. I tilefni af 150 ára afmæli stjórnar- byltingarinnar frönsku hefir verið komið upp sýningu í París, þar sem getur að líta listaverk úr sögu blyt- ingarinnar. Hér á myndinni er verið að hengja upp tvö fræg málverk. Clark Gable leikur aðalhlutverkið, Rhett Butler, í kvikmyndinni ,,Horf- inn með vindinum", og litla leikmær- in Cammie King leikur dóttur hans. Hér sjást þessi frægu og hamingju- sömu ,,feðgin‘‘ á leiksviðinu. 1 París eru gerðar ýmsar varúðar- ráðstafanir til að verja ibúana, ef til styrjaldar drægi og loftárás yrði gerð á borgina. Meðal annars viðbúnaðar eru smá-vamarklefar á hjólum, eins og sá, er sézt hér á myndinni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.