Vikan


Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 18
18 VIKAN Nr. 28, 1939 honum og honum var vísað inn í einka- skrifstofu bankastjórans. — Hver eruð þér maður minn? spurði bankastjórinn heldur óþýðlega, um leið og Jónas kom inn úr dyrunum. Jónas sagði til nafns síns. — Jónas á Bergsstöðum. Já, rétt er það. Ég kannast við nafnið. Fáið þér yður sæti. Jónas fékk sér sæti þegjandi. Það var eins og andrúmsloftið þarna inni legði höft á tungu hans, svo að honum var erfitt um að hefja viðræður. — Hvað er yður á höndum? spurði bankastjórinn eftir stutta þögn. Jónas tók upp kröfuna frá bankanum og gat þess, að hún væri tilefni þess að hann væri þangað kominn. Bankastjórinn athugaði kröfuna gaum- gæfilega. •— Hm. Jú, þetta stendur heima. Ég Vona að þér hafið skilið þetta til fullnustu. Víxillinn er fallinn. Hálfgerður óreiðumað- ur þessi Gunnar. Aldrei nein afborgun. Það er ekki hægt að framlengja þennan víxilskratta lengur. Þér skiljið —. Jónas sagðist skilja þetta alltsaman mjög vel, en spurði svo hvort það væri meiningin að hann greiddi þessa skuld taf- arlaust. — Vitanlega maður. Við getum ekki lát- ið þetta danka svona lengur. Hjá þessum Gunnari er ekkert að hafa, og þér hljótið að skilja, að bankinn verður að ganga eftir sínu. ■— En ég sé enga möguleika á því að greiða þessa upphæð eins og sakir standa, sagði Jónas með hægð. — Tja, það er verri sagan, en þér mein- ið það ekki. Þér eruð í fullgóðum kringum- stæðum, svo að þér hafið alltaf einhver ráð, því að við getum ekki umliðið í það óendanlega. Jónas þóttist sjá að þetta yrði þungsótt- ur róður, en hann endurtók það, að hann sæi enga leið til þess að standa skil á þess- ari upphæð allri í einu, nema því aðeins að skerða bústofn sinn svo tilfinnanlega. Sér hefði því dottið í hug að fara fram á að mega greiða þessa upphæð smátt og smátt á nokkuð löngum tíma, því að sér væri ljóst að hjá því yrði ekki komizt að hann greiddi þessa skuld, þó að hann hefði ekki stofnað til hennar í fyrstu. — En sjáið þér, góði maður, sagði bankastjórinn og hamraði óþolinmóðlega með fingurgómunum á borðplötuna. Þér hafið þó hlotið að gera yður Ijóst þegar þér genguð í þessa ábyrgð að illa kynni að fara. — Frekari umlíðing er því miður ómöguleg. Bölvuð peningavandræði. Bank- inn þarf á öllu sínu fé að halda núna í kreppunni. Kreppa á öllum sviðum, mað- ur minn. Þér hljótið að skilja —. Jónas sagðist skilja þetta aUtsaman mjög vel. En hann sagðist vonast til að bankastjórinn skildi það líka, að sér væri það ofvaxið að greiða þessa upphæð í einu lagi, en hins vegar gæti hann klofið það að greiða svo sem tvö til þrjú hundruð krónur á ári. — Nei, góði maður, það getum við ekki gengið inn á. Bankinn þarf á öllu sínu fé að halda. Við erum orðnir kvekktir á enda- lausum loforðum. Ég vona að þér skiljið mig fullvel. Þessi víxill getur ekki slarkað svona lengur. Bankastjórinn reis hægt á fætur eins og hann vildi með því gefa til kynna að sam- talinu væri lokið. En Jónas vildi ekki gef- ast upp strax. Frekari tilraunir urðu þó árangurslausar. Hann sá þess vegna sitt óvænna og kvaddi stuttlega og snaraðist út. Skap hans var komið í töluverða æs- ingu við að mæta óbilgirni bankastjórans. Hann hafði komið þangað vongóður og búist við sanngirni, en nú fór hann þaðan vonsvikinn. Erindum hans er lokið svo að hann leggur tafarlaust af stað heimleiðis, einn síns liðs út á mjallahvíta snjóbreið- una. Það var orðið hálf-rokkið. Veðrið var það sama og um morguninn, stillt og bjart. Skíðin smugu með lágu ískrandi hljóði í gegnum snjóinn við hvert fótmál. Nokkrar stjörnur skinu dauflega í nætur- sortanum á austurloftinu. Jónas var farinn að hægja gönguna. Hann var orðinn þreyttur bæði á sál og líkama. Vonbrigðin í sambandi við erindi hans lögðust þungt á hann. Aldrei þessu vant hálf-kveið hann fyrir því að koma heim og verða að segja konu sinni það, að ferð hans hefði verið til einskis. Hún tók þátt í öllum hans framtíðardraumum og áformum. Það var jafnvel enn þá meira henni að þakka hvað allt hafði gengið vel fyrir þeim. Og hann kveið fyrir því að umgangast skepnurnar sínar, sem nú voru ekki nema að nokkru leyti hans eign. Þær voru allar vinir hans og á þeim byggði hann afkomu sína og sinna. Honum fannst hann hafa svikið þær í tryggðum, með því að skrifa nafn sitt á þennan óheilla- víxil. Það er orðið aldimmt en hann er kominn svo langt, að hann sér ljósið í glugganum heima hjá sér. Oft er það búið að leiða hann á rétta leið gegnum hríð og nátt- myrkur. Geislar þess eru eins og útrétt hönd, sem er að bjóða hann velkominn heim’ Honum léttir við það að horfast í augu við ljósið. Þreytan og beiskjan hverfa og hann fyllist öryggi og bjartsýni. Hvísl skíðanna við mjúkan snjóinn lætur betur í eyrum. Það er eins og þau segi við hvert spor: Ekki að gefast upp. Ekki að gefast upp, og hann fer að endurtaka í hálfum hljóðum. Ekki skal hann leggja árar í bát þótt allt virðist rísa gegn honum. Þau eru enn þá ung og hraust og skulu sigrast á öllum erfiðleikum og vinna upp aftur það, sem tapast. En það verður erfitt. Það mun kosta lengri vinnudag, meira erfiði, minni þæg- indi, meiri áhyggjur, meiri sjálfsafneitun og fleiri andvökunætur. En það skal takast. HIKÐFÍFLIÐ, SEM VAKÐ KEISARI. Framh. af bls. 4. með vígvélar og fíla, sem aldrei höfðu áður sést á Englandi. Unnu þeir fullan sigur og gerðu Bretland að rómversku skattlandi. Er keisarinn kom heim til Rómaborgar hélt hann stórfenglega inn- reið í borgina sem sigursæll hershöfð- ingi. Árin liðu. Keisarinn var önnum kafinn við stjórnarstörf, og sá ekki, eða vildi ekki sjá, hvað gerðist á hans eigin heimih. Messalína, drottning hans, gerðist með ári hverju lauslátari og ósvífnari, en hinn aldraði keisari unni hinu fagra flagði svo heitt, að hann sá engan ljóð á ráði hennar. Vildu og fáir verða til að segja honum frá framferði hennar, enda var slíkt ekki með öllu hættulaust, því Messalína hefndi grimmilega allra mótgerða. Að lokum féll hún þó á sjálfs síns bragði. Hún gerði samsæri á móti keisaranum, er hann var fjarverandi í Ostia, og giftist friðli sínum. 1 brúðkaupsveizlunni var drukkið fast, og einn veizlugestanna klifraði í drykkjuæði upp í tré úti fyrir veizlusalnum. Hinir sam- særismennirnir spurðu hann í háði hvað hann sæi úr trénu. Hann svaraði: ,,Ég sé óveður koma frá Ostía.“ — Þetta reyndist rétt. Keisarinn fékk fregnina um svik og samsæri Messalínu, og Narcissus ráðgjafi hans stappaði í hann stálinu að snúa tafar- laust til Rómaborgar með lífvörðinn, bæla uppreistina niður og ganga milli bols og höfuðs á Messalínu. Uppreistarmönnum féll allur ketill í eld, og þeir voru drepnir flestir eða fyrirfóru sér. Messalína leiddi börn þeirra Cládíusar, Octavíu og Britann- icus, fram fyrir keisarann til að milda hann, en hann var ósveigjanlegur. Daginn eftir lét Narcissus einn lífvarðarforingjann drepa drottninguna. Örlögin höfðu leikið Cládíus grátt, en þau áttu meira í pokahorninu handa hon- um áður en lauk. Ráðgjafar hans og vild- armenn komu því til leiðar, að hann gekk að eiga bróðurdóttur sína, Agrippínu. Hún var hin fríðasta sýnum og mjög fjöllynd, en grimmúðug, stjórnkæn og drottnunar- gjörn. Hún fékk brátt tögl og hagldir í allri ríkisstjórn, og leysingjarnir, ráðgjaf- ar Cládíusar sáu um seinan, að þeim hafði áorðið hin mesta skyssa að gera hana að drottningu. Agrippína réði Narcissus ráð- gjafa af dögum, er hann gerðist henni mót- snúinn, og fékk Cládíus til að taka Neró, son hennar, sér í sonar stað. En árið 54 e. Kr. f. sá hinn gamli keisari, að líf hans og Britannicusar sonar hans voru í hinni mestu hættu frá hendi Agrippínu. Hann reyndi því að tryggja hinum unga syni sínum arf allan eftir sig, en Agrippína varð fjjótari til. Hún lét byrla honum eitur. — Cládíus var þá 64 ára gamall. Eftir dauða hans varð Neró stjúpsonur hans keisari og lét myrða Britannicus son Cládíusar. Cládíus hafði í lifanda lífi verið tignað- ur sem guð bæði í austurhluta ríkisins og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.