Vikan


Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 8

Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 8
8 V I K A N Nr. 28, 1939 Cbatiieid, lindvarnarmálaráðtierra brezka heimsveldisins. í annað skipti í sögu Englands komst liðsforingi á þing* Lítill og væskilslegur maður skundar eftir Downing Street. Hann er í gráum sumar- frakka og ber loðinn flókahatt á höfði. -Hann er skarpleitur og munnurinn samanbitinn, en í hin- um stóru, móbrúnu augum þessa manns bregður fyrir leiftri mannkærleika og skilnings. Við fyrstu sýn verður manni á að álíta, að þama fari einhver skrifstofumaður í einhverju ráðuneytinu, en því oft- ar, sem maður mætir honum fær maður ein- hvem óljósan grun um, að vel gæti þetta verið einhver hinna miklu manna á bak við tjöldin. Og sú er lika raunin á. Þessi maður er Chat- field lávarður. Hann er einn af leiðandi mönnum Englands, og Chamber- lain skipaði hann fyrir skömmu landvarnar- málaráðherra, en það er talin mjög erfið og vandasöm staða. Þegar England, í ágúst 1914, að öllu óviðbúið, dróst inn í heimsstyrjöldina, var Kitchener skip- aður hemaðarmálaráðherra og fekk hann þá sæti í neðri málstofu brezka þingsins. Það var í fyrsta skipti í sögu brezka þingsins, sem launaður starfsmaður hersins var látinn koma fram á póli- En það þykir ekki leika á tveim tungum, að Chamberlain hafi valið réttan mann í þessa stöðu. Chatfield lávarður er sjóliðsforingjasonur og kom í þjónustu flotans 13 ára gamall. 65 ára gamall lagði hann niður störf og hafði þá öðlast þá æðstu nafnbót, sem hægt er að hljóta í enska sjóliðinu: admiral of the Fleet. Hann var liðsforingi í stríð- inu og tók þátt í orustunni við Jótlandsskaga. Síðar gegndi hann ýmsum ábyrgðar- stöðum í flotanum, m. a. sem yfirfor- ingi Atlantshafsflotans, og síðar hafði hann yfirstjórn með Miðjarðarhafs- flotanum. Við þessi nánu kynni sin af sjóliði Breta komst Chatfield lávarður fljótt að raun um, að flotinn var ekki eins sterkur og skyldi til varnar svo miklu riki. Beitti hann nú öllum skipulagshæfileikum sinum, vilja- þreki og áhrifavaldi til að endurbæta þessa hlið landvamanna og fekk aukið framlag til flotans úr 50 millj. sterlingspundum á ári upp í 127 milljónir. Síðan Nelson leið er talið, að enginn yfir- maður í brezka sjó- liðinu hafi átt slíkum vinsældum að fagna og Chatfield, sem almennt er nefndur „old chat“, eða gamli vaðalskollur. Þetta gælunafn er þó laust við alla illgirni og háð, en það þykir hins vegar bera vott um vinsældir landvarnarmála- ráðherrans, að menn skuli hafa þorað að nefna hann slíku gælunafni. Chatfield lávarður, landvarnarmálaráðherra Breta, hefir verið í þjónustu flotans síðan hann var 13 ára. tískum vettvangi. Og nú, þegar Chatfield lávarð- ur er skipaður landvarnarmálaráðherra, endur- tekur þetta sig. Störf þessa nýja ráðuneytis eru fólgin í þvi að hafa yfirumsjón með skipulagn- ingu landhers, lofthers og flota, og sem vænta má er það viðurhlutamikið og vandasamt verk. Djóðverjann Otto Lilienthal verður að telja upphafsmann svifflugs- ins. Eftir 30 ára viðstöðulausar til- raunir hóf hann sig til flugs á renni- flugu sinn 1891. Á næstu 5 árum fór hann yfir 2000 renniflugferðir, og sveif lengst I lofti 400 metra. Þessa renniflugu sína gerði Lilien- thal úr sterku bómullarefni, er hann strengdi á þurrkaða pilviðarspelka. Þessi flughamur vó 20 kíló, en var að flatarmáli 107 ferfet. Neðan í miðjan flughaminn voru festir smeyg- ar, og þar hékk svo flugmaðurinn á upphandleggjunum. Til að hefja sig til flugs varð Lilienthal að fleygja sér „fyrir björg“, og til þess útbjó hann dálitinn stökkpall í garðinum sínum. Síðar reyndi hann að fljúga á móti vindi í hæðóttu landslagi utan við Berlín. Þar reisti hann sér síðar flugskýli og renndi sér af þaki þess. Otto og bróðir hans Gustave hófu flugtilraunir sínar á fermingaraldri og höfðu vængjaburð fugalnna sér til fyrirmyndar. Árið 1896 hafði Lilienthal náð svo góðum árangri með renniflugu sinni, að nú virtist tími til kominn að setja vél í fluguna, og lét hann því smíða handa sér 2,5 hestafla sterkan mótor, er vó 45 kg., og setti hann í samband við fluguna. Síðla sumars fýsti hann að reyna þessa vélknúðu flugu, en er hann hafði farið nokkrar ferðir féll hann úr 16 metra hæð og meiddist hættulega í baki. Þegar svo slysa- lega tókst til missti Gustave áhugann fyrir flugmálunum, og nýja renni- flugan með mótornum fekk að fúna niður i flugskýlinu. Þannig fór það. Pyrsti silupÉrii i sig lil llugs 1891. Þjóðverjinn Otto Lillenthal flaug yfir 2000 sinnum í renniflugu sinni, er var gerð úr bómullarefni og [)urrum pilviði. o

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.