Vikan


Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 19
Nr. 28, 1939 VIKAN 19 Brandur frændi tók til sinna ráða. \ I alli hafði ljótan sið. Þegar mamma hans kallaði á hann og ætlaði að láta hann hjálpa sér við eitthvað, svaraði hann alltaf, að hann kæmi strax, en hann þyrfti að gera svolítið fyrst. Niðurstaðan varð því alltaf sú, að mamma hans hafði gert það sjálf, þegar Lalli kom loksins til þess að bjóða hjálp sína. Mamma hans ávítaði Lalla stundum fyrir seinlætið, en það fór inn um annað eyra hans og út um hitt. Nú segir kannske einhver, að mamma Lalla hefði átt að setja eftirminnilega ofan í við strákinn, og það hefði hún áreiðan- lega gert, ef hún hefði haft tíma til þess, því að hún var skynsöm kona. En mamma Lalla var ekkja og varð að vinna allan daginn og stundum á nóttunni líka við saumavélina sína til þess að hafa ofan af fyrir þeim. Einn dag kom frændi Lalla, sem var farandsali, til þeirra í litla húsið. Hann var lengi að átta sig á því, að Lalli væri ekki eins góður við móður sína og hann ætti að vera. Hann hnyklaði brýrnar af undrun, þegar hann heyrði Lalla segja í fyrsta skipti við móður sína: — Já, nú kem ég. Ég þarf bara að negla nokkra nagla fyrst . . . Brandur frændi barði gremjulega í borð- í Englandi. Eftir andlát sitt var hann tek- inn í guða tölu af öldungaráðinu í Róm. Æfiferill hans hafði verið grýttur, og fáir skildu hinn velviljaða og milda keis- ara, en álitu hann veikgeðja og vitgrann- an. Féndur hans skrifuðu hans eftirmæli, og níddu hann niður fyrir allar hellur. Sér- staklega jós heimspekingurinn Seneca, kennari Nerós, úr skálum reiði og haturs síns yfir minningu hins látna keisara. Enn þá finnst pistill eftir hann um himnaför Cládíusar, og hvernig guðirnir á Ólympsfjalli afneita Cládíusi sem guði, banna honum vist á himnum, og senda Merkúríus með hann norður og niður til Hadesar. Þar tekur Caligúla á móti hon- um og segir, að hann hafi verið hirðfífl sitt og þræll og gefur hann versta óvini Cládí- usar, svo að hann geti skemmt sér við að kvelja hann um alla eilífð. Á síðustu árum hafa ýmsir rithöfundar og fræðimenn tekið sig til og veitt Cládíusi fulla uppreisn. Hinn ógæfusami keisari var velviljaður og starf- samur þjóðhöfðingi, sem vildi þegnum sín- um allt hið bezta, en var hæddur og mis- skilinn af flestum, Barnasaga. ið og gaut hornauga til systur sinnar, sem fór að sópa gólfið sjálf, en það hafði hún ætlað Lalla að gera. En hvað hún var annars þreytuleg. — Láttu mig fá sópinn, kallaði Brand- ur frændi og stóð upp. Ég skal gera þetta, Brandur gaut hornauga til systur sinnar. sem sonur þinn hefir ekki tíma til að gera . . . Er hann alltaf svona hjálpsamur? bætti hann hæðnislega við. — Ó, andvarpar mamma Lalla. — Stundum óska ég þess, að hann væri vilj- ugri, en ég hefi svo lítinn tíma til að rek- ast í honum. — Drengurinn er orðinn tólf ára, sagði Brandur frændi gremjulega, — og ætti að hafa vit á því að koma hlaupandi strax og mamma hans kallar á hann, hvað sem hann kynni að vera að gera. En það gæti verið, að ég gæti lagað hann, bætti hann við í hálfum hljóðum. Brandur frændi átti gríðarstóran hund, sem hét Hrappur og fylgdi húsbónda sín- um eins og lamb mömmu sinni. Brandur frændi hafði á hinum löngu ferðalögum sínum kennt honum ýmsar listir, sem hann lét hann stundum leika. Ef hann sagði til dæmis ,,urr“ og benti á einhvern, þá réðist Hrappur á hann og veiti honum um, ef hann gat. Hann vissi, að hann mátti ekki bíta, nema hann fengi sérstaka skip- un. En gæti hann fellt einhvern, setti hann báðar framlappirnar á brjóst honum og hreyfði sig ekki fyrr en Brandur frændi gaf skipun. Nokkrum dögum eftir að Brandur frændi kom, stakk hann upp á því við Lalla, að þeir færu út í skóg og tíndu blóm handa mömmu. Lalii var strax til í það, því að honum fannst Brandur frændi vera skemmtilegasti maðurinn undir sólinni og hann vissi, að hann mundi segja sér marg- ar sögur á leiðinni. En Brandur frændi virtist ekki vera í skapi til þess að segja sögur í dag. Hann virtist vera að velta einhverju ákaflega erfiðu fyrir sér. Hrappur hljóp á eftir þeim með lafandi tungu. Þegar þeir komu í skóginn, séttist Brandur frændi á trjástofn, sem lá niðri, og fór að lesa, en Lalli fór að tína blóm. Brandur frændi gaf drengnum auga, en allt í einu kallaði hann á Hrapp, sem kom strax þjótandi. Síðan lyfti hann hendinni, benti á Lalla og sagði: ,,urr“. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu, en Hrappur hafði fellt drenginn og lagt framlappirnar á brjóst honum, svo að drengurinn gat sig ekki hreyft. Lalli, sem hafði sízt búizt við þessari árás, varð alveg undrandi og tók að kalla: — Frændi, frændi! Kallaðu á Hrapp! En Brandur frændi leit ekki upp, en sagði: — Já, ég kem strax. Eg ætla bara að lesa nokkrar línur! Og hann hélt áfram að lesa, þar sem hann var viss um, að Hrappur gerði Lalla ekkert mein. Lalli lá nú þarna og gat ekki hreyft sig. Hann var ekki hræddur við Hrapp, en hann gat ekki ráðið við hann, hvernig sem hann reyndi. Hann kallaði án afláts á frænda sinn, sem svaraði: — Já, ég kem strax. Ég ætla bara að lesa nokkrar línur enn . . . ! Loksins — eftir langa mæðu, — þegar Lalli var orðinn dauðþreyttur og hás af hrópum, miskunnaði Brandur frændi sig yfir hann og rak Hrapp burt. Lalli stóð undrandi upp. — Hvers vegna anzaðirðu ekki, frændi? spurði hann. — O, mér datt bara í hug, að þú gætir alveg eins beðið eins og þú lætur mömmu þína bíða á hverjum degi . . . ! Lalli skildi þetta. Upp frá þessu lét hann móður sína aldrei bíða eftir sér eitt einasta andartak. Ungur maður í Indlandi var eitt sinn bólusettur á handlegginn. Þegar því var nýlokið klóraði hann með einum fingri of- an í bóluna og síðan í nefið á sér með sama fingri. Nokkrum dögum síðar sá læknirinn, að bólan kom ekki út á handlegg mannsins, heldur á nefinu. Aðeins tveir menn, sem nú eru á lífi hafa þann heiður að vera nefndir í friðar- samningnum, sem var skrifað undir í Ver- sailles að heimsstyrjöldinni lokinni, þeir Vilhjálmur keisari, sem nú er landflótta í Hollandi og Perth lávarður, sem þá var Sir Eric Drumond, en nú sendiherra Englands í Rómaborg. * Nýlega var skotinn í Uganda karlfíll, sem vóg 7000 kg.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.