Vikan


Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 22

Vikan - 13.07.1939, Blaðsíða 22
22 VIKAN Nr. 28, 1939 Jónas frá Hriflu hafði siglfirzkan pilt í Samvinnuskólanum, sem Kjartan hét, og kallaður var Kjartan Siglfirðingur, til að- greiningar frá öðrum. Einhverju sinni hafði verið uppsteytur á Siglufirði og kommúnistar fengið hækkað kaupið. Þá segir Jónas í kennslustund: — Getur þú nú sagt mér, Kjartan Sigl- firðingur, hvað guð var lengi að skapa heiminn? — Hann var sex daga að því, segir pilt- urinn. — Ójá. Og hvað tók hann sér svo fyrir hendur? — Hann hvíldist á þeim sjöunda, segir pilturinn. Þá segir Jónas: Heldur þú nú, Kjartan, Siglfirðingur, að drottinn hefði farið að, Bezta amatör- myndin. Á þessari mynd sjást tveir kunnir Reykvikingar, þeir Pét- ur Ingimundarson, slökkviliðs- stjóri, og Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi Slysavamafélagsins. — Myndin er tekin að lokinni slökkviliðsæfingu í Lækjar- götu. Æfingin hafði tekist ágætlega, sem vænta mátti, og meðan slökkviliðsmenn eru að taka saman pjönkur sínar, til að hverfa aftur til slökkvi- stöðvarinnar, taka þeir Pétur og Jón tal saman og eru báðir hinir áhyggjuþyngstu og al- vörugefnustu á svipinn. En þeir ræða hvorki um skipstapa eða húsbruna, eins og manni kynni að detta í hug, heldur er Pétur, sem er ágætur laxveiði- maður, að segja Jóni frá grið- arstómm laxi, er hann hafði einu sinni elt ólar við. Þátttakendur í verðlaunasamkeppni ina þurfa að senda myndir sínar til Vikunnar um beztu amatör-mynd- afgreiðslu blaðsins fyrir 1. ágúst. Guðbrandur Jónsson, prófessor, er, sem kunnugt er, maður orðheppinn og mein- fyndinn. Fyrir skömmu var hann á gangi með manni, sem á sæti í gjaldeyris- og innflutningsnefnd. — Ræddi Guðbrandur um að fá styrk til utanfarar, og minnti á, í því sambandi, þann rausnarskap, sem gjaldeyrisnefndin sýndi guðfræðiprófessor- leggjast í iðjuleysi, ef hann hefði haft^um Háskólans, er hún léti tvo þeirra hafa þrjár krónur um tímann, eins og þeir á ;gjaldeyri til þess að heimsækja hina helgu Siglufirði? ^borg, — og kvað Guðbrandur þetta vera * 'hinn mesta höfðingsskap. Jóhann Eyfirðingur heitir maður. Hann ^ Spurði þá maðurinn Guðbrand, hvort er kaupmaður á Isafirði. Bróðir hans er ‘hann áhti að betra hefði verið, að skipta Þorsteinn, hinn þekkti skipstjóri á Línu- þessu niður á tvö ár, og láta aðeins ann- veiðaranum Fróða. — Þá er þeir bræður &an fara í einu. voru ungir stunduðu þeir sjóróðra úr Bol- J — Nei, sagði prófessorinn, það er ekki ungarvík. hægt, tveir þurftu þeir að fara, því þeir Eitt sinn þótti Þorsteini Jóhann vera hafa skipt með sér verðum, er suður kem- lengi að hafa sig af stað og hafði orð á ur. Ætlar annar, að finna gröf Júdasar, en því. Jóhann brást reiður við og sagði: — Farður til helv .. .., Steini bróðir, — ég kem á eftir. * Jóhann hefir að orðtæki: „sko“, og læt- ur það jafnan krydda ræðu sína. Eitt sinn var maður að krefja hann um peninga. — En Jóhann svaraði: — Það er ekki hægt, sko — ég sendi þúsund sko út í Bolungarvík í gær, og á svo ekkert sko eftir. — * Kona Jóhanns, sú seinni, heitir Sigríður. Einu sinni var Jóhanni tíðrætt um hest, er Sigríður átti, og sagði: — Hann er and........... enginn kven- hestur sko, bara fyrir hana Siggu mína. hinn tréð, sem hann hengdi sig í. Hafliði heitir maður og er hann Þor- steinsson, og á hann heima á Vesturlandi. Ekki þykir hann reiða vitið í þverpokum og eru til af honum margar sögur, og hér kemur ein: Hafliði var vinnumaður á bæ einum. Eitt sinn um vetur, þá er á mjöltum stóð, fengu nokkrir hrekkjalimir Hafliða til þess að fara út í fjós og freista hvort eigi tækjust ástir með honum og einni mjalta- konunni. Hafliði fór. Eftir drykklanga stund kom hann aftur, allur eitt sólskins- bros. Inntu menn hann nú eftir erindislok- unum en Hafliði rankaði þá við sér og sagði: — Æ, ég steingleymdi því. Einu sinni kom upp sá kvittur í Ame- ríku, að hinn frægi fjármálajöfur, Jay Gould, er á sínum tíma réð mestu allra ein- staklinga í Bandaríkjunum, væri í þann veginn að verða gjaldþrota. Og til að hnekkja þessum orðrómi tók Gould það til bragðs að bjóða nokkrum blaðamönnum inn á einkaskarifstofu sína, opnaði fyrir þá peningaskápinn sinn og sýndi þeim þar verðbréf fyrir 75 millj. dollara. Þetta var óvéfengjanleg staðreynd, sem blaðamenn- irnir létu spyrjast út um heiminn — og þegar Gould dó kom það líka í ljós, að þetta var rétt. er þvottasápa nútímans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.