Vikan


Vikan - 24.01.1991, Blaðsíða 19

Vikan - 24.01.1991, Blaðsíða 19
o co cn a> CÐ co cc o FOLK ERSVO SJÓNVARPSÞ/ETTIRNIR UM TVÍDRANGA HAFA GERT ÞAÐ SVO GOTT UM VÍÐA VERÖLD AÐ VIÐ GETUM EKKI STILLT OKKUR UM AÐ TALA SVOLÍTIÐ MEIRA UM ÞÁ, ÓBEINT. ÞAÐ ER EKKI NÓG MEÐ AÐ ÞEIR SÉU GERÐIR HJÁ FYRIRLÆKI SEM ÍSLENDINGURINN SIGURJÓN SIGHVATSSON Á STÓRAN HLUT í, HELDUR KOMA ÍSLENDINGAR ÞAR NOKKUÐ VIÐ SÖGU LÍKA. ÝMISLEGT BENDIR LÍKA TIL ÞESS AÐ FLEIRI ÍSLENDINGAR EIGI EFTIR AÐ GERA ÞAÐ GOTT ERLENDIS Á ÁRINU EN ÞAÐ ER ÖNNUR SAGA. AÐ ÞESSU SINNI ÆTLUM VIÐ EINGÖNGU AÐ FJALLA UM EINN AF AÐALLEIKURUM TVÍDRANGA, KYLE MACLACHLAN SEM LEIKUR FULLTRÚA BANDARÍSKU ALRÍKISLÖGREGLUNNAR, DALE COOPER. Kyle fæddist í Washing- ton-fylki og útskrifaö- ist frá háskólanum í Seattle meö glæsibrag. Þá fór hann að leika og vann heil- mikla hæfileikakeppni sem fram fór um öll Bandaríkin vegna myndarinnar Dune sem David Lynch átti eftir aö leik- stýra. Kyle hitti væntanlegan framleiðanda myndarinnar, Dino De Laurentiis, og skrifaði undir samning sem bannaði honum að koma fram í nokk- urri annarri mynd eða sjón- varpsþætti áður en Dune yrði frumsýnd. „Allt í einu blasti frægð og frami við mér,“ sagði Kyle í blaðaviðtali á sínum tíma og bætti við: „Allir sögðu við mig: Þú verður stjarna og þessi náungi á eftir að breyta lífi þínu. Og þegar myndin hafði verið frumsýnd og kolféll kom í Ijós að enginn vildi ráða mig í aðra rnynd." Og þar sem hann sá enga framtíð lengur í Hollywood' snéri hann aftur til Seattle og gerðist sviðsleikari. Þá kom David Lynch aftur að máli við hann og bauð honum að taka að sér hlutverk í mynd sem hafði fengið nafnið Blue Velvet. Kyle varð strax mjög hrifinn af hlutverki Jeffery Beaumonts sem hann átti að leika en mömmu hans líkaði ekki við söguna. Samt gat hann ekki hætt að hugsa um hlutverkið. „Þegar maður les svona gott handrit fer hjarta manns að slá hraðar," segir hann. „Maður kemst í stuð við lestur- inn og hrífst af þessum heimi sem David hefur skapað. Handritið var farið að naga huga minn, ef þú skilur mig.“ David Lynch vissi að hlut- verkiö myndi hafa áhrif á Kyle. Hann hélt tilboði sínu því opnu, þótt hann réði aðra leik- ara í önnur hlutverk. Enda fór svo á endanum að Kyle þáði hlutverkið og hefur aldrei séð eftir því. Þegar honum var boðið hlutverk í Tvídröngum var hann ekki lengi að hugsa sig um, enda hafði David skrif- að það með Kyle í huga. „Ég hreinlega flippaði út,“ segir hann. „Þetta hlutverk hefur aðdráttarafl, nákvæmni og allt að því fyrirsjáanlega kosti auk þess sem það er næstum því fáránlega ósjálf- rátt. Dale Cooper var fyrir mig eins og að kynnast fullkominni konu á nákvæmlega réttum tíma.“ Kannski er svolítið til í þess- ari samlíkingu. Þegar tökur á Tvídröngum hófust lék Kyle meðal annars í einu atriði á móti stúlku sem heitir Lara Flynn Boyle; tvítug að aldri eða ellefu árum yngri en hann. Þau urðu strax hrifin hvort af öðru en Lara var svolítið tví- stígandi og hugsaði sem svo: „Ef hann tekur þetta samband alvarlega - ef hann vill ein- hvern tíma búa með mér, þá ætla ég að prófa hann með því að fara fram á eigið baðher- bergi, eigin sundlaug og minn eigin hluta af húsinu sem við kaupum okkur.“ Kyle fannst það ekkert mál og nú eru þau nýbúin að endurnýja hús sem heitir Feneyjar og þau keyptu saman í Kaliforníu í fyrra. Nú eru þau að öllum líkindum stödd í París þar sem Lara er að leika í kvikmynd og á með- an er Kyle að rannsaka hlut- verk í kvikmynd sem Oliver Stone er að fara að gera um hljómsveitina Doors. í henni á Kyle að leika hljómborðs- leikarann Ray Manzarek. „Þetta er kröfuharðasta hlut- verkið sem ég hef fengið hing- aö til,“ segir hann. „Ray er svo flókin og óútreiknanleg per- sóna.“ Þótt hann hafi ekki verið að- dáandi Doors á sínum tíma þá er hann orðinn það núna. Auk þess kemur það sér vel fyrir hann að hafa sungið og lært á píanó í æsku. Þótt Kyle Mac- Lachlan sé í margra augum sköpunarverk Davids Lynch er hann fjölhæfur leikari og á eftir að sýna heiminum ýmsar hliðar á sér á næstu árum. En auðvitað hefur hann lært margt af David Lynch. „Tvídrangar fjalla um hegð- un fólks," segir hann. „Þeir byggast ekkert endilega á söguþræði sem þarf að böðla áfram. Þessir þættir eru ólíkir öðrum vegna þess að í þeim fær fólkið að gera ýmislegt sem er alveg út í hött en þann- ig er það einmitt í raunveru- leikanum. Fólk er alltaf að gera eitthvað sem er algerlega út í hött. Eftir reynslu mína í Tvldröngum nýt ég þess að skoða fólk. Ekki endilega vegna þess að það sé áhuga- vert, sem það auðvitað er, heldur fyrst og fremst vegna þess að það er svo furöulegt og gerir svo margt sem er al- gerlega út í hött.“ □ ▲ Atriði úr Tví- dröngum. Kyle MacLachlan og Michael Ontkean í hlutverkum sínum. ◄ Hér sést Kyle MacLachlan í einu atriða kvik- myndarinnar Blue Velvet ásamt leikkon- unni Laura Dern. Myndinni leik- stýrði David Lynch, sem ein- nig leikstýrir Tvídröngum. 2.TBL1991 VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.