Vikan - 24.01.1991, Blaðsíða 43
Hinn tíu ára gamli drenghnokki, MacAuly Culkin er skyndilega orð-
inn ein umtalaðasta barnastjarna Hollywood eftir að hafa unnið hug
og hjörtu kvikmyndahúsagesta, sem hafa flykkst í kvikmyndahúsin
til að sjá hann í gamanmyndinni Home Alone. Fer hann með hlutverk
Kevins, sem hér sést hætt kominn í viðureign sinni við innbrots-
þjófa. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst...
Home Alone búin aö hala inn
rúmlega 152 milljónir dollar og
er það I líkingu við aðsóknina
að stórmyndinni Batman.
Aðalleikarinn [ Home Alone
er MacAulay Culkin sem er
aðeins tíu ára gamall og er
orðinn skærasta barnastjarna
síðan Shirley Temple var og
hét. MacAulay Culkin er frá
New York og á sjö systkini. Til
marks um hversu vinsæll hann
er úti í hinum stóra heimi þá
var þessi tíu ára patti að skrifa
undir samning hjá kvikmynda-
fyrirtækinu Warner Brothers
og fær litla milljón dollara fyrir.
Það samsvarar 60 milljónum
íslenskra króna - og það fyrir
bara eina mynd.
Home Alone er sautjánda
kvikmyndin sem John Hughes
gerir og allar hafa þær slegið í
gegn um allan heim. Meðal
mynda hans má nefna Break-
fast Club, Sixteen Candles,
Planes trains and Automobil-
es og fleiri. Hann kvikmyndar
alltaf í Bandaríkjunum, eink-
um í Chicago. Það er hans
einkenni. Leikstjóri Home Al-
one er aðeins 25 ára gamall
og er góðvinur Stevens Spiel-
berg. Hann heitir Christofer
Colombus og skrifaði handritið
að Cremlis, Goonies og
Young Sherlock Holmes.
ann hefur stjórnað einni
lynd áður, Adventures in
abysitting. Hún sló í gegn
lérlendis sem erlendis.
Leikararnir í Home Alone
eru þessir: MacAulay (Uncle
Buck), John Heard (Cat Pe-
ople), Cathrine O’Hara (Beetle-
juce), Joe Pesci (Goodfellas,
Raging Bull), Daniel Stern
(Diner), John Candy (Uncle
Buck, Splash).
Hefðu verið þrettán mánuðir
í árinu 1990 hefði Home Alone
náð því að verða best sótta
myndin í Bandaríkjunum það
árið og slegið stórmyndirnar
Chost og Pretty Woman út.
Svo fór þó ekki en hún er á
uppleið um allan heim, líka hér
á íslandi. Fyrstu sýningahelg-
ina var allt vitlaust í Bíóhöllinni
og Alfreð Árnason sagðist ekki
muna eftir öðru eins síðan
Crocodile Dundee og Funny
People 2 voru sýndar. Gaman
verður að vita hvort Home Al-
one slær Pretty Woman út hér
á landi.
Myndin var öll tekin í Chic-
ago árið ’89. Það tók 13 vikur
að kvikmynda hana alla en
nokkra mánuði að klippa hana
og fullgera. Erfiðar aðstæður
voru fyrir kvikmyndagerðar-
mennina á flugvellinum (Chic-
ago. Þar þurftu þeir að mynda
tvö atriði sem taka fimm mín-
útur í fullgerðri myndinni en
það tók tvo daga að fullgera
þessi atriði. Það getur verið
þreytandi og erfitt að gera
kvikmynd.
Home Alone er um Kevin og
fjölskyldu hans. Þau eru að
fara til Parisar um jólin en í
miklum flýti gleymist Kevin -
þau telja sjö krakka inn í flug-
vélina í staðinn fyrir átta. Kev-
in er því einn heima meðan
fjölskylda hans dvelur í París
og ekki bætir úr skák að tveir
innbrotsþjófar reyna hvað þeir
geta til að komast inn í húsið.
Kevin bjargar sér og sitthvað
spaugilegt hendir hann í
sjálfsmennskunni. Allt skýrist
þetta betur á hvita tjaldinu í
Bíóhöllinni og Bíóborginni.
Home Alone frá 20th Century Fox.
Leikstjóri: Christofer Colombus.
Handritahöfundur og framleiðandi:
John Huges.
BlÓHÖML
ÁLFABAKKA SIMI: 78900
UNITEDARTISTSmhtsaROBERTCHARTOFF-IRWINWINKLERmncrmSVLVESTERSTALLONE ROCKYV TALIASHIRE BURTYOUNG
SAGESTALLONE TOMMYMORRISON udBURGESSMEREDITH tBILLCONTI ^MICHAELN.KNUE,,::JOHNG.AVILDSEN
"BWILLIAMJ.CASSIDY ™KSTEVENPOSTER,«t SiTOiMUNAPO SMICHAELS.GLICK “ISYLVESTERSTALLONE
IfflgSSElSgl IRWINWINKLER«ROBERTCHARTOFF*»JOHNG.AVILDSEN —TÆiUV
MCKYV
GO FORIT
2.TBL1991 VIKAN 43