Vikan


Vikan - 24.01.1991, Blaðsíða 8

Vikan - 24.01.1991, Blaðsíða 8
Diddú og maður hennar, Þorkell Jóelsson, ásamt dætrunum Salóme og Valdísi. LJÓSM.: BINNI ir, sem kölluð er Diddú, breytist úr venjulegu stúlkunni, sem fær sér annað veifið súkkulaði- sopa, í Gildu, einkadóttur Rigolettos. Það ligg- ur við að skær sópranröddin hljómi um salinn líkt og í óperunni og í minningunni bregður fyrir mynd af Diddú þar sem hún er klöppuð fram á sviðið í lok frumsýningar, fyrst meö hin- um aðalsöngvurunum og loks ein og sér. Og það var eins og hún yrði hálffeimin af öllum fagnaðarlátunum. „Mér fannst þetta óþægilegt. Ég fór að gráta þegar ég var kölluö ein fram, ég varð eitthvað svo lítil innan í mér við þetta. En maður verður að læra að taka á móti þessu. Ég var svolítið tætt að lokinni frumsýningu, ég vildi helst fara út í horn og loka mig af. Það verður svo mikið spennufall. Við vitum ekkert hvernig til tekst fyrr en á augnabliki frumsýningarinnar. Frum- sýningarlokin eru svipuð því að eiga barn eða upplifa álíkatímamót. Það eru engartvær sýn- ingar eins og það veit enginn fyrirfram hvernig til tekst. Og oftast verða sýningarnar betri eftir því sem þeim fjölgar. Þetta starf er gefandi og göfugt og þrungiö eftirvæntingu og spennu." - Verður spennan aldrei óbærileg? „Nei,“ svarar hún hlæjandi, „maður reynir að hafa stjórn á henni." - Er Gilda ekki draumahlutverk sópran- söngkonu? „Jú, ætli það ekki. Ég hafði æft hlutverkið hjá leiðbeinanda mínum á Italíu, Rinu Malatrasi, fyrir nokkrum árum. Við unnum nokkur hlut- verk frá tæknilegu sjónarmiði og það hjálpaði í klóm flagarans. Diddú og Garðar Corts í hlutverkum sínum. mér mikið til að móta röddina eins og hún er núna. Það tekur langan tíma fyrir röddina að aðlagast nótunum og tekur í raun nokkur ár að móta hvert hlutverk því undirmeðvitundin þarf að fá tækifæri til að vinna það, bæði varðandi raddbeitingu og persónusköpun. Eftir að ég kynntist þessu hlutverki á Ítalíu var það ofar- lega á óskalistanum og því ákvað ég að glíma við það þegar ég var beðin um það tveimur mánuðum fyrir frumsýningu - þó að þetta væri stuttur undirbúningstími. En ég hafði ekki tíma til að syngja það fyrir Rinu, leiöbeinandann minn, og það fannst henni miður þvf hún vill fá aö fylgjast með því sem ég er að gera.“ - Þú ert sem sagt ekki útskrifuð? „Nei, óperusöngvarar eru aldrei útskrifaðir. Við þurfum alltaf að hafa leiðbeinanda sem fylgist með okkur því við getum komið okkur upp ýmsum kækjum sem við tökum ekki eftir fyrr en okkur er bent á þá. En þó ég hafi farið tæknilega í gegnum hlutverkið hef ég aldrei séð Rigoletto á sviði, ekki hlustað á plötu eða horft á myndband af óperunni. Ég vildi frekar hlusta á sjálfa mig og reyna aö finna mína eigin persónulegu leið varðandi röddina og persónusköpunina." - Hvernig manneskja er Gilda? „Gilda er gersemi. Hún er eina góöa mann- eskjan í þessari óperu. Hún er heilsteypt og heilög. Hún er saklaus og veit ekkert um grimmd heimsins, veit ekki einu sinni við hvaö faðir hennar starfar. Óperan gerist á 16. öld þegar aðallinn réð öllu. Gilda er alin upp í 8 VIKAN 2. TBL. 1991

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.