Vikan


Vikan - 24.01.1991, Blaðsíða 22

Vikan - 24.01.1991, Blaðsíða 22
LÍNEY LAXDAL ÞÝDDI Það eru not fyrir mig eins og ég er - segir Lena Maria Johansson sem er fötluð Mér finnst gaman að prjóna, sauma föt, keyra bíl, syngja og vera til, segir Lena Maria 21 árs. - Ég veit ekki hvernig þaö er að hafa tvær hendur ög tvo fætur því það var ekki mér ætlað. Frá fæðingu hef ég þurft að bjarga mér sjálf. Það tók mig tvær vikur að uppgötva hvernig ég gæti fitj- að upp á prjóninn með tánum. En nú get ég prjónað flest munstur, teiknað og málað, spilað á píanó og gítar og svo sauma ég öll mín föt sjálf. Það þykir vel af sér vikið þegar þess er gætt að mig vantar að- eins tvær hendur og einn fót. Frábært! Þetta er umhugsunarvert. En það sem hefur mest áhrif á þá sem heimsækja hana er lít- ið veggspjald sem hún á. Á því stendur: Drottinn er minn hirðir og sér mér fyrir því sem mig vanhagar um. Þessi einföldu orð geta ómögulega passaö við Lenu Mariu, finnst okkur. Hún segir: Hvernig getur mig vantað það sem ég hef aldrei haft? Ég veit ekki hvernig það er að hafa hendur, þess vegna finnst mér ekki að þær hafi verið teknar af mér. Frá fæð- ingu hef ég lært að bjarga mér án þeirra. Lena Maria Johansson kom í heiminn fyrir tuttugu og einu ári. Hún fæddist án handa, með annan fótinn heilan og hinn hálfan. Þrem dögum eftir fæðinguna fengu foreldrar hennar loks að sjá hana. - Læknarnir voru hræddir við viðbrögö mömmu og pabba. En þegar þeir sýndu þeim mig brosti ég mínu fyrsta brosi og foreldrar mínir ákváðu aö halda mér. Lækn- arnir höfðu sagt þeim að það væri öllum fyrir bestu að ég yrði alin upp áfósturheimili. Ég er ekki thaliomid-barn segir hún. Það veit enginn hvað hef- ur komið fyrir á meðgöngunni, það er óútskýrt enn. Ég trúi því að Guð hafi vitað hvað hann gerði. Mér finnst hann hafa gefið mér einhverja sérstaka merkingu hér í lífinu. Ég veit nefnilega af hverju ég lifi. Hann hefur aldrei sagt við mig, trúið og þér munið verða frísk. Nei, það eru not fyrir mig eins og ég er. Þess vegna vil ég ekki verða frísk. Það eru margir til sem vilja hitta mig og reyna að lækna mig en ég trúi því að Guð lækni fólk ekki bara til þess að því líði vel heldur gerir hann það til þess að það trúi á hann. Það er mun mikilvægara fyrir mig að lifa Ekkert grín að eiga tvo pabba ▲ Keshla með „alvöru foreldrum" sínum og litla bróður. Að eiga tvo feður aðeins tíu ára að aldri er erfitt, segir Keshia, leikkonan unga sem leikur Rudy í Fyrir- myndarföður. Samt er Bill Cosby ekki nærri þvi eins strangur og raunverulegi þabbi minn. -Að eiga tvo feður sem fylgjast með manni með rönt- genaugum er mjög erfitt, segir Keshia Knight Pulliam, yngsta barnið i Fyrirmyndarföður. Báðir vilja þeir hindra að ég verði ofdekruð, af því ég er minnsti þátttakandinn í þáttun- Bill er mjög barngóður. 22 VIKAN 2.TBL.1991

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.