Vikan


Vikan - 24.01.1991, Blaðsíða 20

Vikan - 24.01.1991, Blaðsíða 20
STAKKASKIPTI MEÐ MAKE-UP FOREVER *SDr% Förðun: Llna Rut Karlsdóttir Hórgreiðsla: Hór Expo Fðt: Hjólheimar Ljósmyndari: Sigurður Jónsson Texti: Helga Möller Það erfyrirsætan Anna Herdís sem prýðir þáttinn að þessu sinni. Anna Herdís er 22ja ára og hefur starfað með lcelandic Models undanfarin ár, ásamt því að starfa erlendis. Lína Rut hefur oft unnið með Önnu Herdísi og fékk hana til að sitja fyrir að þessu sinni. Það sem Lína Rut sýnir okkur nú er hvernig sama förð- un kemur mismunandi út þeg- ar annars vegar er tekin lit- mynd og hins vegar svart/hvít mynd. Á þessum myndum, þar sem Anna Herdís er klædd í leðurbúning úr verslui Hjólheimum, er húi gerð að „töff týpu“ og andi sjöund áratugarins liggur í loftinu - einnig með förðuninni. Á hinn bóginn dregur förð- unin fram mynd af náttúrulegri stúlku, hreinni og tærri. Þetta sýnir okkur enn á ný hvað hægt er að gera með einni og sömu manneskjunni. Við viljum þakka kærlega góðar viðtökur þessara þátta og áhugann sem ungar stúlkur hafa sýnt. Bréf með myndum streyma inn svo að líklegt er að við getum aðeins sinnt broti af þeim fjölda sem hefur boðið sig fram. Framvegis biðjum við stúlk- ur að senda einungis bréf með mynd þar sem enginn farði hefur verið notaður) til Vikunn- ar, merkt „Stakkaskipti", Háa- leitisbraut 1, 105 Reykjavík, eða til Línu Rutar, f vinnustofu hennar, Förðunarmeistarann, Laugavegi 33 b, 101 Reykja- vík. Við verðum að láta af því að biöja um heimsóknirtil Línu Rutar því á- sóknin hefur 20 VIKAN 2.TBL.1991 verið það mikil að lítill ’tími hefurverið fyrir Línu Rut til að sinna vinnu sinni, en hún tekur að sér förðun fyrir öll tækifæri, ásamt því að halda námskeið. Eins og fyrr vinnur Lína Rut með vörunum Make-Up Forever.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.