Vikan - 24.01.1991, Blaðsíða 16
Mynd: Þorvarður Arnason.
Með álfum og tröllum, Nem-
endalelkhús 1987. Mynd: l'var
Brynjólfsson.
láta dæma sig því hér er mikið
um að fólk sé sett í skúffur. Ég
álít þó að enginn geti tekið sér
það vald að dæma aðra
manneskju. Mér finnst það
hreinlega vanþroski að ætla
að taka annað fólk og afgreiða
það á fimm mínútum. Ég þekki
marga sem verið hafa mikið úti
en finnst erfitt að vera heima
því þeir hafa einhverja eina
ímynd hér. Þessi töffmennska
hér er ekkert annað en veik-
leiki. Styrkur felst í því að vera
svo öruggur hið innra að slíkt
Bokki i Draumi á Jónsmessunótt, Nemendaleikhúsið 1986.
sé ónauðsynlegt. Því umburð-
arlyndari sem maður er og því
fleiri tækifæri sem maður gefur
fólki því sterkari er maður sem
manneskja. Það finnst mér.
Það getur litað sjálfsmynd
manns ef einhverjir erfiðleikar
eru í nánasta umhverfi en þá
er að gera sér grein fyrir að
maður er að ganga i gegnum
erfiðleikana með eða við hlið-
ina á einhverjum en er þó sjálf-
stæður einstaklingur og stend-
ur sem slíkur utan við. Maður
lærir á þessu að vera ekki að
lifa fyrir aðra því þú sjálf ert
alltaf það eina sem þú átt að
og það sem þú situr uppi
með.“
Eftir að tökum á Ryði lauk
brá Krilla sér til Búdapest og
heillaðist þar mjög af borginni
sjálfri og leiklistarhefðum Ung-
verja. í Búdapest dvaldi hún í
hálft ár en á meðan fóru þar
fram fyrstu frjálsu kosningar í
marga áratugi og einnig gátu
nemendur skóla í fyrsta sinn
sent frá sér mótmælaskjöl
gegn prófessorum sínum. Hún
íhugaði í fyrstu að hefja fram-
haldsnám í borginni en komst
svo að því að skólinn hentaði
henni ekki sem skyldi. Christ-
ine spurði þá sjálfa sig hvaða
nám myndi gagnast henni
best í framtíðinni og varð Bar-
celona fyrir valinu eins og áður
segir.
LÍFHÆN BORG
Meðal námsgreina á Institut
del teater er „korporal mirne"
sem er upprunagrein lát-
bragðsleiks og byggist á fag-
urfræði og túlkunarmáta lík-
amans. Krilla nefnir Frakkann
víðfræga Marcel Marceau en
skóli sem ber nafn hans er nú
rekinn í París. Hvers vegna
valdi hún ekki þann skóla?
„Marcel marceau skóp sína
eigin útgáfu af látbragðsieik og
öðlaðist mikla frægð en hann
var aöallega að lýsa sinum
eigin raunveruleika, svo sem
varðandi innilokunarkenndina
í stórborginni. Ég lít því svo á
að fari ég í Marcel Marceau-
skólann sé ég að læra að apa
eftir honum en fái ekki sjálf að
túlka mína upplifun. Þess
vegna er ég mjög hrifin af að
læra tæknina og valdið yfir lík-
amanum, sem er mikið og
flókiö nám. Vitanlega langar
mig til að fá að flytja texta á
sviði í framtíðinni en ég er
einnig að læra hluti sem koma
til með að styðja það; bæði
hvaö varðar tímasetningu og
skýrari sviðshreyfingar."
Sköllótta söngkonan, Nemendaleikhús 1988. Mynd: Ivar Brynjólfsson.
16 VIKAN 2.TBL. 1991