Vikan


Vikan - 24.01.1991, Blaðsíða 45

Vikan - 24.01.1991, Blaðsíða 45
sem líkamlega. Viö erum ákveöin í aö jafna þessa reikn- inga á sem stystum tíma og förum mjög geyst af staö til nýs og að við vonum betra lífs. STRÍÐ OG STRESS Síðan kemur blessað stríðið og allir fátækir og grandvarir íslendingar ætla í framhaldi af því aö verða heimsborgarar með stuðningi mögulegs ríki- dæmis. Við vinnum og vinnum og reynum jafnframt að vera mjög menningarleg og hefluð á heimsvísu. Hús eru byggð, börnin eru menntuð, utan- landsferðir fyrir flestar fjöl- skyldur verða nauðsyn og bæði innbú og fatnaður er á Parísarvísu. Konur geysast út á vinnumarkaðinn hver af ann- arri og flest fer á fulla ferö heima og heiman. Afleiðingar þessa fara brátt að koma í Ijós. Við verðum þreytt, stressuð, tímalaus og börnin okkar hrædd og óörugg vegna þess að fáir mega vera að því að hlúa að þeim vegna of mikils ytra álags. Allt þetta og miklu meira til veldur vandræðum sem aftur á móti erfitt er að henda reiður á hvernig ná- kvæmlega skila sér í þessu annars ágæta samfélagi okkar allra. Það er ekki ósennilegt aö svokölluð nýaldarstefna sé á einhvern hátt runnin undan rifj- um þessarar upptalningar og þess vegna gangi fullmikið á um tíma hvað andlega leit áhrærir. Þreyta og einhvers konar uppgjöf kallar oft tíma- bundið á öfgar og glundroða. Það getur svo aftur á móti við heiðarlega, einlæga og kær- leiksríka umfjöllun snúist mönnum til góðs ef betur er að gáð. EFNISLEGT OG ANDLEGT FYLLIRÍ Andleg verðmæti eru nauð- synleg, ekki síður en efnisleg. Fari annaðhvort út í einhvers konar fyllirí er voöinn vís og bara spurning hvenær skýja- borgirnar, sem skapast af slíku, hrynja yfir okkur. Þá vöknum við væntanlega upp við vondan draum og óskum breytinga. í dýpsta eðli sínu er enginn grundvallarmunur á þessum tveim fylliríum vegna þess að bæði tvö gera okkur um tíma dómgreindarlaus og ónákvæm. Auk þess er ákveð- in hætta á einhvers konar spill- ingu meðal fólks möguleg eins og hefur þegar sýnt sig, bæði andlega og efnislega - því miður. Þú finnur þetta kannski betur, Lerka, vegna þess að þú hefur kosið að velja, þó sniðug sért, að gæta bús og barna um óákveðinn tíma og þá væntanlega jafnframt neita þér og fjölskyldunni um allan óþarfa lúxus. Á sama tíma finnur þú innri þörf og þrá eftir andlegum þáttum tilverunnar. Það er ofureðlilegt og þú uppgötvar fljótlega að í þeim efnum er ekki allt sem sýnist og verður vitanlega spæld og ögn von- svikin fyrir bragðið, af því að þú ert enginn asni. Sú ákvörð- un þín að fylgja eigin sannfær- ingu í þessum efnum sem öðr- um er hreint út sagt frábært og vonandi víkuröu aldrei frá þeim góða ásetningi. HÆFILEIKAR EÐA HÆFILEIKALEYSI Þú hefur verið í hópi með fólki sem augljóslega langar að vera eitthvað andlega. Vissu- lega er það kostur í sumum til- vikum og þá aðallega ef því eru samfara heilindi, augljósir sálrænir hæfileikar, kærleiks- rík lifsviðhorf og löngun og vilji til að gera sig að betri og þroskaðri manneskju, með til- heyrandi fyrirhöfn og fórnum náttúrlega. Hvaö varðar þá tilfinningu þína að þú hafir ekki fundið neitt sem fella má undir mögu- leg dulræn áhrif hef ég lúmskt gaman af, elskan, vegna þess að það er fremur vísbending um hæfileika en ekki. Þannig er nefnilega aö það sem sett er á svið sálrænt séð er venju- lega einskis virði og alls ekki vísbending um dulræna eða andlega sérgáfu. Hugsanlegar afleiðingar slíkrar sviðsetningar geta ver- ið mjög neikvæðar vegna þess að þær koma beint í kjölfar óheppilegs metnaðar, ósk- hyggju eða einfaldlega ómeð- vitaðs klofnings í persónuleika viðkomandi sviðsetjara. Slíkt framkallast við mjög sterka þrá til að vera sálrænn sem sá hinn sami kannski alls ekki er þrátt fyrir einlæga löngun. Ekki ber að fárast yfir slíku ef það takmarkast einungis við við- komandi sjálfan. Venjulega er þetta ómeðvitað og alls ekki af hinu illa. Hitt er svo annað mál ef viðkomandi ætlar að yfir- færa svona nokkuð á annað fólk og þá kannski fólk sem tímabundið líður illa og vill hafa það sem kost fyrir þann sem þiggur. Þá er málið öllu alvarlegra því í slíkumtilvikum leiðir blindur blindan og allir e vita hvernig slík för getur | endað. O Ö- I DULARGÁFUR 1 ERU MEÐFÆDDAR O > Þaö er ágætt að fólk átti sig á 8 þeim einfalda sannleik að það | er ekki hægt að búa til í okkur dulargáfur af einu eða neinu tagi. Þannig gáfur - eins og reyndar allar sérgáfur - eru og verða meðfæddar hvað sem hver segir og við breytum því ekki þrátt fyrir að alltof margir kysu það. Við erum aftur á móti eilíf- lega að rugla saman næmi fólks á mismunandi stigum og svo hins vegar sálrænum hæfileikum. Þetta er mjög raunalegur og óheppilegur misskilningur sem engum ertil blessunar. Augljós munur er á þessu tvennu. í stuttu máli er næmi fyrirbrigði eða ástand sem er ofureinfalt að auka eða draga úr eftir atvikum. Margt spilar þar inn í, svo sem líðan, aðstæður, áhugi, vilji og metn- aður. Auk þess getur slíkt staðið mismunandi lengi. Aftur á móti koma sálræn áhrif eða koma ekki, hvort sem hinum dulræna líkar betur eða verr. Þau vara venjulegast örstutt, kannski einungis í brot úr sekúndu, auk þess sem þau endurtaka sig ekki aftur eins. Það þarf þrátt fyrir augljósa hæfileika feikilega þjálfun til aö túlka táknin sem koma og eru þá venjulega tengd þeim hluta heilans sem hýsir innsæi og tilfinningum en alls ekki rök- hugsun viðkomandi. JÁKVÆÐUR HUGUR NAUÐSYNLEGUR Hugurinn er fyrst og fremst tækið sem sálrænu áhrifin fara í gegnum. Ef hann er meira og minna mengaður, til dæmis af neikvæöni ýmiss konar og öðrum annarlegum glundroða, er ekki ástæða til að ætla að sá sem hugann á verði, þrátt fyrir augljósa hæfileika, sam- ferðafólki sínu til blessunar. Flestum gengur hægt aö laga sig til hið innra svo kannski eru þetta þeir meðfæddu hæfileik- ar sem er hvað fyrirhafnar- mest að aga, þjálfa og nota - einmitt af því aö hugurinn tek- ur alfarið við boðunum sem koma. Að þessum ástæðum upp- töldum er spurning hvort yfir- leitt er nokkur sérstakur fengur því samfara aö gera sér vonir um að forsjónin hafi verið svo elskuleg að gefa manni dul- argáfur einhvers konar. Eins líka vegna þess aö fyrir þeim verður að vinna. Auk þess fylgja slíkum gáfum þrautir margar og misjafnar sem alls ekki eru eftirsóknarverðar eða auðveldar viðureignar. Að lokum þetta: Þú gerir laukrétt með því að nota hug- ann í bæn öðrum til handa eins og kom fram í bréfi þínu, auk þess sem þú kýst að hlúa að og styrkja börnin þín. Hvað varðar mögulega hæfileika þína er mér skapi næst að halda að þeir séu raunveruleg- ir og þess vegna engin ástæða til aö örvænta þó þér gangi ekki vel að finna einhver ósköp. Haltu ótrauð áfram að rækta þinn innri mann og biðja Guð um mögulega leiðsögn til þess arna. Eins er ekki úr vegi að óska eftir að fá að þjóna hans vilja sem er og verður alltaf fullkomnari en þinn. Eða eins og jarðbundna húsmóðirin sagði eitt sinn að marggefnu tilefni: „Elsk- urnar mfnar, ég elska að vera ofan f pottunum, snýta krökkunum og dekra við manninn af því að á meðan get ég hugsað einhver ósköp. Það eru vissulega forréttindi á tímum alls kyns hégóma og óþarfa hraða.“ Gangi þér allt í haginn og vonandi skýrist andleg framtíð þín fyrr en seinna, elskuleg. Guð verði þér sá vegvísir sem þú óskar og þarft á að halda í leit þinni að dýpri sannindum. Með vinsemd, Jóna Rúna. Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og þvi miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík. 2. TBL. 1991 VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.