Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 10
TEXTI: GUÐMUNDUR SIGURFREYR JÓNASSON
„Þegar ég kynntist
Júlíu konu minni sá
þessi illvættur sér
leik á borði og fór að
ásækja hana. Kona
mín reyndist vera
næm á þessu sviði og
varð fyrir aðsóknum
af völdum þessarar
veru.“
„Skyndilega veröur þessi beinskeytti draugur svo kraftmikill að hann hefur Júlíu á loft og ég fæ hana fljúgandi i fangið, beint ofan á mig. Hún fékk
blóðnasir og djúpa rispu, sem blæddi úr, á milli augnanna.“ Þannig kemst iðnskólaneminn Þorsteinn Víkingur Sveinsson m.a. að orði í frásögninni af
viðureigninni af ærsladraugnum. Júlía var ófáanleg til að vera með á Ijósmynd. LJÓSM.: BRAGl þ. JÓSEFSSON
„SKYNDILEGA SÁ ÉG
ÓGEÐSLEGA VERU
STARA Á MIG ..."
Sérstœð frásögn
ungra hjóna af
reynslu þeirra af
œrsladraug
Þegar ég var tíu ára fékk
ég mikinn áhuga á
andaglasi sem stundum
er nefnt „tilraunaglas". Ég
prófaði þetta nokkuð oft og þá
yfirleitt í boðum með frændum
mínum. Ég get varla sagt að
neitt afgerandi hafi gerst þó
ýmislegt athyglisvert kæmi í
Ijós. Eitt sinn, þegar ég prófaði
þetta einn míns liðs, fór glasið
skyndilega á fleygiferð og yfir
mig kom einhver undrun. Þá
sá ég veru, öllu heldur djöful,
sem var viðbjóðslegur ásýnd-
um,“ segir Þorsteinn Víkingur
Sveinsson. Hann segir hér frá
óhugnanlegri reynslu sinni af
mögnuðum ærsladraug sem
hann og kona hans, Júlía
Árndís Árnadóttir, hafa átt í
10 VIKAN 8. TBL.1991