Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 58
A Steinunn, verðlaunamynd
Sigurðar Stefáns Jónssonar, er
tekin í svart-hvítu líkt og
verðlaunamynd Braga. Magnús
segist einnig vera farinn að
hafa meira gaman af að taka
svart-hvítar myndir.
► Ljósmyndararnir okkar
sigursælu. Bragi Þ. Jósefsson
sitjandi. Magnús Hjörleifsson
standandi til vinstri og Sigurður
Stefán Jónsson til hægr). Það
er athyglisvert að allir unnu þeir
tii verðlauna fyrir kvenmanns-
myndir. LJÓSM.: þjm.
SSJ OG STEINUNN
Sigurður Stefán Jónsson hlaut
verðlaun f flokki persónu-
mynda fyrir myndina Steinunn.
Sigurður fæddist á Húsavík
árið 1958 og fékk Ijósmynda-
dellu eftir að faðir hans keypti
myndavél sem drengurinn
laumaðist í af og til. Fljótlega
vann hann til verölauna og
ekki dró það úr áhuganum. Til
náms skyldi haldið. Hann tók
BFA gráðu í School of Visual
Arts í New York. Að námi
loknu vann hann í þrjú ár í
Bandaríkjunum sem lausráö-
inn aðstoðarmaður Ijósmynd-
ara við ýmis verkefni, svo sem
auglýsingar, tísku, mat, bíla
og arkitektúr. Hann gerir ekki
upp á milli myndaflokka en tel-
ur mestu máli skipta að gera
hverju viðfangsefni sem best
og persónulegust skil.
Sigurður Stefán kom heim til
Islands árið 1989 og hefurein-
göngu unnið við Ijósmyndun
síðan, til dæmis fyrir Vikuna
og önnur tímarit SAM-útgáf-
unnar. Meðal annars á hann
heiðurinn af flestum mynd-
anna með þætti Línu Rutar,
Stakkaskiptum, hér í Vikunni.
Um verðlaunamyndina, Stein-
unni, segir hann að fyrirsætan
hafi skemmtilegt andlitsfall og
há kinnbein sem spennandi sé
að mynda.
Til hamingju, strákar.
X
56 VIKAN 8. TBL. 1991