Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 27
Leroy, ungur
drengur af
Siouz-þjóðinni
tilbúinn til að
dansa Ghost
dansinn.
dreifðust ættflokkarnir og héldu til veiða í minni
eða stærri hópum eða þeir stóðu í stríðsrekstri
við nágrannaþjóðirnar. Um mitt sumar, venju-
lega seinni hluta júlí, hittust allir ættflokkarnir á
fyrirfram ákveðnum stað á sléttunum á nokk-
urs konar sumarþingi þar sem hin helga athöfn
sólardans (Sun Dance) fór fram. Sumarþingið
var einnig notað til annarra hluta, svo sem að
fá fréttir af veiðibráð, öðrum þjóðum, hvíta
manninum og síðast en ekki síst til að stofna til
hjúskapar. Eftir sumarþingið var veiðum haldið
áfram, safnað vetrarforða af kjöti og þurrkuð-
um ávöxtum en vetrinum var að mestu eytt í
tipi-tjöldunum. Þá var tíminn notaður til að
vinna úr skinnunum, sauma flíkur, gera skildi,
boga, örvar og önnur vopn og síðast en ekki
síst til að segja sögur. Hjá Sioux-indíánunum
eins og öörum indíánaþjóðum var sagnalistin
mikils metin.
UPPGJÖF OG NIÐURLÆGING
Þrátt fyrir að Sioux-indíánarnir væru frábærir
stríðsmenn og síðastir til að gefast upp, jafnvel
fyrir ofurefli, þá fór samt svo að í kringum 1890
- eftir að Sitting Bull, einn af síðustu stríðs-
höfðingjum þeirra, var myrtur - voru þeir komn-
ir í algera uppgjafarstöðu gagnvart Banda-
ríkjaher. Var það ekki síst vegna skorts á
fæðu. Þjóð þeirra var hrakin í niðurlægingu og
hungri til Suður-Dakóta þar sem flestir þeirra
búa enn þann dag í dag á tveimur örlitlum
friðarsvæðum, Pine Ridge og Rosebud. Þar
voru þeir innikróaðir og við tók langt skeið
smánar og uppgjafar.
Árið 1973 létu Sioux-indíánarnir heyra í sér
aftur með mótmælum við Wounded Knee en
þar hafði Bandaríkjaher framiö fjöldamorð á
yfir þrjú hundruð mönnum, konum og börnum
árið 1890 (sjá grein í Vikunni, 17. tbl. 1990 um
Ghost Shirt Dance). Lítill hópur indíána hertók
Wounded Knee og stóðst umsátur Bandaríkja-
hers í 73 daga. Þau mótmæli tengdust The
American Indian Movement eða AIM, samtök-
um indíána sem vildu rétta hlut sinn gagnvart
hvíta manninum. í kjölfar þessara mótmæla
voru margir forsvarsmenn samtakanna hand-
teknir og sumir sitja enn í „pólitísku" fangelsi.
Núna er Suður-Dakóta stærsta láglaunasvæði
í Bandaríkjunum og meðaltekjur eru töluvert
undir fátæktarmörkum. Alkóhólismi er sjúk-
dómur sem hart er barist við á friðarsvæðinu
en hann er sú flóttaleið sem margir hafa valið
undan smáninni.
HVÍTA BUFFALÓKONAN
Friðarpípan sem Hvíta Buffalókonan færði Si-
oux-þjóðinni gegnir þýðingarmiklu hlutverki í
trúarathöfnum. Hvíta Buffalókonan heimsótti
Sioux-indíánana löngu, löngu eftir að þeir tóku
sér búsetu á jörðinni. Með komu sinni vildi hún
gera fólkið sér meðvitandi um þann kraft sem
það bjó yfir og efla tengslin milli manna og
guða. Iron Shell, Sioux-höfðingi frá 19. öld,
segir svo frá komu hennar:
„Og þannig var það, að ungu mönnunum
tveimur, sem höfðu verið sendirtil að leita buff-
alóa, birtist undurfögur kona klædd í dýrindis
klæði. Á baki sínu bar hún böggul. Svo Ijós og
geislandi var ásýnd hennar og fullkomið útlit
hennar að mennirnir tveir voru agndofa.
Þar sem þeir horfðu á hana sagði hún við
þá: „Ég er komin frá Buffalófólkinu. Ég hef ver-
ið send til þessarar jarðar til að tala við fólkið
ykkar. Þið hafið því mikilvæga hlutverki að
jjÞær indíánaþjóðir
sem bjuggu á austur-
ströndinni voru fyrstar til
að fara illa út úr
samskiptunum við hvíta
manninn og þegar þær
fóru að berjast fyrir
heimilum sínum og þeim
svæðum sem þær höfðu
búið á var mörgum
þjóðanna hreinlega
útrýmt.M
gegna að flytja þeim skilaboð mín. Farið til
höfðingja ykkar og segiö honum að láta setja
upp tipi-tjald í miðju þorpinu og láta dyr þess
vísa í austur eins og innganginn í þorpið
ykkar. Látið dreifa salvíu hjá virðingarsætinu.
Mýkið upp jörðina fyrir aftan eldstæðið og
myndið með henni ferning, komið hauskúpu af
buffalóa fyrir við aftari hluta ferningsins og á
bak við hana röð af greinum. Ég mun koma til
þorpsins við sólarupprás.
Annar mannanna varð yfir sig hrifinn af kon-
unni á meðan hún talaði og girntist hana. Þrátt
fyrir mótmæli félaga síns reyndi hann að fá
hana til lags við sig. Á sama augnabliki heyrð-
ist þrumugnýr og ský umvafði þau. Smám
saman hvarf skýið og hinn maðurinn kom auga
á fallegu konuna heila á húfi en við fætur henn-
ar lá beinagrind. Þegar leitarmaðurinn kom aft-
ur til þorpsins sagði hann höfðingjanum, Buff-
alo Who Walks Standing Upright, frá því sem
hann hafði orðið vitni að. Allt var framkvæmt
samkvæmt beiðni fallegu konunnar og beðið
næsta morguns.
Þegar sólin reis í austri birtist fallega konan.
Hún var klædd eins og daginn áður en í stað
böggulsins hélt hún á pípulegg í hægri hend-
inni og á rauðum pípuhaus í þeirri vinstri. Hún
gekk hægt inn í þorpið og að dyrum tipi-
tjaldsins. Hún gekk inn og fór til vinstri í hring
inn að virðingarsætinu. Höfðinginn bauð hana
velkomna og bauð henni að flytja skilaboð sín.
Konan stóð á fætur og hélt á pípunni. Hún
mælti til allra og sagði að Wakan Tanka (hinn
mikli andi) væri ánægður með Sioux-indíán-
ana og að hún, sem fulltrúi Buffalófólksins,
væri stolt af því að vera systir þeirra. Hún
sagði þeim að vegna þess að þeir hefðu verið
tryggir og trúir, hefðu haldið uppi merki hins
góða á móti illu og unnið að sameiningu frekar
en ágreiningi þá hefðu Sioux-indíánarnir verið
valdir til að taka við pípunni sem hún héldi á
fyrir hönd alls mannkynsins. Pípan ætti að
vera tákn um frið og ætti að vera notuð sem
slík milli manna og þjóða. Að reykja pípuna
væri tákn í trúarbrögðum þeirra og shaman
sem reykti pípuna næði í gegnum hana sam-
bandi við hinn mikla anda.
Hún útskýrði fyrir höfðingjanum hvernig ætti
að annast pípuna og að sem leiðtogi væri það
skylda hans að virða hana og vernda því það
væri í gegnum pípuna sem þjóðin lifði. Hún
leiðbeindi Buffalo Who Walks Standing Up-
right um hvernig ætti að nota pípuna og lofaði
Sioux-indíánunum að fljótlega myndu þeir fá
að vita um sjö helga siði sem þeir ættu að
framfylgja. Meðal þeirra var hreinsunarathöfn-
in sem fer fram í Sweat Lodge (gufubaðshús-
um), leitin að draumsýn (Vision Quest) og sól-
ardansinn (Sun Dance) sem er ein æðsta trú-
arathöfn þeirra. Þegarfallega konan hafði lokið
máli sínu gekk hún ein á braut og þegar hún
var komin út úr þorpinu breyttist hún í hvítan
buffalókálf."
Kynslóð fram af kynslóð hafa afkomendur
Buffalo Who Walks Standing Upright séð um
kálfapípuna fyrir hönd Sioux-þjóðarinnar. Hún
er þeim heilög og aðeins notuð við sérstakar
athafnir. Menn hafa gert sér sínar eigin pípur,
sem hafa haft sama gildi og hin helga pípa, til
að geta framfylgt því sem fallega konan kenndi
þeim. Þessi siður með pípuna hefur síöan flust
til annarra þjóða indíána og svo er einnig um
Sweat Lodge (gufubaðið) og Sun Dance (sól-
ardansinn) sem Navajo-indíánarnir hafa nú
líka tekið upp en upphaf þeirra var hjá Sioux-
þjóðinni.
Það var að vísu erfitt fyrir Sioux-þjóðina jafnt
og aðrar þjóðir að halda frið á jörð þó Hvíta
Buffalókonan hefði komið til þeirra, einfaldlega
vegna þess að friður hjá Sioux þýddi, eins og
hjá svo mörgum öðrum þjóðum, að óvinirnir
yrðu að líta á hlutina sömu augum og þeir. I
raun var friður fyrir Sioux-þjóðina röð af hléum
milli stríða og þeir viðurkenndu að geta
mannsins til að halda frið héldist í hendur við
löngun hans til að fara í stríð.
Frh. á bls. 28
8. TBL. 1991 VIKAN 27