Vikan


Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 60

Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 60
TEXTI: GUÐRÚN ERLA ÓLAFSDÓTTIR ALLR GEIA VERK> UMHVERFISUCNIR! 10 ATRIÐI SEM ALLIR GETA TAMIÐ SÉR TIL AÐ STUÐLA AÐ UMHVERFISVERND Athygli okkar íslend- inga á umhverfisvernd hefur fariö ört vaxandi á undanförnum mánuöum. Fólk er að átta sig á aö landið okkar er ekki eins hreint og margir héldu og er aö gera eitthvað í því. Umhverfisvernd er ekki einkamál stjórnvalda, peningajöfra, verksmiðjueig- enda eöa annarra landa. Um- hverfismál eru mál okkar allra. Við búum öll saman á þessari jörð og hún er eign okkar allra. Ekki þýðir að hugsa sem svo aö annars staðar en á Islandi séu mestu mengunarvaldarnir því að ísland er hluti af jörð- inni. Því hlýtur ábyrgðin á því hvað um jörðina verður að liggja hjá öllu mannkyninu. Þaö sem gerir umhverfismál sérstök er að við getum öll stuðlað að umhverfisvernd í nánasta umhverfi okkar, gert eitthvað hvert á sínu heimili, vinnustað, á ferðalögum, við innkaup nauðsynjavara og annarra hluta. Það sem selt er í verslunum er einungis það sem við sem neytendur viljum kaupa svo aö við getum haft áhrif á hvað er selt með því aö velja og hafna við innkaupin. Hér á eftir eru talin upp nokkur atriði sem snerta hin ýmsu málefni og við getum öll tileinkað okkur. Þau eru fremur óskyld og sýna því hversu víð- tækt málefni umhverfisvernd er. Sum geta litið út fyrir að vera flókin við fyrstu sýn en eru í raun afar einföld. Þetta er einungis spurning um viljann og að muna örfá lykilorð - sem verða sjálfsögð með tímanum. Öll þessi atriði eiga það sam- eiginlegt að geta skipt sköpum fyrir jörðina okkar en rétt er að geta þess að þessi listi er eng- an veginn tæmandi. Lykilorðin eru endurvinnsla og nýting. 4 Látið endurvinna áldósir, plastdósir og glerflöskur Nú er hægt að skila af sér tóm- um dósum og flöskum á mörg- um bensínstöðvum, stór- mörkuðum, sælgætissölum Endurvinnsla 4 enduriífgar umhverfið 4 varðveitir auðlindir okkar 4 minnkar mengun og sorp 4 minnkar súrt regn 4 minnkar þörf á sorphaugum 4 skapar arðvænlegan iðnað um landið og hjá Endurvinnsl- unni hf. og fæst 5 kr. skila- gjald. Einnig er hægt að skutla tómu dósunum og flöskunum i gulu plastkúlurnar sem blasa víða við og styrkja meö því gott málefni. Sem sagt einfalt og auðvelt aö safna tómu um- búöunum saman á einn ákveðinn stað á heimilinu eða vinnustaðnum og skila síðan ánæsta móttökustað! 4 Notið endurunninn pappír Allur pappír, sem við notum hér á (slandi, er innfluttur, hvort sem hann er endurunn- inn eða ekki. Mjög mikið af pappír fer til spillis á ári hverju eins og glöggt má sjá á öllu því pappírsflóði sem hellist inn um bréfalúguna hjá flestum og endar í ruslinu. Því er mikils- vert að reyna að nota eins mikið af endurunnum pappír og mögulegt er og stuðla þannig að nýtingu skóganna sem notaöir eru til pappírs- vinnslu. Nú er hægt að kaupa flest pappírskyns úr endur- unnum pappír, svo sem kaffi- poka, klósettpappír og skrif- pappír af ýmsum stæröum og gerðum, einnig tölvupappír og fleira. Einnig er hægt að fá óbleiktan papír. En bleikjunin felur í sér notkun skaðlegra efna. 4 Notið aðeins úðabrúsa sem ekki innihalda aerosól Aerosól er efni sem veldur eyðingu á ósonlaginu þegar það kemst í andrúmsloftið. Því er mikilvægt að nota aðeins úðabrúsa sem ekki innihalda þessi efni og eru vistarvænir eða „environmentally friendly" eða „ozone friendly" eins og það nefnist oft á ensku. 4 Plastpokar Þó að sumum hafi gramist að þurfa að borga 5 krónur fyrir hvern plastpoka í stórmörkuð- um og matvörubúðum rennur mesti ágóðinn til umhverfis- mála herlendis sem er mikil- svert framtak. Einnig minnir þetta okkur á að það er hægt að nota sama plastpokann aft- ur og aftur. Plast er mjög erfitt að endurvinna. Það brotnar ekki niður í frumeindir sínar í náttúrunni og skaðar þvi um- hverfið. Svo er nú líka ágætt að draga fram gömlu endur- nothæfu tau-innkaupapokana. Þeir standa alltaf fyrir sínu. 4 Notið þvottaefni sem skaðar ekki náttúruna f mörgum gerðum þvotta- og mýkingarefna eru notuð ýmis efni sem skaða náttúruna, svo sem fosföt og efnasambönd sem innihalda fosfór. Þessi efni mýkja vatnið og koma í veg fyrir að skíturinn í fötunum loði við þau. En gallinn við þessi efni er að þau eru skað- leg náttúrunni. Þegar þau fara með skolvatninu út í ár, vötn og í sjóinn valda þau offjölgun þörunga. Bakteríurnar, sem valda rotnun þörungsins eftir dauða hans, nota mikið súr- efni og þegar ofvöxtur er notar þetta ferli mikið af súrefni. Get- ur þetta valdið því að of lítið af súrefni verður eftir fyrir aðrar vatnalífverur og getur það valdið dauða ánna eða lækj- Frh. á bls. 60 N. 58 VIKAN 8. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.