Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 60
TEXTI: GUÐRÚN ERLA ÓLAFSDÓTTIR
ALLR GEIA VERK>
UMHVERFISUCNIR!
10 ATRIÐI SEM ALLIR GETA TAMIÐ SÉR TIL AÐ STUÐLA AÐ UMHVERFISVERND
Athygli okkar íslend-
inga á umhverfisvernd
hefur fariö ört vaxandi
á undanförnum mánuöum.
Fólk er að átta sig á aö landið
okkar er ekki eins hreint og
margir héldu og er aö gera
eitthvað í því. Umhverfisvernd
er ekki einkamál stjórnvalda,
peningajöfra, verksmiðjueig-
enda eöa annarra landa. Um-
hverfismál eru mál okkar allra.
Við búum öll saman á þessari
jörð og hún er eign okkar allra.
Ekki þýðir að hugsa sem svo
aö annars staðar en á Islandi
séu mestu mengunarvaldarnir
því að ísland er hluti af jörð-
inni. Því hlýtur ábyrgðin á því
hvað um jörðina verður að
liggja hjá öllu mannkyninu.
Þaö sem gerir umhverfismál
sérstök er að við getum öll
stuðlað að umhverfisvernd í
nánasta umhverfi okkar, gert
eitthvað hvert á sínu heimili,
vinnustað, á ferðalögum, við
innkaup nauðsynjavara og
annarra hluta. Það sem selt er
í verslunum er einungis það
sem við sem neytendur viljum
kaupa svo aö við getum haft
áhrif á hvað er selt með því aö
velja og hafna við innkaupin.
Hér á eftir eru talin upp
nokkur atriði sem snerta hin
ýmsu málefni og við getum öll
tileinkað okkur. Þau eru fremur
óskyld og sýna því hversu víð-
tækt málefni umhverfisvernd
er. Sum geta litið út fyrir að
vera flókin við fyrstu sýn en
eru í raun afar einföld. Þetta er
einungis spurning um viljann
og að muna örfá lykilorð - sem
verða sjálfsögð með tímanum.
Öll þessi atriði eiga það sam-
eiginlegt að geta skipt sköpum
fyrir jörðina okkar en rétt er að
geta þess að þessi listi er eng-
an veginn tæmandi.
Lykilorðin eru endurvinnsla
og nýting.
4 Látið endurvinna áldósir,
plastdósir og glerflöskur
Nú er hægt að skila af sér tóm-
um dósum og flöskum á mörg-
um bensínstöðvum, stór-
mörkuðum, sælgætissölum
Endurvinnsla
4 enduriífgar umhverfið
4 varðveitir auðlindir okkar
4 minnkar mengun og sorp
4 minnkar súrt regn
4 minnkar þörf á sorphaugum
4 skapar arðvænlegan iðnað
um landið og hjá Endurvinnsl-
unni hf. og fæst 5 kr. skila-
gjald. Einnig er hægt að skutla
tómu dósunum og flöskunum i
gulu plastkúlurnar sem blasa
víða við og styrkja meö því
gott málefni. Sem sagt einfalt
og auðvelt aö safna tómu um-
búöunum saman á einn
ákveðinn stað á heimilinu eða
vinnustaðnum og skila síðan
ánæsta móttökustað!
4 Notið endurunninn
pappír
Allur pappír, sem við notum
hér á (slandi, er innfluttur,
hvort sem hann er endurunn-
inn eða ekki. Mjög mikið af
pappír fer til spillis á ári hverju
eins og glöggt má sjá á öllu
því pappírsflóði sem hellist inn
um bréfalúguna hjá flestum og
endar í ruslinu. Því er mikils-
vert að reyna að nota eins
mikið af endurunnum pappír
og mögulegt er og stuðla
þannig að nýtingu skóganna
sem notaöir eru til pappírs-
vinnslu. Nú er hægt að kaupa
flest pappírskyns úr endur-
unnum pappír, svo sem kaffi-
poka, klósettpappír og skrif-
pappír af ýmsum stæröum og
gerðum, einnig tölvupappír og
fleira. Einnig er hægt að fá
óbleiktan papír. En bleikjunin
felur í sér notkun skaðlegra
efna.
4 Notið aðeins úðabrúsa
sem ekki innihalda
aerosól
Aerosól er efni sem veldur
eyðingu á ósonlaginu þegar
það kemst í andrúmsloftið. Því
er mikilvægt að nota aðeins
úðabrúsa sem ekki innihalda
þessi efni og eru vistarvænir
eða „environmentally friendly"
eða „ozone friendly" eins og
það nefnist oft á ensku.
4 Plastpokar
Þó að sumum hafi gramist að
þurfa að borga 5 krónur fyrir
hvern plastpoka í stórmörkuð-
um og matvörubúðum rennur
mesti ágóðinn til umhverfis-
mála herlendis sem er mikil-
svert framtak. Einnig minnir
þetta okkur á að það er hægt
að nota sama plastpokann aft-
ur og aftur. Plast er mjög erfitt
að endurvinna. Það brotnar
ekki niður í frumeindir sínar í
náttúrunni og skaðar þvi um-
hverfið. Svo er nú líka ágætt
að draga fram gömlu endur-
nothæfu tau-innkaupapokana.
Þeir standa alltaf fyrir sínu.
4 Notið þvottaefni sem
skaðar ekki náttúruna
f mörgum gerðum þvotta- og
mýkingarefna eru notuð ýmis
efni sem skaða náttúruna, svo
sem fosföt og efnasambönd
sem innihalda fosfór. Þessi
efni mýkja vatnið og koma í
veg fyrir að skíturinn í fötunum
loði við þau. En gallinn við
þessi efni er að þau eru skað-
leg náttúrunni. Þegar þau fara
með skolvatninu út í ár, vötn
og í sjóinn valda þau offjölgun
þörunga. Bakteríurnar, sem
valda rotnun þörungsins eftir
dauða hans, nota mikið súr-
efni og þegar ofvöxtur er notar
þetta ferli mikið af súrefni. Get-
ur þetta valdið því að of lítið af
súrefni verður eftir fyrir aðrar
vatnalífverur og getur það
valdið dauða ánna eða lækj-
Frh. á bls. 60
N.
58 VIKAN 8. TBL. 1991