Vikan


Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 26

Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 26
Þessi litli drengur fæddist Mary Ellen Crow Dog undir umsátrinu við Wounded Knee árið 1973. Á meðan á fæðingunni stóð fóru tvær kúlur í gegn- um hjólhýsið sem hún fæddi í. búnar þessum ágjarna kynstofni. Indíánar höföu búiö í samfélögum þar sem fólkið deildi meö sér ábyrgö og skyldum, veiðum og rækt- unarstörfum. Þeir höföu ekki skilning á þessari þörf hvíta mannsins til að „eiga“ allt sem hann kom nálægt, né skildu þeir eyöilegginguna sem virtist fylgja þeim þegar þeir ruddu niður trjám og gróöri til aö byggja stór samfélög sem þeir kölluðu borgir. Þær indíánaþjóðir sem bjuggu á austur- ströndinni voru fyrstar til aö fara illa út úr sam- skiptunum viö hvíta manninn og þegar þær fóru aö berjast fyrir heimilum sínum og þeim svæöum sem þær höfðu búiö á var mörgum þjóðanna hreinlega útrýmt. Aðrar þjóöir voru flæmdar burtu frá heimkynnum sínum og forð- uöu sér vestur á bóginn undan þessari flóð- bylgju af innflytjendum sem virtist vera skollin á landinu. Um leið og indíánaþjóðirnar voru flæmdar vestur á bóginn fluttust þær inn á svæöi sem áöur höföu verið byggö öðrum indíánaþjóðum. Þessir flutningar fóru ekki alltaf friösamlega fram því þeir sem fyrir voru vörðu lendur sínar eða héldu áfram aö hörfa og þá inn á land- svæði enn annarra þjóöa. VELDI SIOUX-INDÍÁNANNA Um 1650 bjuggu hinir sjö fiokkar Sioux-þjóöar- innar í skóglendinu sem nú er hluti af Minni- sota-fylki. Samfélag þeirra var byggt á akur- yrkju og veiðum. Veiöimenn þeirra höföu á þeim tíma komist að raun um aö vestan við heim- kynni þeirra voru miklar veiðilendur meö fjölda vísunda. Sioux-þjóöin sætti þrýstingi aö aust- an, meðal annars frá Cree-indíánunum sem höföu alltaf veriö óvinir Sioux og höföu nú fengið i hendurnar byssur frá Frökkum sem þeir áttu viöskipti við. Gegn byssum var Sioux- þjóöin varnarlaus því hún átti ennþá aðeins hefðbundin vopn. Talið er líklegt aö vegna þessa þrýstings frá Cree-unum og þrátt fyrir þá staðreynd aö þeir yrðu að berjast um yfirráöin yfir veiöilendunum fyrir vestan viö Omaha- og lowa-indíánana hafi Sioux-indíánarnir lagt í flutninga því veiði- lendurnar voru lokkandi. Við flutningana veröa breytingar á samfélagi þeirra og upp úr 1700 eru þeir aö mestu hættir aö stunda landbúnað og einbeita sér aö veiöum enda næg bráð á hinum nýju lendum þeirra. Til aö afla sér korn- matar komu þeir sér upp kerfi sem okkur gæti virst nokkuö flókiö nú á dögum. Annaðhvort rændu þeir korni frá nágrönnunum eða þeir versluöu viö þá meö skinn og annað og fengu kornmat í staðinn og var þarna oft um sömu nágranna aö ræöa. Upp úr 1800, um fimmtíu árum eftir aö Sioux-indíánar kynntust hestinum, er taliö aö þeir hafiö veriö búnir að mynda þaö sterka samfélagsmynstur sem enn eimir eftir af. Veldi þeirra hélt áfram að vaxa, þeir héldu áfram landvinningum af nágrannaþjóðum sínum og voru yfirleitt sigursælir. Blómatími þeirra var.á árunum 1830-1890. Um 1850 voru þeir búnir aö helga sér stórt landsvæði þar sem nú er Nebraska, Wyoming, Suöur-Dakóta og örlítið inn í suöurhluta Montana. Á þeim tíma áttu þeir þó í útistöðum viö marga af nágrönnum sínum, meöal annars Shoshoni, Pawnee, Omahas, Poncas, lowas, Assiniboines, Crows, Cree, Ojibway og Arikaras, aö ógleymdum hvíta manninum. Aftur á móti ríkti friður milli þeirra og Cheyenne- og Arapaho- þjóðanna. I illdeilum á milli þessara þjóöa var ekki alltaf um aö ræöa stríö milli stórra flokka. Stundum var um að ræöa litla árásarhópa sem fóru í stríö til aö ávinna sér þann heiður sem því var samfara aö bera sigurorð af óvininum. Sam- félagsskipan Sioux-þjóðarinnar var þannig aö karlmennirnir öðluðust viröingu annaöhvort meö því aö vera góöir veiðimenn eöa góðir stríðsmenn. Þess vegna var öll áhersla lögö á þetta tvennt í uppeldinu hjá þeim. Stríðs- reksturinn gekk líka oft út á þaö að stela hest- um frá óvininum en auður var mældur í hest- gildum og Sioux virtust frekar vilja stela hest- um sem búiö var aö temja en þurfa að eyöa tíma í aö leita þá uppi og temja sjálfir. Sioux-indíánarnir uröu strax frábærir hesta- menn og reiðlist þeirra í bardaga var annáluð. Þeir voru óhræddir við dauðann og þaö þótti mikill heiður aö deyja í bardaga. Jafnframt var það heiöur aö vinna „snilldarbragö" eins og þeir kölluðu það. Slíkt fólst í því að koma viö óvininn meðan hann var enn lifandi og í sum- um tilvikum að skilja þannig við hann. Menn gátu komið til baka meö mörg „snilldarbrögð" úr hverjum bardaga og veitti hvert þeirra þeim leyfi til aö bæta við sig einni arnarfjööur til skrauts eöa í fjaðrahjálmana. CRAZY HORSE OG AÐRIR LEIÐTOGAR Á þessum árum voru nokkrir höfðingjar meira áberandi en aðrir meöal ættflokkanna sjö hjá Sioux. Má þar nefna Red Cloud, Spotted Tail, He Dog, Big Foot og Sitting Bull. Einn er sá höfðingi sem lengst hefur lifað í goösögnum enda stundum nefndur „hinn undarlegi maöur Lakotanna" en þaö er Crazy Horse. Hann fæddist áriö 1842 (eöa þar um bil) og strax þegar hann var unglingur komu fram hjá hon- um dulrænir hæfileikar. Honum birtust draum- sýnir um framtíðina og hann sá hvílíka áþján þjóö hans átti eftir aö lifa og hvaöa ábyrgð hann sem forystumaður bæri gagnvart henni. Bardagalist hans var annáluð og slíkur vernd- arkraftur virtist fylgja honum í bardaga að hann særðist aldrei né varð fyrir byssuskoti. Þó gátu menn hans verið vissir um aö hann hélt sig allt- af í hita bardagans og hlífði sér aldrei. Hann varö og frægur fyrir aö bjarga úr áþján særöum hestum og mönnum eftir aö bardaga lauk. Stríðsöskur hans, „Hoka Hey!“ (þetta er góður dagur til aö deyja), varð frægt í bardögunum viö Rosebud og við Little Big Horn. Aö lokum varð hann þó eins og fleiri höfðingjar indíána aö gefast upp fyrir þrýstingi Bandaríkjahers og flytja fólk sitt til Fort Laramie þegar þaö var oröiö aöframkomið af hungri. Hvítir veiðimenn höfðu þá stráfellt vísundana og önnur veiðidýr á lendum Sioux-þjóöarinnar svo ekki var leng- ur hægt aö afla fæöu. Við Fort Laramie var Crazy Horse síöan beittur svikráðum og her- maöur drap hann með byssusting árið 1877. Öfundarmenn hans innan hóps indíánanna áttu þó ekki síöur þátt í aö svo fór. LIFNAÐARHÆTTIRNIR Lifnaðarhættir Sioux-þjóöarinnar réöust aö miklu leyti af árstíðum. Yfir sumartímann Minnlsvarði um fallinn hermann við Little Big Horn, þar sem indíánar ger- sigruðu Bandarikjaher. Við minn- isvarðann stendur gamall „coup stick“ eða „snilldar- bragðs stafur". Indíánarnir snertu óvininn með honum meðan hann var enn á lífi og vopnaður og unnu sér þannig inn heiður í bar- daga. 26 VIKAN 8. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.