Vikan


Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 22

Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 22
Stærðfræöi Tölvunarfræði Eðlisfræði Efnafræði Líffræði Jarð- og landfræði Próf í raunvísindadeild er nefnt B.S. og þar eins og í félagsvísindadeild er krafist 90 eininga. Ýmsar reglur gilda um námsframvindu í deildinni sem ekki verður farið í hér að öðru leyti en því að miðað er við að nám til B.S. prófs taki þrjú ár og hámarkstími er fjög- ur ár. Einnig er hægt að taka svonefnt M.S. próf við deildina en þá eru teknar 60 einingar til viðbótar. Það nám byggist einkum á vfsindalegum vinnu- brögöum; eigin rannsóknum og ritgerð. Engar sérstakar kröfur eru gerðar um það af hvaða braut stúdent braut- skráist en bent er á að æski- legt sé að nemendur komi úr eðlisfræði- eða náttúrufræði- deildum menntaskólanna þar sem námið byggist að mestu leyti á raungreinum eins og nafn deildarinnar bendir til. Deildin hefur skrifstofu í húsi sem nefnt er VR II og er að Hjarðarhaga 2-6 í Reykjavík. Skráðir stúdentar f raunvís- indadeild eru 477 og þar af 309 karlar. VERKFRÆÐIDEILD Verkfræðinámið byggist á þremur undirstöðugreinum verkfræði: Byggingarverkfræði Rafmagnsverkfræði Vélaverkfræði Gert er ráð fyrir að nám í verkfræðideild taki fjögur ár og sé í heild 120 námseiningar minnst. Þá getur deildin skipu- lagt framhaldsnám til M.S. prófs. Það er framhaldsnám eftir B.S. próf og miðast við eins árs nám eða 30 einingar. Engar sérkröfur eru gerðar um stúdentspróf en verkfræði- deild getur sett skilyrði um nám eða einkunnir í einstök- um greinum eða greinaflokk- um. Bent er á að námið bygg- ist mest á raungreinum og því sé æskilegt að stúdentar út- skrifist úr eðlisfræðideildum menntaskólanna eða jafngild- um námsbrautum. Þeir sem útskrifast úr verkfræðideild öðlast sjálfkrafa rétt til að kalla sig verkfræðinga þar sem deildin hefur hlotið viðurkenn- ingu félags verkfræðinga á ís- landi (VFÍ). Skrifstofa verk- fræðideildar er á annarri hæð í húsinu VR II við Hjarðarhaga. Skráðir stúdentar eru 283, þar af eru 252 karlar. TANNLÆKNADEILD Engin tilefni eru til upptalning- ar námsgreina í tannlækna- deild þar sem tannlækningar skipa öndvegið. Það tekur sex ár að verða tannlæknir, það er að segja fyrir þann sem kom- inn er inn og stenst prófkröfur. Eins og mörgum er kunnugt er mikil samkeppni í þessari deild vegna hins takmarkaða fjölda stúdenta sem tækifæri fær til að stunda nám eftir fyrsta misseri. (desember eru haldin svokölluð samkeppn- ispróf þar sem sjö efstu stúdentarnir öðlast rétt til áframhaldandi setu í deildinni. Engar kröfur um stúdentspróf úr ákveðinni deild eru gerðar en bent á að námsefnið er að langmestu leyti á erlendum málum. Auk þess kemur undir- stöðuþekking í uppeldis- og sálarfræði, félagsfræði og skyldum greinum að notum vegna náinna samskipta tann- lækna við fólk. Stúdentar við tannlæknadeild bjóða vinnu sína fyrir brot af verðskrá tannlækna og hefur umtals- verður fjöldi fólks nýtt sér þá þjónustu. Skrifstofa tann- læknadeildar er í húsinu Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16 í Reykjavík. í tannlækna- deild er alls skráður 71 stúdent og eru karlar í naumum meiri- hluta eða 39. HEIMSPEKIDEILD í heimspekideild eru kenndar eftirtaldar greinar: Heimspeki íslenska Sagnfræði Erlend tungumál Almenn bókmenntafræði Almenn málvísindi (flokknum erlend tungumál eru latína, gríska, danska, norska, sænska, finnska, enska, þýska, franska, spænska og rússneska. Til að Ijúka fullgildu B.A. prófi úr heimspekideild þarf að Ijúka 90 einingum og er miðað við að fullt ársnám sé 30 einingar. Hægt er að velja um eina eða tvær greinar innan sama B.A. prófs. Ef teknar eru tvær er lokið 60 einingum í annarri en 30 einingum í hinni. Þannig er hægt að útskrifast með eitt próf úr tveimur greinum. Um þessa samtvinnun greina gilda ákveðnar reglur sem ekki verða útlistaðar hér. Miðað er við að námið takið þrjú ár þó að töluvert sé um að því sé dreift á lengri tíma en engin tímamörk gilda um nám f deildinni. Að loknu B.A. námi er hægt að fara í framhalds- nám í nokkrum greinanna og Ijúka svokölluðu M.A. námi sem er 60 einingar. í heim- spekideild er, auk þess sem nefnt hefur verið, kennd ís- lenska fyrir erlenda stúdenta og tekur það nám tvö eða þrjú ár. Aðeins eru gerðar kröfur um almennt stúdentspróf. Gerðar eru þær kröfur til nem- enda að þeir hafi gott vald á íslensku og bent er á að mikið af fræðibókum, sem notaðar eru, er á erlendum málum, einkum ensku. Skrifstofa heimspekideildar er í húsinu Árnagarði á Háskólalóðinni. Skráðir stúdentar eru hvorki meira né minna en 1105 enda er deildin sú fjölmennasta inn- an Háskólans. Konur eru í meirihluta eða 726. LAGADEILD Lögfræðináminu er skipt í þrjá hluta og Ijúka má því á fimm árum þó sumir hafi notað lengri tíma. Við lagadeildina er starfrækt Lagastofnun sem oft er leitað til meö stærri deilumál þar sem hún er vísindaleg rannsóknastofnun auk þess að vera kennslustofnun fyrir kandidata og stúdenta sem vinna að fræðilegum verkefn- um. Auk þess veitir Orator, félag laganema, ókeypis lög- fræðiaðstoð og sitja þar stúdentar sjálfir fyrir svörum. Á fyrsta ári laganáms sitja nem- endurtíma í almennri lögfræði og má ef til vill segja að þar skiljist hismið frá kjarnanum. Farið er vítt og breitt um lög- fræðina eins og nafnið bendir til og er námskeiðið kjörið til aö nemendur geti kynnst lög- fræðinni og áttað sig á því um hvað fagið, og ekki síður námið, snýst. Ekki eru gerðar kröfur um stúdentspróf af sérstakri námsbraut en nauð- synlegt er að nemendur hafi gott vald á íslensku máli. Þá getur rektor Háskólans veitt undanþágu frá kröfum um stúdentspróf hafi umsækjandi lokið prófi eða prófum sem tal- in eru næg undirstaða til námsins. Skrifstofa lagadeild- ar er í húsinu Lögbergi á Háskólalóðinni. Skráðir stúd- entar voru í október 1990 alls 439 og er kynjaskipting nokk- uð jöfn en karlar þó fleiri eða 222. LÆKNADEILD Innan læknadeildar eru kenndar eftirtaldar greinar: Læknisfræði Lyfjafræði Hjúkrunarfræði Sjúkraþjálfun Til að Ijúka embættisprófi í læknisfræði þarf að Ijúka sex námsárum og auk þess einu til viðbótar eftir lokapróf, til kand- idatsprófs í lyfjafræði fimm árum, B.S. próf í hjúkrunar- fræði tekur fjögur ár og B.S. próf í sjúkraþjálfun einnig. Flestir sem Ijúka læknisprófi fara síðan utan til að afla sér menntunar (sérlækningum og er algengur tími til þess á bil- inu fjögur til sex ár. Allir sem lokið hafa stúdentsprófi hafa rétt til innritunar í læknisfræði. Skrifstofa læknadeildar er í Læknagarði við Vatnsmýrar- veg. Skráðir stúdentar í læknisfræði í október 1990 voru 335 og þar af 177 karlar. Aðgang að lyfjafræðinámi hafa þeir sem lokið hafa stúd- entsprófi úr stærðfræði-, nátt- úrufræði- eða eðlisfræðideild- um framhaldsskóla. Skrifstofa lyfjafræði er á fyrstu hæð aðal- byggingar Háskólans. Skráðir stúdentar í október 1990 voru 86, þar af 56 konur. Stúdents- próf er inntökuskilyrði í hjúkr- unarfræði og er æskilegt að nemendur hafi þekkingu á raungreinum, svo sem efna- fræði, líffræði og eðlisfræði, auk enskukunnáttu. Skrifstofa námsbrautar í hjúkrunarfræði er í Eirbergi við Eiríksgötu í Reykjavík. Skráðir stúdentar voru í haust 330, þar af 326 konur. (sjúkraþjálfun er krafist stúdentsprófs og hefur val úr hópi umsækjenda miðast við einkunnir á stúdentsprófi auk þess sem tekið hefur verið tillit til náms á háskólastigi og starfsreynslu. Skrifstofa og kennslustofur námsbrautar í sjúkraþjálfun eru á Vitastíg 8 í Reykjavík. Skráðir voru 100 stúdentar í haust, þar af 79 konur. GUÐFRÆÐIDEILD Til að Ijúka B.A. prófi i guð- fræði þarf að Ijúka 90 eining- um en miðað er við að ársnám sé 30 einingar. Nám til embættisprófs í guðfræði tek- ur fimm ár og er þá krafist minnst 150 eininga. Hámarks- tími til B.A. prófs er fimm ár en átta ár til embættisprófs en deildarfundur getur þó veitt undanþágu frá þessum tíma- mörkum þegar aðstæður krefj- ast þess. Til að öðlast rétt til náms í guðfræðideild nægir stúdentspróf. Námið byggist mjög á vinnu með texta og er 22 VIKAN 8. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.