Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 66
TEXTI: PORSTEINN EGGERTSSON
BÖRN LEGGJA UNDIR SIG
MNGHÚS OG MENNINGARSTOFNANIR
A LISTAHÁTfÐ ÆSKUNNAR
Afyrstu áratugum næstu
aldar munu börn dags-
ins í dag erfa landið og
kannski hefur æska íslands
aldrei verið glæsilegri en ein-
mitt nú. Það er því tímabært
og vel það að í ár, á síðustu
dögum vetrar og fyrstu sumar-
dögum, verður Listahátíð
æskunnar haldin í fyrsta sinn.
Listahátíð, sem aðallega er
sniðin fyrir fullorðna, hefurver-
ið haldin annað hvert ár á ís-
landi síðan 1970 en nú er
komið að börnunum. Hug-
myndin er sú að Listahátíð
æskunnar verði haldin annað
hvert ár og þá þau árin sem
hin listahátíðin er ekki haldin.
Það er af nógu að taka þar
sem börnin eru annars vegar.
Þau búa yfir ýmsu sem margt
fullorðið fólk hefur tapað niður
eða gleymt, svo sem óheftu
hugmyndaflugi, dómgreind
einlægninnar og síbreytilegri
lífssýn. Á listahátíð þeirra
verður boðið upp á leiklist og
Ijóð, söng og dans, myndlist
og tónlist, sögur og uppákom-
ur af ýmsu tagi. Hátíðin stend-
ur í níu daga og fer fram á
hundrað stöðum víðs vegar
um höfuðborgina, auk þess
sem börnum verður boðið í
heimsókn til þekktra lista-
manna af ýmsu tagi og geta
meðal annars fengið leiðbein-
ingar f ýmsum greinum lista
og bókmennta.
Hátíðin verður opnuð klukk-
an 14 í Borgarleikhúsinu laug-
ardaginn 20. apríl og þar
verða sýnd atriði úr öllum list-
greinum og kostar hundrað
krónur inn, bæði fyrir börn og
fullorðna. Sama dag klukkan
15 verður opnuð myndlistar-
sýning nemenda úr grunnskól-
um Reykjavíkur í Listasafni
Islands, myndlistarsýning
reykvískrar æsku í Gerðu-
bergi klukkan 16 og myndlist-
arsýning nemenda úr leik- og
grunnskólum Reykjavíkur í
Hlaðvarpanum klukkan 16.30.
Klukkan 16 verður einnig opn-
uð myndlistarsýning á verkum
úr Ijóðabók barnanna. Allar
þessar sýningar verða opnaö-
ar með fjölbreyttustu tónleik-
um og í Gerðubergi kemur
fram leikhópur frá Akureyri.
I Norræna húsinu sýna ís-
lenskir bókaútgefendur barna-
bækur og í Árbæjarsafni verð-
ur merkileg leikfangasýning.
Henni lýkur þann dag klukkan
17 en um leið hefjast tónleikar
á Púlsinum. Einnig verða tón-
leikar og danssýning á Hótel
Borg.
Þetta er aðeins sýnishorn úr
dagskrá fyrsta dagsins en það
verður ekki minna um að vera
hina dagana. Daginn eftir
verður nýr salur á þriðju hæð
Þjóðleikhússins vígður, börn-
unum til heiðurs, og í Óper-
unni verða heilmiklir tónleikar
auk margra annarra atriða
víða um borgina. Nefna má
myndlistarsýningar í Stöðlakoti
við Bókhlöðustíg.
Mánudaginn 22. apríl bæt-
ast svo danssmiðja og rit-
smiðja f hátíðahöldin ásamt
listasmiðju með arkitektum í
Ásmundarsal og kynningu á
blindraletri í Borgarbókasafn-
inu við Sólheima. Þennan dag
verða úrslitin f alþingiskosn-
ingunum orðin kunn allri þjóð-
inni en öllum að óvörum
skunda börn á þing, leggja
undir sig Alþingishúsið og
halda þar málþing æskunnar.
Ef veður leyfir munu börn frá
dagvistarstofnun Landspftal-
ans svo troða upp á Landspít-
alalóðinni. Ballettskóli Guð-
bjargar Björnsdóttur sýnir
listdans í opnu húsi og enn
ein myndlistarsýning verður
opnuð í SPRON í Breiðholti
ásamt mörgum öðrum atrið-
um, svo sem kammertónleik-
um nemenda tónlistarskól-
anna í Reykjavík en þeir verða
haldnir í Norræna húsinu.
Enn heldur spennan og fjöl-
breytnin áfram þriðjudaginn
23. apríl. Þá verður opnuð
myndlistarsýning í mennta-
málaráðuneytinu, börn frá
Kramhúsinu sýna leikspuna í
Listasafni Einars Jónssonar
og ungt fólk flytur tónverk í
Listasafni Ásgríms Jónssonar.
Þann dag slást Áskirkja,
Myndlistaskólinn í Reykjavík,
Félagsmiðstöðin Fjörgyn og
Safnaðarheimili Seljahverfis í
hópinn með tónleika, kynning-
ar og gjörninga og tíu dans-
skólar verða með opið hús.
Á miðvikudag, 24. apríl,
verða auk margra annarra atr-
iða rokktónleikar á Lækjartorgi
frá miðju síðdegi til miðnættis
og svo kemur sjálfur sumar-
dagurinn fyrsti. Þá verður glatt
á hjalla um alla borg og ýmsir
skólar opna upp á gátt með
fjölbreyttustu sýningar. Þeirra
á meðal eru Vesturbæjarskóli,
Fellaskóli og Álftamýrarskóli
ásamt félagsmiðstöðvunum
Frostaskjóli, Árseli og Þrótt-
heimum. Daginn eftir bætist
Kaupstaður í Mjódd í hópinn
með skemmtidagskrá leik-
skólabarna og leikskólabörn
leika auk þess og syngja í
Grímu, Hjónagörðum við
Suðurgötu. í Bústaðakirkju,
Miðbæjarskólanum og Mela-
skólanum verða tónleikar,
skemmtidagskrá, þrautir, vor-
hátíð, söngleikur og fleira
föstudaginn 27. apríl og dag-
inn eftir lýkur svo þessari
fyrstu Listahátíð æskunnar
með ýmsum uppákomum víðs
vegar um borgina.
Hér hefur aðeins verið stikl-
að á stóru og ekkert minnst á
kóra, upplestur, leirvinnslu og
margt fleira, enda tæki það lík-
lega helmingi meira pláss í
blaðinu að segja frá öllu sem
fyrirhugað er að verði í boði og
öllum þeim hópum og lista-
mönnum sem munu leggja fram
efni og skemmtiatriði. Þetta
verður hvort sem er allt aug-
lýst rækilega. Eitt getum við þó
fullyrt. Það verður mikið um
dýrðir á Listahátíð æskunnar í
ár.
64 VIKAN 8.TBL. 1991