Vikan


Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 19

Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 19
ÁSTA KR. RAGNARSDÓTTIR NÁMSRÁÐGJAFI „M gerist ekkerf ef fólk er eldd tilbúið o) leita leiða" Hvað ætlarðu að veröa þegar þú verð- ur stór? er stundum sagt við börn og fæst eiga í erfiðleikum með að svara þessari stóru spurningu. Þeg- ar árin líða virðist þó erfiðara að svara henni enda kemst fólk að því þegar það eldist að þetta er heilmikið mál, til dæm- is að finna út hvaða nám á að leggja stund á því það hefur vissulega áhrif á framtíðina. Margir standa nú í þeim sporum að þá langar til að læra eitthvað. Margra kosta er völ og erfitt getur verið að ákveða sig eða bara velja eitthvað yfirleitt. Við Háskóla (slands starfa nú fimm námsráðgjafar sem hafa meðal annars þann starfa að hjálpa fólki við námsval. Til að forvitnast aðeins meira um störf þeirra fór blaðamaður á fund eins námsráðgjafans, Ástu Kr. Ragnarsdóttur. Hún hefur starfað sem námsráð- gjafi við Háskólann síðan 1981. Það liggur kannski beinast við að byrja á því að spyrja um starf námsráðgjafa. ( hverju felst það? „Það má eiginlega skipta starfinu gróflega í tvo hluta. Annars vegar er námsvals- þátturinn sem er um það bil helmingur af starfinu og svo er það stuðningur meðan á nám- inu stendur. Hann getur verið margs konar, allt frá því hvern- ig þú opnar bók og lest hana til þess hvernig þú eyðir degin- um og vikunum. Einnig veitum við þjónustu í sambandi við félagsleg réttindi svo og sál- fræðiþjónustu, þannig að þetta starf er mjög viðamikið." „ÞÚ KAUPIR EKKI f BÚÐ HVER ÞÚ ERT NÉ HVAÐ ÞÚ VILT VERÐA“ „Til okkar koma margir sem hafa ekki hugmynd um hvað þeir vilja læra eða hvað þeir eigi að velja og við reynum að gera okkar ýtrasta til að hjálpa því fólki. Það er gert með við- tölum þar sem farið er nokkuð ítarlega út í einstaklinginn. Við athugum hvað hann hefur gert til þessa og hvernig hon- um hefur vegnað. Hefur hann verið ánægður, hvað gerir hann ánægðan o.s.frv. Það verður svo að taka mið af viðhorfum og gildum því slíkt er eitthvað sem þróast með fólki og við verðum að huga að. Fólk er mismunandi að upplagi og sumir þurfa að láta Ijós sitt skína meira en aðrir og það þarf ekkert að vera neikvætt. Þess vegna skiptir miklu máli, þegar við reynum að finna út hvað ein- staklingurinn á að gera, að hann sé einlægur í viðtölum og hreinskilinn því annars er erfitt að finna út hvaö hann raunverulega vill. Ekki má heldur misskilja það þannig að einstaklingar komi til okkar og við segjum hvað þeir eigi að gera heldur erum við að að- stoða fólkið við að finna út sjálft hvað það vill læra. Það gerist ekkert ef fólk er ekki til- búið að leita leiða. Ef erfiðlega gengur að finna út úr þessu með viðtölum erum við meö stoðgögn, könn- un sem veitir margvíslegar upplýsingar um áhugasvið. Við höfum notað hana í þrjú til fjögur ár. Það er óhætt að segja að fólk sé mjög ginn- keypt fyrir þessu og margir vilja gangast undir svona könnun. Við metum með við- tölum hvort þess gerist þörf því það er alls ekki alltaf, fyrir utan það að það leysir ekki all- an vandann að fara í svona próf. Þú kaupir ekki í búð hver þú ert né hvað þú vilt verða. Þeim hefur fjölgað gífurlega sem til okkar leita. Það bætast hundruð við árlega. Enn sem komið er eru konur í meiri- hluta, það má finna marktæk- an mun og það virðist eins og þær séu fúsari til að leita sér aðstoðar." „LITLAR UPPLYSINGAR UM ÞÖRF VINNUMARKAÐARINS" Er eitthvað farið eftir möguleik- um eftir nám við val á náms- grein? „Við höfum, enn sem komið er, mjög haldlitlar upplýsingar um þörf vinnumarkaðarins þó þær séu einhverjar og það er mjög hæpið að velja sam- kvæmt framtfðarspám. Það væri þó gott að hafa góðar upplýsingar um þörf vinnu- markaðarins. Það á þó við um allt nám að ef fólk tileinkar sér ákveðið nám og er búið að afla sér grunnþekkingar á það að geta sett sig inn í mörg störf.“ Hversu miklu máli skiptir hagnýti þátturinn að þínu mati? „Hagnýti þátturinn skiptir miklu máli fyrir marga og kannski spáir fólk stundum einum of mikið í hann en ég segi að það sé ekki nóg að geta framfleytt sér ef maður er ekki ánægður með þaö sem maður er að gera. Þannig að það er ekki nóg að hugsa um hagnýta þáttinn þegar náms- grein er valin heldur verður hver og einn líka að hugsa um hvað veitir honum ánægju. Þetta tvennt helst í hendur." „SKIPULAGT NÁM NÝTIST BETUR“ Ef við snúum okkur aðeins nánar að hinum stóra þættin- um í ykkar starfi, stuðningi við nemendur meðan á námi stendur, hvernig fer hann fram? „Hann er mjög margþættur. Við förum yfir það með nem- andanum hvaöa aöferðir eru líklegastar til að skila árangri f sambandi við námið, hvernig hann nýtir best krafta sína við námið og hvernig hann skipu- leggur tímann. Það er góð leið fyrir nem- endur aö skoða sjálfa sig í heild, skoða hvaða þættir það eru sem hafa truflandi áhrif. Þetta eru oft utanaðkomandi þættir svo sem fjárhagur, fjöl- skylduaðstæður og fleira. Nemendur fá tækifæri til að ræða þessa hluti, sem annars koma oft ekki upp á yfirborðið, og við hjálpum til við að finna úrræði sem oft reynist ekki mikið mál þegar byrjaö er að taka á því. Það skiptir líka gífurlegu máli að skipuleggja nám sitt vel. Það er mjög gott að gera áætlun fyrir hverja viku og fara eftir henni. Þá verður þetta smám saman að venju og verður ekkert mál. Það skilar sér fljótt ef maður tileinkar sér stöðug og góð vinnubrögð. Þaö geta allir tileinkað sér þau og námið nýtist mun beturfyrir vikið. Mér finnst mikil vakning meðal ungs fólks núna að virkja krafta sína markvisst til að nýta námið sem best. Nú finnur maður glöggt fyrir því að fólk vill ekki bara berast með straumnum heldurvill það tak- ast á við hlutina. Fólk er farið að líta á háskólanám sem sína vinnu og þá skiptir miklu máli að skipuleggja námið vel. Það skilar sér seinna. Það þýðir ekki að ætla sér bara að setjast niður fyrir próf og læra allt námsefni vetrarins. Sumir komast upp með það og ná prófum en það situr ekki mikið eftir hjá því fólki heldur fer þetta mestallt inn í skamm- tímaminnið. Hlutirnir fara ekki inn í langtímaminnið fyrr en menn hafa öðlast skilning á viðfangsefnunum og náð að tjá sig um þau.“ 8. TBL.1991 VIKAN 19 TEXTI: GYÐA DRÖFN TRYGGVADÓTTIR / LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.