Vikan


Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 28

Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 28
ÞÝÐING: LÍNEY LAXDAL Björninn Hercules í góðu yfirlæti á heimili eigenda sinna. HEIMSINS RÍKASTI BJÖRN Björninn Hercules er óvenju verömætt dýr. Þessi 342 kílóa grábjörn hefur aflað eiganda sínum óteljandi milljóna. Þegar eig- andinn keypti hann áriö 1970 kostaði hann aðeins 3600 krónur. Núna er hann ekki bara stór og fallegur heldur einnig vel þjálfaður. Hann gerir allt sem honum er sagt og hef- ur verið notaður í margar kvik- myndir og sjónvarpsþætti. Þekktasta myndin hans er sennilega James Bond mynd- in Octopussy. Fyrir tíu árum var hann einnig á forsíðu blað- anna því hann strauk úr kvik- myndatökubúðum. Hann fannst ekki í þrjár vikur og það var með ólíkindum að hann skyldi geta bjargað sér þann tíma. Þegar hann fannst var hann sendur heim með þyrlu! Eftir þetta jókst áhugi manna á honum. Framleiöendur í Hollywood buðu eigendum hans háar fjárhæðir svo þau tóku sig upp, seldu krána sína og fóru til Hollywood. Næstu átján mánuði dvöldu þau þar og Hercules varð óhemju vinsæll. Það fannst eigendum hans þó of mikið af því góða þvf Hercu- les varð hálfringlaður á þessu öllu og þurfti að fá frí. [ Skotlandi keyptu þau sér nýtt hús, með þarfir Hercules- ar í huga. Hann á sína eigin himnasæng og fjórtán metra langa sundlaug. Og nú líður honum mun betur heldur en á hótelherbergi í Hollywood. SIOUX-INDÍÁNAR Frh. af bls. 27 TRÚARLEGAR OFSÓKNIR Það var ekki nóg með að indíánaþjóðirnar væru ofsóttar á efnislega sviðinu, það er þær hraktar af löndum sínum og þeim úthlutað landskikum sem hvíti maðurinn taldi gagns- lausa. Reyndar átti eftir að koma í Ijós að á mörgum af friðarsvæðunum, meðal annars hjá Navajo, er mikil olía í jörð, svo og úraníum svo að landið var auðugra en hvíti maðurinn hélt, enda hefur hann nú reynt að sælast í gæði þess. Indíánarnir þurftu einnig að sæta trúar- legum ofsóknum af hendi hvíta mannsins. Það var ákveðið að trúarbrögð þeirra væru heiðin og að þeir væru villimenn. Lög voru sett í lok síðustu aldar um það að börn indíána skyldu tekin af heimilum sínum og þeim komið fyrir í heimavistarskólum, sem oftast voru kaþólskir. Þar var börnunum bann- að að tala mál sitt, bannað að heiðra siöi sína og venjur og kennt að tigna nýjan guð. Þannig vann hvíti maðurinn kerfisbundið að því að brjóta niður sérkenni indíánanna og eyða tungumáli þeirra. Því miður hafa margar þjóðir indíána farið illa út úr þessu og aðeins örfáir einstaklingar tala ennþá gamla málið hjá hverri þjóð fyrir sig. Svo virðist sem Hopi-indíánarnir hafi verið einna duglegastir við að vernda tungumál sitt. Margar trúarathafnir voru bannaðar með lög- um og hjá Sioux-þjóðinni var Sun Dance (sól- ardansinn) bannaður í upphafi aldarinnar. Það er einungis nýverið að þeir hafa fengið leyfi til að dansa hann opinberlega aftur. ( Sun Dance (sólardansinum) fórnar ein- staklingurinn sjálfum sér til að komast í sam- band við hinn mikla anda með því að líða þær þjáningar sem fylgja því að láta rista skinn sitt og setja í það litla teina sem bundnir eru viö staur. Hápunktur athafnarinnar er þegar ein- staklingurinn rífur sig lausan. Til frekari skýringar á viðhorfum indíána gagnvart kristnu trúboði og nýjum siðum læt ég hér fylgja brot úr ræðu sem Red Jacket, höfðingi hjá Seneca-þjóöinni, flutti árið 1790 fyrir hóp af trúboðum: „Bræður! Þið segið að aðeins sé til ein leið til að tigna og þjóna hinum mikla anda. Ef það er aðeins til ein trú, hvers vegna er hvíta fólkið svona ósammála um hvernig eigi að túlka hana? Hvers vegna eruð þið ekki öll sammála ef þið lesið öll Biblíuna? Bræður! Viö skiljum þetta ekki. Okkur er sagt að trú ykkar hafi verið ykkur gefin af for- feðrum ykkar og að hún hafi gengið í erfðirfrá föður til sonar. Við eigum líka trú sem okkur var gefin af forfeðrum okkar og hún hefur gengið í erfðir til okkar, barnanna þeirra. Við tilbiðjum eins og þeir kenndu okkur. Okkur var kennt að vera þakklát fyrir þann velvilja sem við njótum, að elska hvort annað og að vinna að sameiningu. Við deilum aldrei um trúar- brögð. Bræður! Hinn mikli andi skapaði okkur öll. En hann gerði mikinn mun á sínum hvítu og rauðu börnum. Hann gaf okkur mismunandi lit- arhátt og mismunandi siði. ... Þar sem hann hefur gert svona mikinn mun á okkur í ýmsu, því skyldum við þá ekki áætla að hann hefði gefið okkur mismunandi trúarbrögð, sem hvor um sig hentuðu skilningi okkar.“ AÐ VIRÐA HVERT ANNAÐ Orð Red Jacket eru umhugsunarverð. Mann- fólkið, sem byggir þessa jörð, var ekki skapað eins. Allir hafa sín sérkenni og sína siði. Meg- inatriðið er að virða siði og venjur, trúarbrögð og útlit hvers og eins og vinna þannig að friði í heiminum. Hvað sem öðru líður er mikil vakning í gangi meðal allra þjóða indíána í Norður-Ameríku, Kanada og víðar til að endur- vekja gamla siöi, tungumálið og að fá að njóta trúfrelsis að nýju eftir um hundrað ára bann við því. Að öllum líkindum mun hinn glæsilegi sig- ur kvikmyndarinnar Dansar við úlfa (Dances with Wolves) við óskarsverðlaunaafhending- una verða til að efla enn sjálfstæðiskennd Si- oux-þjóðarinnar. Hún hefur nú staðið í mála- ferlum við Bandaríkjastjórn í hundrað og tíu ár til að fá hana til að virða þá samninga sem gerðir voru við Sioux-indíána. Þetta teljast vera lengstu réttarhöld í heimi. Sioux-þjóðin lítur á sig sem fullvalda ríki innan fullvalda ríkis, það er Bandaríkjanna, og í huganum getum við aðeins óskað henni góðs gengis í sjálfstæðisbaráttunni. Það er ekki svo langt síðan við vorum undirokuð í sömu sporum. Heimildir: THE SIOUX eftir Royal B. Hassrick, INDIAN MEDICINE POWER eftir Brad Steiger og CRYING FOR A DREAM eftir Richard Erdoes. 28 VIKAN 8.TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.