Vikan


Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 17

Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 17
LJÓSM.: BINNI an baö um. Þegar hún svo í fyllingu tímans ól dreng var hann skírður þeim tveimur nöfnum sem draumkonan baö um. MEÐ FANGIÐ FULLT AF BARNAFÖTUM Guðbjörgu Viggósdóttur dreymdi sama manninn þrisv- ar sinnum er hún gekk með fyrsta barn sitt. Þekkti hún manninn ekkert á meðan hann lifði en vissi þó hver hann var. Fyrsti draumurinn var á þá leið að hann kom til hennar og bað um að fá að vera hjá henni. Hún sagðist ekkert pláss hafa og vísaði honum burtu. Sagð- ist hann þá mundu koma aftur. Annar draumurinn var á þá leið að sami maður kom aftur til hennar og sagðist hann nú alveg ákveöinn í að vera hjá henni og gæti hún ekki neitað sér um það því það hefði alltaf verið ætlunin að hann yrði hjá henni. Guðbjörgu leist engan veginn á þetta og langaði ekki til að skíra í höfuðiö á þessum manni. Var hún löngu ákveðin í að láta barnið heita nafni fósturmóður sinnar hvort sem hún eignaöist son eða dóttur. Leitaði hún til draumspakrar konu og sagði henni frá draumum sínum. Sagði konan að augljóst væri að maðurinn væri að biðja um nafn á ófæddu barni hennar en fyrst henni væri það svo mjög á móti skapi að verða við ósk hans skyldi hún bíða enn um sinn. „Ef þig dreymir hann i þriðja sinn á svipaðan hátt verður þú að verða við ósk hans,“ sagði hin draumspaka kona. Leið nú skammur tími þar til Guðbjörgu dreymdi manninn enn. Dreymdi hana að maðurinn kæmi með fangið fullt af barnafötum og skóm, legðist fyrir ofan hana í rúmið og breyttist við það í lítið barn. Leitaði Guðbjörg nú enn til draumspöku konunnar og varaði sú hana mjög við að neita honum um nafn því við það yrði barn hennar óláns- manneskja. Þegar Guðbjörg svo fæddi barn sitt, sem var dóttir, skirði hún hana Guð- nýju sem er dregið af nafni mannsins úr draumunum en hann hét Guðjón. AMMAN BOÐAR FJÖLGUN Elín M. Magnúsdóttir segir að er hún var ófrísk að þriðja barni sínu hafi hana dreymt föðurömmu sína. Var draum- urinn á þá leið að Elín kom inn í hús sem henni fannst hún vera nýbúin að kaupa og var þar fyrir amma hennar og með henni var litil stúlka. Sagðist amman ætla að búa hjá henni í húsinu. Elín hafði ákveðið að ef hún eignaðist dóttur myndi hún heita María, sem var seinna nafn ömmunnar. Var henni sagt að ef hana dreymdi ömmuna oftar væri hún ekki sammála því að einungis seinna nafn hennar væri notað. Hana dreymdi ömmuna ekki oftar og var barnið, sem var dóttir, skírð María í höfuð hennar. ( fjölskyldu Elínar virðist þessi amma láta vita ( hvert sinn sem fjölgunar er von inn- an fjölskyldunnar. Það gerir hún jafnvel áður en Ijóst er að nokkur sé ófrísk. Systur Elínar dreymdi ömmuna þar sem hún kom í heimsókn til hennar og með henni var bróðir hennar einnig. Sagðist amman ætla að vera hjá þeim báöum. Á þessum tíma var systirin orðin ófrísk án þess að vita af þvf sjálf. Einnig var eiginkona bróðurins ófrísk, komin um það bil einn mánuð á leið. Þegar Kolbrún Oddbergs- dóttir gekk með þriðja barn sitt dreymdi hana sama drauminn aftur og aftur. Þótti henni sem amma sfn gengi upp stiga sem lá að íbúð Kolbrúnar, kall- aði nafn hennar og segðist vera að koma. Þótti Kolbrúnu Ijóst að amman væri að vitja nafns á ófæddu barni hennar. Þegar Kolbrún svo eignaðist dóttur skírði hún hana tveimur nöfnum, það seinna Sigríður í höfuð ömmu hennar. NÖFN ÞRIGGJA LÁTINNA SJÓMANNA Að lokum skulum við grfpa niður í bókina Dulræn reynsla þar sem kona, sem nefnd er Sesselja, segir frá reynslu Frh. á bls. 60 ■ Til hennar kom kona sem sagðist vera huldu- kona. Gekk hún að vögg- unni þar sem stúlkan lá og rétti að henni hringlu. Sneri huldukonan sér að móðurinni og sagði að sjálf hefði hún átt dóttur og hefði hún heitið Eygló. Vildi hún nú að þessi stúlka yrði einnig skírð Eygló. ■ í fjölskyldu Elínar virð- ist þessi amma láta vita í hvert sinn sem fjölgunar er von innan fjölskyldunn- ar. Það gerir hún jafnvel áður en Ijóst er að nokkur sé ófrísk. 8. TBL.1991 VIKAN 17 GUÐNY P. MAGNUSDOTTIR TOK SAMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.