Vikan


Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 63

Vikan - 18.04.1991, Blaðsíða 63
aö var bara venjulegur vinnudags- morgunn. Ég vaknaði úldinn eins og venjulega, i spreng eins og venju- lega og bara á nærunum eins og venjulega. Semsagt venjulegur morgunn. En það átti eftir að breytast - þetta var nefnilega enginn venjulegur morgunn. En hvað um það? Ég reif mig á fætur, ófúsan úr hlýju rúmsins og fór fram á bað til að svara kalli náttúrunnar. Ég tók að gretta mig framan i spegilinn eins og ég er vanur til að vakna al- mennilega. Það var þá sem þetta byrjaði. Mér fannst ég sjá svartan blett í sþeglinum en bara örsnöggt. Svo hvarf hann. Mér brá ekkert eðlilega. í fyrstu datt mér í hug að spegillinn hefði grett sig á móti. Að sjálfsögðu var það alveg út í hött. Þetta hlaut að vera missýn, eða hvað? Ég lauk mér af á klósettinu og fór að skoða spegilinn nánar, setti fingurinn á þann stað sem mér fannst ég hafa séð blettinn en fann enga misfellu á speglinum. Þegar ég hafði skoðað spegilinn nokkra stund og var í þann veginn að flokka þetta sem ímyndun hjá mér sá ég þetta aftur. Efst í vinstra horni spegilsins var stór, svartur, hringlaga blettur á stærð við undirskál. Ég starði á þetta undur alveg berg- numinn og gat mig hvergi hrært. Hversu lengi á þessu stóð veit ég ekki. Mér fannst það vera heil eilífð en hefur sjálfsagt ekki varað nema í nokkrar sekúndur. Þá byrj- aði hann smám saman að minnka þar til hann hvarf. Spegill þessi er ósköp venjulegur nema hvað hann er í stærra lagi eða mannhæðar- hár. En þar sem bletturinn hvarf byrjuðu aðrir litlir blettir að myndast hér og þar í sþeglinum. Ég staröi á þetta eins og steingervingur. Þegar á þessu hafði gengið nokkra stund hætti þetta skyndilega og spegillinn varð eins og hann átti að sér. Ég reyndi að anda eðlilega á ný, setja and- litið í réttar skorður og hugsa rökrétt. Það eina sem mér datt í hug var að annaðhvort væri mig að dreyma eða tími væri kominn til að setja sig í samband við hvítsloppana inni við sundin blá. Ekki gafst þó mikill tími til hugleiðinga því býsnin létu ekki á sér standa. Lítill, svartur blettur myndaðist um miðbik spegilsins og fór hægt og hljóðlega stækkandi. Ekki fannst mér hægt að standa bara eins og glópur og horfa á svo ég herti upp hugann, færði hönd mína hikandi í áttina að þessu fyrir- bæri eins og af ótta við að verða bitinn. Þar sem vænta mátti mótstöðu spegilsins námu fingur mínir enga fyrirstöðu. Hönd mín hélt áfram en nam ekki neitt. Hlutföllin innan speg- ilsins tóku að breytast sortanum í hag. Með auknum kjark fór ég að skoða fyrirbær- ið betur, teygði hendurnar eins langt inn og ég gat en fann ekkert. Ég reyndi að sjá eitthvaö en myrkrið var eins og múrveggur sem enginn Ijósgeisli megnaði að rjúfa og ég hélt niðri i mér andanum til að heyra sem best. Þá fannst mér ég heyra ofurlágar, holar og djúpar drunur úr órafjarlægð, svo fjarlægar að mér datt eilífð- in ein í hug. Spurningar hrönnuðust upp í huga mér. Nú var svo komið að spegillinn var alveg horfinn fyrir ógnvekjandi myrkri sem vakti með mér mikinn beyg. Það var forvitnin sem varð óttan- um yfirsterkari og mér að falli og þess á ég sjálfsagt alla tíð eftir að iðrast. Ég teygði mig eins langt og ég gat inn í myrkrið og hélt mér einungis með annarri hendi í brúnina þar sem veggur og „spegill" mættust - til að reyna að sjá eða finna eitthvað. Það var þá sem ég missti takið á einhvern óskiljanlegan hátt og byrjaði að falla mér til mikillar skelfingar. Með hendur og fingur teygða til hins ýtrasta, leitaði eftir einhverju til að ná taki á, einhverju sem ekki varfyrir hendi. Á hverri stundu bjóst ég við að lenda með hörðum skelli en þess í stað féll ég lengra og lengra. Hraðinn jókst óðfluga, stefnumót mitt við hið óþekkta, umlukinn kolniöamyrkri á allar hliöar. Heili minn starfaði á fimmföldum hraða og ég renndi í gegnum ævi mína á örskotsstundu. Slíkt kæmi sér vel ef maður væri að skrifa ævi- sögu sína en svo gott var það ekki. Hugsanir um allt það sem ég hafði upplifað, gert, látið ógert og það sem ég ætti eftir að gera, hversu neyðarlega ég var klæddur og aðra fáránlega hluti sem skiptu engu máli. Þar sem ferðin virtist engan endi ætla að taka fór hugur minn að róast og aðlagast aö- stæðum. Allt i einu datt mér í hug orðatiltækið „að missa alla fótfestu í lífinu". Það lá við að ég færi að hlæja. Núna er ég búinn að vera hérna nokkuð lengi á góðri siglingu, hversu lengi veit ég ekki. Tímaskyn mitt er brenglað - eða hefur tíminn aðra vídd hér? Mig er farið að svengja mikið svo það hljóta að vera margar klukkustundir, fyrir mér sem ei- lífð. Væri ég á eyðieyju gæti ég kannski sent flöskuskeyti og beðið þig um hjálp en um það er ekki að ræða hér. Það eina sem ég get reynt er að senda þér hugskeyti og geri ég það hér með. HJÁLP!!... 8. TBL.1991 VIKAN 61 SMÁSAGA EFTIR BJÖRN KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.